„Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. nóvember 2024 19:28 Elín Klara var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti með A-landsliðinu. Vísir/Anton Brink „Mjög svekkjandi, að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 27-25 tap gegn Hollandi í fyrsta leik Evrópumótsins. Það hrellti íslenska liðið á heimsmeistaramótinu í fyrra hvað liðið byrjaði leiki illa. Elín var vissulega ekki í leikmannahópnum þá en gat tekið undir að um framfaraskref væri að ræða. „Klárlega. Við mættum bara á fullu í þetta og ætluðum að keyra vel á þær. Vörnin bara flott og mér fannst sóknin mjög fín. Náðum að sundurspila þær og sömuleiðis hlupum alltaf til baka. Svo í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar. Þær keyrðu á okkur og við vorum að elta aðeins of lengi.“ Sem er erfitt fyrir öll lið og krefst mikillar orku, að lenda undir og þurfa að elta andstæðinginn. „Það getur verið erfitt, við lendum fjórum mörkum undir en náum að jafna, sem var mjög flott. Geggjað hugarfar hjá leikmönnum og liðsheildin mjög góð, en það þurfti aðeins meira til.“ Fyrsti leikurinn á stórmóti Elín var utan leikmannahópsins á HM í fyrra og þetta var því fyrsti leikur hennar á stórmóti með landsliðinu. „Þetta var geggjuð tilfinning. Stúkan æðisleg og þetta er ótrúlega gaman.“ Flautumarkið magnaða Leiknum lauk með flautumarki Elínar. Skot langt utan af velli sem flestir héldu að færi í hávörnina, en þrumuskotið flaug í gegn og small af slánni á leið sinni í markið. „Æ, já,“ sagði Elín og hló vandræðalega, hún vildi eðlilega ekki gera mikið úr þessu marki og sagði svekkjandi tap vera sér efst í huga. Respect to 🇮🇸 for their great performance against the Dutch powerhouse 👏👏 pic.twitter.com/6cXJElmOJi— EHF EURO (@EHFEURO) November 29, 2024 Frammistaða sem hægt er að byggja á Frammistaðan er þó eitthvað sem liðið getur byggt á fyrir næstu leiki gegn Úkraínu og Þýskalandi. „Klárlega. Við notum þetta bara sem kraft inn í næstu leiki. Tökum góða endurhæfingu á morgun og mætum svo á fullu í næsta leik.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Það hrellti íslenska liðið á heimsmeistaramótinu í fyrra hvað liðið byrjaði leiki illa. Elín var vissulega ekki í leikmannahópnum þá en gat tekið undir að um framfaraskref væri að ræða. „Klárlega. Við mættum bara á fullu í þetta og ætluðum að keyra vel á þær. Vörnin bara flott og mér fannst sóknin mjög fín. Náðum að sundurspila þær og sömuleiðis hlupum alltaf til baka. Svo í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar. Þær keyrðu á okkur og við vorum að elta aðeins of lengi.“ Sem er erfitt fyrir öll lið og krefst mikillar orku, að lenda undir og þurfa að elta andstæðinginn. „Það getur verið erfitt, við lendum fjórum mörkum undir en náum að jafna, sem var mjög flott. Geggjað hugarfar hjá leikmönnum og liðsheildin mjög góð, en það þurfti aðeins meira til.“ Fyrsti leikurinn á stórmóti Elín var utan leikmannahópsins á HM í fyrra og þetta var því fyrsti leikur hennar á stórmóti með landsliðinu. „Þetta var geggjuð tilfinning. Stúkan æðisleg og þetta er ótrúlega gaman.“ Flautumarkið magnaða Leiknum lauk með flautumarki Elínar. Skot langt utan af velli sem flestir héldu að færi í hávörnina, en þrumuskotið flaug í gegn og small af slánni á leið sinni í markið. „Æ, já,“ sagði Elín og hló vandræðalega, hún vildi eðlilega ekki gera mikið úr þessu marki og sagði svekkjandi tap vera sér efst í huga. Respect to 🇮🇸 for their great performance against the Dutch powerhouse 👏👏 pic.twitter.com/6cXJElmOJi— EHF EURO (@EHFEURO) November 29, 2024 Frammistaða sem hægt er að byggja á Frammistaðan er þó eitthvað sem liðið getur byggt á fyrir næstu leiki gegn Úkraínu og Þýskalandi. „Klárlega. Við notum þetta bara sem kraft inn í næstu leiki. Tökum góða endurhæfingu á morgun og mætum svo á fullu í næsta leik.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn