Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar 29. nóvember 2024 12:52 Aðventan er á næsta leyti og þá Á að njóta. Njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum, borða góðan mat, hlusta á jólatónlist, kaupa frábærar jólagjafir, skreyta, kíkja á jólatónleika, baka, græja jólaleynivinagjafir í vinnunni, fara á happy, kaupa jólamatinn, kíkja á jólastemninguna í bænum, þrífa, mæta á jólahlaðborð, horfa á góða jólamynd, mæta í jólapeysu í vinnuna, mæta í jólabröns... Já og svo eru það börnin... ...fara á jólasýningu leikskólans, mæta á jólafimleikasýninguna, muna rauða daginn hjá krökkunum, aðstoða við jólaprófalestur, muna jólapeysudaginn, græja gjöf fyrir jólaleynivinaleik, mæta á helgileik, fara á skauta, skutla á jólaball, sækja á jólaball, mæta á jólaföndur skólans, mæta í jólabingó skólans, gera piparkökuhús, græja sparifatadag, skutla á aukaæfingar út af jólasýningum, minna jólasveinana á 13 glaðninga í skóinn, græja 24 frábærar hugmyndir fyrir álfinn, útbúa dagatal með 24 samveruhugmyndum... Ef þú nærð í alvöru að njóta og gera mun meira en í venjulegum mánuði, hefur efni á því og vilt forgangsraða því þá auðvitað gerir þú það. Bara halda áfram að njóta. Ef þú nærð ekki að njóta - staldraðu við. Reyndu að velja það sem skiptir þig og þína fjölskyldu máli. Hvernig vilt þú hafa aðventuna þína? Eru gamlar hefðir í alvöru ómissandi? Hverju má sleppa? Má færa eitthvað fram janúar? Er hægt að taka samtöl við foreldrafélög skóla, skóla og tómstundir barnanna um hvernig er hægt að einfalda? Gæti rauði dagurinn í skólanum t.d. verið þannig að við notum bara rauðan lit, borðum rauðan mat, syngjum lög með rauðum í, finnum rauða litinn í umhverfinu í stað þess að klæðast rauðri flík? Og að lokum: passaðu þig á glansmyndum samfélagsmiðlanna. Þó þar birtist ótal fallegar myndir af heimatilbúnum aðventukrönsum og piparkökuhúsum og allir í kósí þá eru í alvöru ekki öll önnur en þú með „allt á hreinu“ þau setja bara ekki inn myndir af því. Gleðilega aðventu! Höfundur er sálfræðingur á Sálstofunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Jól Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Aðventan er á næsta leyti og þá Á að njóta. Njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum, borða góðan mat, hlusta á jólatónlist, kaupa frábærar jólagjafir, skreyta, kíkja á jólatónleika, baka, græja jólaleynivinagjafir í vinnunni, fara á happy, kaupa jólamatinn, kíkja á jólastemninguna í bænum, þrífa, mæta á jólahlaðborð, horfa á góða jólamynd, mæta í jólapeysu í vinnuna, mæta í jólabröns... Já og svo eru það börnin... ...fara á jólasýningu leikskólans, mæta á jólafimleikasýninguna, muna rauða daginn hjá krökkunum, aðstoða við jólaprófalestur, muna jólapeysudaginn, græja gjöf fyrir jólaleynivinaleik, mæta á helgileik, fara á skauta, skutla á jólaball, sækja á jólaball, mæta á jólaföndur skólans, mæta í jólabingó skólans, gera piparkökuhús, græja sparifatadag, skutla á aukaæfingar út af jólasýningum, minna jólasveinana á 13 glaðninga í skóinn, græja 24 frábærar hugmyndir fyrir álfinn, útbúa dagatal með 24 samveruhugmyndum... Ef þú nærð í alvöru að njóta og gera mun meira en í venjulegum mánuði, hefur efni á því og vilt forgangsraða því þá auðvitað gerir þú það. Bara halda áfram að njóta. Ef þú nærð ekki að njóta - staldraðu við. Reyndu að velja það sem skiptir þig og þína fjölskyldu máli. Hvernig vilt þú hafa aðventuna þína? Eru gamlar hefðir í alvöru ómissandi? Hverju má sleppa? Má færa eitthvað fram janúar? Er hægt að taka samtöl við foreldrafélög skóla, skóla og tómstundir barnanna um hvernig er hægt að einfalda? Gæti rauði dagurinn í skólanum t.d. verið þannig að við notum bara rauðan lit, borðum rauðan mat, syngjum lög með rauðum í, finnum rauða litinn í umhverfinu í stað þess að klæðast rauðri flík? Og að lokum: passaðu þig á glansmyndum samfélagsmiðlanna. Þó þar birtist ótal fallegar myndir af heimatilbúnum aðventukrönsum og piparkökuhúsum og allir í kósí þá eru í alvöru ekki öll önnur en þú með „allt á hreinu“ þau setja bara ekki inn myndir af því. Gleðilega aðventu! Höfundur er sálfræðingur á Sálstofunni.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar