Viðskipti innlent

Ráðinn for­stöðumaður Arion Premíu

Atli Ísleifsson skrifar
Magnús Már Leifsson.
Magnús Már Leifsson. Arion banki

Magnús Már Leifsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Premíu hjá Arion banka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. Þar segir að Magnús Már muni leiða nýtt Premíu teymi bankans sem sérhæfi sig í þjónustu sem sé sérsniðin að þörfum þeirra sem séu í umfangsmiklum viðskiptum við Arion. 

Þjónustan feli meðal annars í sér greiðan aðgang að sérfræðingum, hagstæð kjör og margvísleg fríðindi. Undir Premíu þjónustuna falli meðal annar einkabankaþjónusta og fjárstýring, sem sé í boði fyrir umsvifamestu viðskiptavini bankans.

„Magnús Már, sem hóf störf í einkabankaþjónustu hjá Arion banka fyrr á árinu, er lögmaður að mennt. Áður en hann gekk til liðs við Arion banka starfaði hann í einkabankaþjónustu Kviku eignastýringar og þar áður sem yfirlögmaður félagsins og sem lögmaður hjá Kviku banka. Í framangreindum störfum vann Magnús náið með stjórnum og undirnefndum félaganna. Þá hefur Magnús Már reynslu af margvíslegum störfum tengdum íslenskum sjávarútvegi en hann stundaði sjómennsku um árabil auk þess að starfa við fiskvinnslu,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×