Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 20:11 Síðastlíðinn föstudag gerði Willum Þór Þórsson samning við Hugarafl um endurhæfingu einstaklinga sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir á lífsleiðinni. Hér er í raun tekin tímamótaákvörðun að svo mörgu leiti og því ber að fagna. Í þessari ákvörðun felst víðrýni og á sama tíma kjarkur ráðherra til að efla nýjar leiðir og fjölbreytni utan hefðbundins stofnanakerfis. Það er í raun ýtt undir forsendur einstaklingsins til að velja sér leið og viðurkennt að fjölbreyttar leiðir í endurhæfingu eru nauðsynlegar. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram að samningurinn byggir á auknum stuðningi við endurhæfingu notenda sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir í samstarfi við Hugarafl. “Lögð verður áhersla á þrjá hópa, þ.e. notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurhæfingu, notendur sem eru lengra komin í endurhæfingu og notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eða í námi.” „Hugmyndafræði Hugarafls byggir á valdeflingu, að uppræta fordóma og efla hlutverk og þátttöku notenda í eigin bataferli og í samfélaginu. Þessi nálgun hefur reynst vel, hjálpað mörgum og haft mikilvæg og jákvæð áhrif út í samfélagið. Ég fagna því þessum samningi sem gerir Hugarafli kleift að fjölga starfsfólki til að efla endurhæfingarstarfsemina og hjálpa fleirum til bata“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Í fréttatilkynningu er einnig tekið fram að ein af aðgerðum aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála til ársins 2027 feli í sér áherslu á að fólk með notendareynslu starfi sem víðast í geðheilbrigðisþjónustu og fellur samningurinn við Hugarafl vel að þeirri áherslu. Willum Þór heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár fylgst vel með Hugarafli og þeim verkefnum sem samtökin hafa sinnt í íslensku samfélagi frá stofnun samstakanna síðast liðin 22 ár. Sem heilbrigðisráðherra hefur hann sýnt því skilning að þegar leitað er endurhæfingar er mikilvægt að valmöguleikar séu opnir og fjölbreyttir. Það er mikilvægt að hafa opinn valmöguleika sem ýtir undir bata en leggur ekki áherslu á veikleika. Að hafa nægan tíma í endurhæfingu er lykilatriði, að geta gengið í gegnum bakslög og náð svo áttum á ný án þess að missa plássið í endurhæfingunni skiptir sköpum og eflir seiglu. Að halda áfram þó móti blási verður mögulegt auðveldara með tímanum og gerir í raun það að verkum að uppgjöf er ekki lengur valmöguleiki. Valdeflandi umhverfi sem byggir á jákvæðri batanálgun getur verið lífsspursmál og heldur í raun voninni gangandi. Að tilheyra samfélagi sem byggir á jafningjagrunni getur stuðlað að því að einstaklingurinn fari smám saman að finna leiðir sem áður reyndust ekki mögulegar og að tilheyra er lykilatriði. Alþjóða heibrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa á undanförnum árum kallað eftir því að það sé auðveldara að leita sér þjónustu þegar um geðrænar áskoranir er að ræða, að aðgengi sé opið og að einingar séu ekki stofnanalegar. Það er ákall um minni einingar sem eru hlýlegar og byggi á virðingu fyrir notandanum sem leitar sér hjálpar. Þetta vill því miður oft gleymast í stofnanaumhverfi sem á erfitt með að aðlaga sig og opna faðminn. Í grasrótinni hjá Hugarfli er opið aðgengi fyrir alla landsbyggðina og engir biðlistar. Hugarafl hefur á undanförnum árum þróað sitt endurhæfingarúrræði og eftirspurnin er mjög vaxandi. Nokkur sveitarfélög hafa gert einnig samninga við Hugarafl og fjöldi einstaklinga sér fram á aukna valmöguleika til að komast til virkrar samfélagsþáttöku á ný. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Síðastlíðinn föstudag gerði Willum Þór Þórsson samning við Hugarafl um endurhæfingu einstaklinga sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir á lífsleiðinni. Hér er í raun tekin tímamótaákvörðun að svo mörgu leiti og því ber að fagna. Í þessari ákvörðun felst víðrýni og á sama tíma kjarkur ráðherra til að efla nýjar leiðir og fjölbreytni utan hefðbundins stofnanakerfis. Það er í raun ýtt undir forsendur einstaklingsins til að velja sér leið og viðurkennt að fjölbreyttar leiðir í endurhæfingu eru nauðsynlegar. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram að samningurinn byggir á auknum stuðningi við endurhæfingu notenda sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir í samstarfi við Hugarafl. “Lögð verður áhersla á þrjá hópa, þ.e. notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurhæfingu, notendur sem eru lengra komin í endurhæfingu og notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eða í námi.” „Hugmyndafræði Hugarafls byggir á valdeflingu, að uppræta fordóma og efla hlutverk og þátttöku notenda í eigin bataferli og í samfélaginu. Þessi nálgun hefur reynst vel, hjálpað mörgum og haft mikilvæg og jákvæð áhrif út í samfélagið. Ég fagna því þessum samningi sem gerir Hugarafli kleift að fjölga starfsfólki til að efla endurhæfingarstarfsemina og hjálpa fleirum til bata“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Í fréttatilkynningu er einnig tekið fram að ein af aðgerðum aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála til ársins 2027 feli í sér áherslu á að fólk með notendareynslu starfi sem víðast í geðheilbrigðisþjónustu og fellur samningurinn við Hugarafl vel að þeirri áherslu. Willum Þór heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár fylgst vel með Hugarafli og þeim verkefnum sem samtökin hafa sinnt í íslensku samfélagi frá stofnun samstakanna síðast liðin 22 ár. Sem heilbrigðisráðherra hefur hann sýnt því skilning að þegar leitað er endurhæfingar er mikilvægt að valmöguleikar séu opnir og fjölbreyttir. Það er mikilvægt að hafa opinn valmöguleika sem ýtir undir bata en leggur ekki áherslu á veikleika. Að hafa nægan tíma í endurhæfingu er lykilatriði, að geta gengið í gegnum bakslög og náð svo áttum á ný án þess að missa plássið í endurhæfingunni skiptir sköpum og eflir seiglu. Að halda áfram þó móti blási verður mögulegt auðveldara með tímanum og gerir í raun það að verkum að uppgjöf er ekki lengur valmöguleiki. Valdeflandi umhverfi sem byggir á jákvæðri batanálgun getur verið lífsspursmál og heldur í raun voninni gangandi. Að tilheyra samfélagi sem byggir á jafningjagrunni getur stuðlað að því að einstaklingurinn fari smám saman að finna leiðir sem áður reyndust ekki mögulegar og að tilheyra er lykilatriði. Alþjóða heibrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa á undanförnum árum kallað eftir því að það sé auðveldara að leita sér þjónustu þegar um geðrænar áskoranir er að ræða, að aðgengi sé opið og að einingar séu ekki stofnanalegar. Það er ákall um minni einingar sem eru hlýlegar og byggi á virðingu fyrir notandanum sem leitar sér hjálpar. Þetta vill því miður oft gleymast í stofnanaumhverfi sem á erfitt með að aðlaga sig og opna faðminn. Í grasrótinni hjá Hugarfli er opið aðgengi fyrir alla landsbyggðina og engir biðlistar. Hugarafl hefur á undanförnum árum þróað sitt endurhæfingarúrræði og eftirspurnin er mjög vaxandi. Nokkur sveitarfélög hafa gert einnig samninga við Hugarafl og fjöldi einstaklinga sér fram á aukna valmöguleika til að komast til virkrar samfélagsþáttöku á ný. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun