Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 16:12 Formaður félags pípulagningameistara, sem einnig á sæti á framboðslista Miðflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutum á hvolf í nýlegri grein um iðnnám. Grein hans er í besta falli mjög misvísandi en mér er ljúft og skylt að svara henni málefnalega. Engar áætlanir eða aðgerðir hafa verið í þá átt að slá af þeim kröfum sem við gerum til þess starfsfólks sem sinnir ákveðnum störfum, þá síst iðnaðarmönnum. Ég hef engu breytt varðandi kröfur á undanförnum árum þó ég hafi einfaldað ferla almennt svo fólk sem hingað kemur og starfar með nám að baki sem sálfræðingar, læknar eða iðnaðarmenn geti starfað hér á landi. Ferlið hefur verið gert rafrænt og skýrt svo að fólk fái svör hvað því vantar upp á í stað þess að fá aðeins neitun frá kerfinu. Við höfðum áður fengið athugasemdir frá Eftirlitsstofnun EFTA um að kerfið okkar uppfyllti ekki kröfur um skýrleika - hvergi væri að finna leiðbeiningar né upplýsingar á einum stað um kröfurnar sem eru gerðar til viðurkenningar á menntun eða hæfi, né um ferlið. Um það snerust breytingarnar. Málið sem um ræðir snýst um pólskan pípulagningameistara sem lauk iðnmeistaraprófi samkvæmt þeim reglum sem gilda í heimalandinu og sótti um meistarabréf hér á landi. Umsóknin fór hefðbundna leið frá ENIC NARIC (E/N) skrifstofunni til IÐUNNAR-fræðsluseturs (þar sem fulltrúar SI sitja - þar eru fagaðilarnir sem leggja mat) sem veitti jákvæða umsögn um erindið. E/N afgreiddi erindið skv. þeirri niðurstöðu. Síðar var beðið um breytingu á því án rökstuðnings. Ráðherra stígur ekki inn í slíkt og hefur ekki heimildir til þess fyrr en það koma efnislegar athugasemdir og kæra, þá kemur það til meðferðar til ráðuneytisins. Ekki er hægt að tjá sig nánar um einstök mál. Ég hef alltaf staðið með iðnmenntun og iðnaðarmönnum og ætla því ekki að sitja undir ámælum um annað. Eitt fyrsta frumvarpið mitt sem óbreyttur þingmaður var að greiða leið iðnmenntaðra í háskóla, til þess að eyða þeirri mýtu foreldra að börnin þeirra þyrftu stúdentspróf til að geta menntað sig meira. Ég hef alltaf verið skýr um hve mikilvægt er að menntakerfið svari eftirspurninni eftir iðnnámi og að menntakerfið mennti fyrir samfélagið og ekki síst atvinnulífið, að eldri nemendur fái pláss í kvöld- og helgarnámsskeiðum og svo framvegis. Það er partur af menntastefnu Sjálfstæðisflokksins. Kosningarnar á laugardaginn skipta miklu máli, ekki síst fyrir harðduglegt vinnandi fólk. Það fólk situr nú undir ámæli frá Samfylkingunni sem vill skattleggja það meira en nú þegar er gert. Formaður Félags pípulagningarmanna ætti að frekar að verja kröftum sínum í að verjast þeim skattahækkunum sem kunna að vera framundan ef vinstri menn setjast hér við völd. Það eru gild rök fyrir því að píparar, smiður, rafvirkjar, hárgreiðslumeistarar, bakarar og aðrir iðnaðarmenn stofni einkahlutafélag utan um þjónustu sína eða rekstur. Við skulum gera fólki kleift að skapa, taka áhættu og ná árangri í störfum sínum. Við eigum fyrst og fremst að bera virðingu fyrir vinnandi fólki og mikilvægu framlagi þess til samfélagsins. En ekki boða „plön” sem þeim er síðan ætlað að greiða fyrir með hærri sköttum. Til þess þurfum við ríkisstjórn á hægrivæng stjórnmálanna og eina leiðin til þess er að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærri á laugardaginn. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Sjá meira
Formaður félags pípulagningameistara, sem einnig á sæti á framboðslista Miðflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutum á hvolf í nýlegri grein um iðnnám. Grein hans er í besta falli mjög misvísandi en mér er ljúft og skylt að svara henni málefnalega. Engar áætlanir eða aðgerðir hafa verið í þá átt að slá af þeim kröfum sem við gerum til þess starfsfólks sem sinnir ákveðnum störfum, þá síst iðnaðarmönnum. Ég hef engu breytt varðandi kröfur á undanförnum árum þó ég hafi einfaldað ferla almennt svo fólk sem hingað kemur og starfar með nám að baki sem sálfræðingar, læknar eða iðnaðarmenn geti starfað hér á landi. Ferlið hefur verið gert rafrænt og skýrt svo að fólk fái svör hvað því vantar upp á í stað þess að fá aðeins neitun frá kerfinu. Við höfðum áður fengið athugasemdir frá Eftirlitsstofnun EFTA um að kerfið okkar uppfyllti ekki kröfur um skýrleika - hvergi væri að finna leiðbeiningar né upplýsingar á einum stað um kröfurnar sem eru gerðar til viðurkenningar á menntun eða hæfi, né um ferlið. Um það snerust breytingarnar. Málið sem um ræðir snýst um pólskan pípulagningameistara sem lauk iðnmeistaraprófi samkvæmt þeim reglum sem gilda í heimalandinu og sótti um meistarabréf hér á landi. Umsóknin fór hefðbundna leið frá ENIC NARIC (E/N) skrifstofunni til IÐUNNAR-fræðsluseturs (þar sem fulltrúar SI sitja - þar eru fagaðilarnir sem leggja mat) sem veitti jákvæða umsögn um erindið. E/N afgreiddi erindið skv. þeirri niðurstöðu. Síðar var beðið um breytingu á því án rökstuðnings. Ráðherra stígur ekki inn í slíkt og hefur ekki heimildir til þess fyrr en það koma efnislegar athugasemdir og kæra, þá kemur það til meðferðar til ráðuneytisins. Ekki er hægt að tjá sig nánar um einstök mál. Ég hef alltaf staðið með iðnmenntun og iðnaðarmönnum og ætla því ekki að sitja undir ámælum um annað. Eitt fyrsta frumvarpið mitt sem óbreyttur þingmaður var að greiða leið iðnmenntaðra í háskóla, til þess að eyða þeirri mýtu foreldra að börnin þeirra þyrftu stúdentspróf til að geta menntað sig meira. Ég hef alltaf verið skýr um hve mikilvægt er að menntakerfið svari eftirspurninni eftir iðnnámi og að menntakerfið mennti fyrir samfélagið og ekki síst atvinnulífið, að eldri nemendur fái pláss í kvöld- og helgarnámsskeiðum og svo framvegis. Það er partur af menntastefnu Sjálfstæðisflokksins. Kosningarnar á laugardaginn skipta miklu máli, ekki síst fyrir harðduglegt vinnandi fólk. Það fólk situr nú undir ámæli frá Samfylkingunni sem vill skattleggja það meira en nú þegar er gert. Formaður Félags pípulagningarmanna ætti að frekar að verja kröftum sínum í að verjast þeim skattahækkunum sem kunna að vera framundan ef vinstri menn setjast hér við völd. Það eru gild rök fyrir því að píparar, smiður, rafvirkjar, hárgreiðslumeistarar, bakarar og aðrir iðnaðarmenn stofni einkahlutafélag utan um þjónustu sína eða rekstur. Við skulum gera fólki kleift að skapa, taka áhættu og ná árangri í störfum sínum. Við eigum fyrst og fremst að bera virðingu fyrir vinnandi fólki og mikilvægu framlagi þess til samfélagsins. En ekki boða „plön” sem þeim er síðan ætlað að greiða fyrir með hærri sköttum. Til þess þurfum við ríkisstjórn á hægrivæng stjórnmálanna og eina leiðin til þess er að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærri á laugardaginn. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun