ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar 5. desember 2024 20:31 Þegar hátíðarnar nálgast finna margir með ADHD fyrir aukinni áskorun í að halda jafnvægi milli gleði, skipulags og lífsstíls. Hátíðin getur orðið óviðráðanleg; við höfum öll séð það gerast, en það er samt hægt að búa til yndislegar stundir án þess að láta ADHD yfirtaka upplifunina. Hér deili ég nokkrum hugleiðingum um hvernig bæði þeir sem lifa með ADHD og aðstandendur þeirra geta notið jólanna á meðvitaðri og skemmtilegri hátt. ADHD og jólin – hvað er það sem skapar streituna? Einstaklingar með ADHD glíma oft við einkenni eins og skort á athygli, skipulagsleysi, og hvatvísi. Öll þessi atriði verða sérstaklega áberandi á stressandi tímabilum eins og um jólin. Að halda utan um gjafakaup, jólaboð, og það að vilja skapa fullkomna upplifun getur orðið ótrúlega þrúgandi. Skynörvun er einnig mjög sterk um jólin; skær ljós, hátt hljóðstig og margir hittingar geta verið yfirþyrmandi fyrir okkur sem eigum erfitt með að halda einbeitingu. Jólin eru ekki keppni í fullkomnun Það mikilvægasta sem ég hef lært á leið minni er að jólin eru ekki keppni í fullkomnun. Þau eru tækifæri til að búa til fallegar minningar. Við þurfum ekki að mæta öllu og vera allt fyrir alla. Að setja sér einföld markmið, eins og að velja nokkra mikilvæga hittinga og njóta þeirra í stað þess að þreyta sig á að mæta í allt, getur skapað mun betri upplifun. Hugsaðu um hvað skiptir þig mestu máli – hvort sem það er að eyða tíma með fjölskyldu, fara í einn vel valinn hitting, eða einfaldlega hvíla þig. Aðstandendur – Hvernig getið þið stutt ástvini með ADHD? Fyrir aðstandendur er mikilvægt að sýna samkennd og vera til staðar. Að búa til stuðningsnet þar sem ekki er þrýstingur á „að vera fullkomin“ er gjöf sem hefur langvarandi áhrif. Það getur hjálpað að spyrja hagnýtra spurninga eins og: „Hvernig get ég aðstoðað við að létta undir?“ eða „Er eitthvað sem við getum skipulagt saman til að gera jólaundirbúninginn skemmtilegri og minna stressandi?“ Fyrirgefið sjálfum ykkur og gleymið ekki hvíldinni Ég vil einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að gera ekki allt sem maður ætlar sér. Jólin eru fallegur tími en þau eru líka tímafrekar og þrúgandi. Að leyfa sér að hvíla sig á þessum tíma, að minnast á þörf fyrir hlé og að þekkja sín mörk eru mikilvægar aðferðir til að forðast kulnun. Hagnýt ráð til að nýta yfir jólin Skipulag er lykilatriði: Að setja upp dagatal með hittingum og gjafalista, forgangsraða og gera ekki of mikið. Byðja um hjálp: Að fá fjölskyldu og vini með í jólaundirbúninginn getur dregið úr álagi. Sveigjanleiki og sjálfsvitund: Að læra þekkja sín eigin mörk og hæfileikann til að breyta áætlunum ef streita fer yfir mörkin. Gefðu sjálfum þér góðvild: Fyrirgefið sjálfum ykkur ef eitthvað fer úrskeiðis – þetta er ekki keppni. Jól fyrir alla Jólin eiga að vera tími gleði og friðar. Fyrir þá sem lifa með ADHD og fyrir þá sem elska þá er mikilvægt að muna að fullkomnun er aldrei markmiðið. Það sem skiptir máli er að taka eftir grænu flöggunum í lífinu og búa til minningar sem styrkja okkur. Með þessu vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þessar pælingar hjálpi einhverjum að sigla betur í gegnum hátíðirnar.Höfundur er ICE viðurkenndur markþjálfi, rithöfundur og markaðsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Jól Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar hátíðarnar nálgast finna margir með ADHD fyrir aukinni áskorun í að halda jafnvægi milli gleði, skipulags og lífsstíls. Hátíðin getur orðið óviðráðanleg; við höfum öll séð það gerast, en það er samt hægt að búa til yndislegar stundir án þess að láta ADHD yfirtaka upplifunina. Hér deili ég nokkrum hugleiðingum um hvernig bæði þeir sem lifa með ADHD og aðstandendur þeirra geta notið jólanna á meðvitaðri og skemmtilegri hátt. ADHD og jólin – hvað er það sem skapar streituna? Einstaklingar með ADHD glíma oft við einkenni eins og skort á athygli, skipulagsleysi, og hvatvísi. Öll þessi atriði verða sérstaklega áberandi á stressandi tímabilum eins og um jólin. Að halda utan um gjafakaup, jólaboð, og það að vilja skapa fullkomna upplifun getur orðið ótrúlega þrúgandi. Skynörvun er einnig mjög sterk um jólin; skær ljós, hátt hljóðstig og margir hittingar geta verið yfirþyrmandi fyrir okkur sem eigum erfitt með að halda einbeitingu. Jólin eru ekki keppni í fullkomnun Það mikilvægasta sem ég hef lært á leið minni er að jólin eru ekki keppni í fullkomnun. Þau eru tækifæri til að búa til fallegar minningar. Við þurfum ekki að mæta öllu og vera allt fyrir alla. Að setja sér einföld markmið, eins og að velja nokkra mikilvæga hittinga og njóta þeirra í stað þess að þreyta sig á að mæta í allt, getur skapað mun betri upplifun. Hugsaðu um hvað skiptir þig mestu máli – hvort sem það er að eyða tíma með fjölskyldu, fara í einn vel valinn hitting, eða einfaldlega hvíla þig. Aðstandendur – Hvernig getið þið stutt ástvini með ADHD? Fyrir aðstandendur er mikilvægt að sýna samkennd og vera til staðar. Að búa til stuðningsnet þar sem ekki er þrýstingur á „að vera fullkomin“ er gjöf sem hefur langvarandi áhrif. Það getur hjálpað að spyrja hagnýtra spurninga eins og: „Hvernig get ég aðstoðað við að létta undir?“ eða „Er eitthvað sem við getum skipulagt saman til að gera jólaundirbúninginn skemmtilegri og minna stressandi?“ Fyrirgefið sjálfum ykkur og gleymið ekki hvíldinni Ég vil einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að gera ekki allt sem maður ætlar sér. Jólin eru fallegur tími en þau eru líka tímafrekar og þrúgandi. Að leyfa sér að hvíla sig á þessum tíma, að minnast á þörf fyrir hlé og að þekkja sín mörk eru mikilvægar aðferðir til að forðast kulnun. Hagnýt ráð til að nýta yfir jólin Skipulag er lykilatriði: Að setja upp dagatal með hittingum og gjafalista, forgangsraða og gera ekki of mikið. Byðja um hjálp: Að fá fjölskyldu og vini með í jólaundirbúninginn getur dregið úr álagi. Sveigjanleiki og sjálfsvitund: Að læra þekkja sín eigin mörk og hæfileikann til að breyta áætlunum ef streita fer yfir mörkin. Gefðu sjálfum þér góðvild: Fyrirgefið sjálfum ykkur ef eitthvað fer úrskeiðis – þetta er ekki keppni. Jól fyrir alla Jólin eiga að vera tími gleði og friðar. Fyrir þá sem lifa með ADHD og fyrir þá sem elska þá er mikilvægt að muna að fullkomnun er aldrei markmiðið. Það sem skiptir máli er að taka eftir grænu flöggunum í lífinu og búa til minningar sem styrkja okkur. Með þessu vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þessar pælingar hjálpi einhverjum að sigla betur í gegnum hátíðirnar.Höfundur er ICE viðurkenndur markþjálfi, rithöfundur og markaðsráðgjafi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun