„Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar 4. desember 2024 10:01 Ofangreind orð komu frá einum af bestu sonum Íslands þegar við ræddum nú í haust um stofnun og framboð Lýðræðisflokksins. Já, við vissum að þetta yrði erfið sigling gegnum brimgarð ríkisrekinna stjórnmálaflokka sem auglýstu fyrir tugi milljóna; í gegnum múr ríkisstyrktra fjölmiðla; gegn innlendu og erlendu stofnanaveldi. Lýðræðisflokkurinn varð að komast á fót til að unnt væri að tjá, með skýrum hætti í kosningabaráttunni, að kjósendur geta haft áhrif og þyrftu ekki endalaust að þola ánauð spillts stjórnkerfis og fégráðugs ríkis. Lýðræðisflokkinn varð að stofna til að unnt verði að segja síðar meir að íslenskir kjósendur hafi sannarlega verið varaðir við þeirri hættu sem stöðugt nálgast: Þar sem vald og auður halda áfram að þjappast saman; þar sem íslenskir ráðamenn (nú væntanlega Alma, Víðir o.fl.) halda áfram að afhenda erlendum stofnunum (ESB, Nato, WHO, SÞ) stöðugt meiri áhrif, bæði innanlands og á sviði utanríkismála. Hvenær mun koma að því að Íslendingar hætti að kjósa flokka (og fólk) sem þekktir eru fyrir að blekkja kjósendur með innihaldslausum loforðum? Hvenær munu Íslendingar hætta að treysta flokkum sem ítrekað hafa valdið skattgreiðendum beinu fjárhagstjóni (með mistökum og spillingu) og óbeinu (með peningaprentun til að borga vanhugsuð loforð). Hvenær munu Íslendingar hætta að kjósa flokka sem slegið hafa leyndarhjúp um mikilvæg gögn (t.d. varðandi Icesave og bóluefnakaup)? Með ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins eru litlar líkur á að háar skuldir ríkissjóðs (nú ca. 1800 milljarðar) verði lækkaðar, þrátt fyrir að ríkið muni halda áfram að hækka skatta og gjöld! Framboð Lýðræðisflokksins þjónaði þvi hlutverki að skerpa athygli landsmanna gagnvart því sem fylgjast þarf með: Hvernig hulið erlent og innlent vald seilist til auðs og áhrifa, hvernig ríkisstyrktir fjölmiðlar hagræða sannleikanum í samræmi við pólitískan rétttrúnað, sem flestir stjórnmálamenn og stærstur hluti almennings endurtekur gagnrýnislaust. Dæmi: Flestir stjórnmálamenn (og kjósendur) virðast enn trúa því að átökin í Úkraínu hafi byrjað árið 2020 (en ekki 2014). Flestir trúa því sömuleiðis að sprautulyfin gegn Covid-19 hafi veitt vörn og ekki valdið umtalsverðum skaða). Ný ríkisstjórn mun vafalaust halda áfram að telja fólki trú um að við séum vel menntuð, frjálslynd, rík þjóð og meðal hamingjusömustu þjóða. Lýðræðisflokkurinn notaði ekki slíkan fagurgala, heldur raunsæi með því m.a. að benda á að þjóð sem státar sig af því að vera vel upplýst ætti ekki að eyðileggja heilsu sína með óheilbrigðum lífsstíl: Ef ekki verður tekið á rót vandans (guðleysi?) mun offita, kvíði, þunglyndi, félagsrof o.fl. knésetja heilbrigðiskerfið, bótakerfið og ríkissjóð. Ein meginforsenda þess að íslenskt lýðræði geti gengið í endurnýjun lífdaga er sú að menntakerfið dragi úr kennslu og prófum sem snúast um hugsunarlausa endurtekningu. Þess í stað ber að efla gagnrýna hugsun og hvetja nemendur til að virkja hæfileika sína og sköpunarkrafta. Að síðustu vil ég þakka öllum þeim sem studdu Lýðræðisflokkinn, öllum frambjóðendum fyrir hugrekkið og öllum sjálfboðaliðum fyrir óeigingjarnt framlag þeirra í þágu hugsjónar um betri framtíð. Á fundum okkar kviknaði neisti sem halda verður lífi í fram að næstu kosningum, þegar Íslendingar verða vonandi tilbúnir að meðtaka skilaboð flokksins um frið, frelsi, líf og ljós í baráttu við öfl sem ýta undir myrkvun hugans, frelsishöft og stríð. Þessi barátta er raunveruleg og hún er eilíf. Frammi fyrir þeim hörmungum sem á ganga í heiminum, frammi fyrir þeirri illsku sem sýnileg er alls staðar, getur enginn staðið aðgerðarlaus á hliðarlínunni án þess að flekka sjálfan sig. Eins og allir aðrir stendur þú frammi fyrir vali, kæri lesandi. Taktu þér stöðu réttu megin. Feldu þig ekki í hjörðinni. Fylgdu ekki meirihlutanum í blindni. Hlýddu samvisku þinni og sannfæringu. Láttu ekki aðra hugsa fyrir þig: Skylda þín er ekki auðveld, en hún er skýr: Þér ber að standa vörð um það sem er saklaust, gott, fagurt og satt. Höfundur er einn af stofnendum Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ofangreind orð komu frá einum af bestu sonum Íslands þegar við ræddum nú í haust um stofnun og framboð Lýðræðisflokksins. Já, við vissum að þetta yrði erfið sigling gegnum brimgarð ríkisrekinna stjórnmálaflokka sem auglýstu fyrir tugi milljóna; í gegnum múr ríkisstyrktra fjölmiðla; gegn innlendu og erlendu stofnanaveldi. Lýðræðisflokkurinn varð að komast á fót til að unnt væri að tjá, með skýrum hætti í kosningabaráttunni, að kjósendur geta haft áhrif og þyrftu ekki endalaust að þola ánauð spillts stjórnkerfis og fégráðugs ríkis. Lýðræðisflokkinn varð að stofna til að unnt verði að segja síðar meir að íslenskir kjósendur hafi sannarlega verið varaðir við þeirri hættu sem stöðugt nálgast: Þar sem vald og auður halda áfram að þjappast saman; þar sem íslenskir ráðamenn (nú væntanlega Alma, Víðir o.fl.) halda áfram að afhenda erlendum stofnunum (ESB, Nato, WHO, SÞ) stöðugt meiri áhrif, bæði innanlands og á sviði utanríkismála. Hvenær mun koma að því að Íslendingar hætti að kjósa flokka (og fólk) sem þekktir eru fyrir að blekkja kjósendur með innihaldslausum loforðum? Hvenær munu Íslendingar hætta að treysta flokkum sem ítrekað hafa valdið skattgreiðendum beinu fjárhagstjóni (með mistökum og spillingu) og óbeinu (með peningaprentun til að borga vanhugsuð loforð). Hvenær munu Íslendingar hætta að kjósa flokka sem slegið hafa leyndarhjúp um mikilvæg gögn (t.d. varðandi Icesave og bóluefnakaup)? Með ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins eru litlar líkur á að háar skuldir ríkissjóðs (nú ca. 1800 milljarðar) verði lækkaðar, þrátt fyrir að ríkið muni halda áfram að hækka skatta og gjöld! Framboð Lýðræðisflokksins þjónaði þvi hlutverki að skerpa athygli landsmanna gagnvart því sem fylgjast þarf með: Hvernig hulið erlent og innlent vald seilist til auðs og áhrifa, hvernig ríkisstyrktir fjölmiðlar hagræða sannleikanum í samræmi við pólitískan rétttrúnað, sem flestir stjórnmálamenn og stærstur hluti almennings endurtekur gagnrýnislaust. Dæmi: Flestir stjórnmálamenn (og kjósendur) virðast enn trúa því að átökin í Úkraínu hafi byrjað árið 2020 (en ekki 2014). Flestir trúa því sömuleiðis að sprautulyfin gegn Covid-19 hafi veitt vörn og ekki valdið umtalsverðum skaða). Ný ríkisstjórn mun vafalaust halda áfram að telja fólki trú um að við séum vel menntuð, frjálslynd, rík þjóð og meðal hamingjusömustu þjóða. Lýðræðisflokkurinn notaði ekki slíkan fagurgala, heldur raunsæi með því m.a. að benda á að þjóð sem státar sig af því að vera vel upplýst ætti ekki að eyðileggja heilsu sína með óheilbrigðum lífsstíl: Ef ekki verður tekið á rót vandans (guðleysi?) mun offita, kvíði, þunglyndi, félagsrof o.fl. knésetja heilbrigðiskerfið, bótakerfið og ríkissjóð. Ein meginforsenda þess að íslenskt lýðræði geti gengið í endurnýjun lífdaga er sú að menntakerfið dragi úr kennslu og prófum sem snúast um hugsunarlausa endurtekningu. Þess í stað ber að efla gagnrýna hugsun og hvetja nemendur til að virkja hæfileika sína og sköpunarkrafta. Að síðustu vil ég þakka öllum þeim sem studdu Lýðræðisflokkinn, öllum frambjóðendum fyrir hugrekkið og öllum sjálfboðaliðum fyrir óeigingjarnt framlag þeirra í þágu hugsjónar um betri framtíð. Á fundum okkar kviknaði neisti sem halda verður lífi í fram að næstu kosningum, þegar Íslendingar verða vonandi tilbúnir að meðtaka skilaboð flokksins um frið, frelsi, líf og ljós í baráttu við öfl sem ýta undir myrkvun hugans, frelsishöft og stríð. Þessi barátta er raunveruleg og hún er eilíf. Frammi fyrir þeim hörmungum sem á ganga í heiminum, frammi fyrir þeirri illsku sem sýnileg er alls staðar, getur enginn staðið aðgerðarlaus á hliðarlínunni án þess að flekka sjálfan sig. Eins og allir aðrir stendur þú frammi fyrir vali, kæri lesandi. Taktu þér stöðu réttu megin. Feldu þig ekki í hjörðinni. Fylgdu ekki meirihlutanum í blindni. Hlýddu samvisku þinni og sannfæringu. Láttu ekki aðra hugsa fyrir þig: Skylda þín er ekki auðveld, en hún er skýr: Þér ber að standa vörð um það sem er saklaust, gott, fagurt og satt. Höfundur er einn af stofnendum Lýðræðisflokksins.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar