Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar 20. desember 2024 08:02 Vetrarsólstöður eru á næsta leiti. Þegar klukkan er 19 mínútur yfir níu, nú á laugardaginn kemur. þá hefst hið fyrirsjáanlega undanhald skammdegis hér á Norðurhveli. Plánetan okkar hallar jú með tilliti til sólargangsins og senn hefst þá sá hluti hringferðar hennar, þar sem norðurhvelið sækir æ meiri birtu og yl allt þar til kemur að sjálfri jónsmessunni. Já, þannig er jú þessi hringferð öll. Eftir hálft ár ríkir ljósið eitt á himinhvolfinu. Sú bjarta nótt er í kristnum samfélögum kennd við manninn sem boðaði komu Krists, Jóhannes skírara. Jónsmessa dregur heiti sitt af honum og fyrir því eru ástæður sem mér finnast alltaf svo áhugaverðar. Því Jóhannes þessi var víst mikill ræðuskörungur og fólk flykktist að úr öllum áttum til að hlýða á erindi hans og boðskap. Og þar birtist okkur kunnuglegt stef úr mannlegu samfélagi. Vinsældir og lýðhylli geta gripið fólk heljartökum. Spyrjandi andlit, augu full aðdáunar og fólk sem hlýðir án þess að spyrja spurninga – slík viðbrögð geta dregið fram það versta úr fólki. Hversu mörg dæmi eigum við um leiðtoga sem gleymdu boðskap sínum, ef einhver var, og gerðu sjálfa sig að markmiði fylgjendanna? Hégóminn rís upp fyrir öll velsæmismörk. Já, þegar við stöfum íslenska orðið hégómi sjáum við að inni í því leynist þriggja stafa orð sem dregur saman þá ógn sem fólki getur stafað af slíkum vinsældum. Já, það er hið alþjóðlega hugtak ,,egó”. Hégóminn felur það inni í sér. Jóhannes þessi fær þess vegna þann heiður að bjartasta nótt ársins er kennd við hann. Honum virðist hafa verið ljós hættan sem fylgir egóinu. Hann ýtti frá sér öllu stórlæti þegar fólkið spurði hvort hann væri sá leiðtogi sem þau ættu að fylgja. Nei, Jóhannes skírari boðaði komu Krists. Hann kvaðst vera sá sem myndi ryðja brautina fyrir Jesú. Svo sagði hann þessi orð: ,,Hann á að vaxa en ég að minnka.” Svona tala einstaklingar sem eru hluti af einhverju stærra og meira en þeir sjálfir, hafa hugmyndir um betri heim, gæði sem standa ofar athygli, völdum og auði. Jóhannes boðaði að Jesús myndi hefja þjónustu sína. Hann dró sig svo í hlé svo Kristur mætti flytja sinn boðskap. Þegar sólin er hæst á lofti um sumarsólstöður, þá minnumst við Jóhannesar. Svo styttist sólargangurinn allt til þess, að myrkur grúfir yfir norðurhveli jarðar. Í dag erum við alveg hinum megin hvað möndulhallann varðar, nú eru vetrarsólstöður. Við íslendingar tölum reyndar um jól, en enskumælandi um Christmas, Kristsmessu. Sólin, í þeim skilningi miðlar boðskap Jóhannesar og Jesú. Ljósið og myrkrið eru sterk tákn, eins og messur Jóhannesar og Krists bera með sér. Jóhannes var spámaður. Spámenn benda á aðalatriðin, fá okkur til að hugsa um það sem mestu varðar en týna okkur ekki í öllu því sem hefur engin áhrif þegar upp er staðið. Það mikilvægasta er að við getum farið að dæmi Jóhannesar og hvílt egóið okkar þegar önnur og mikilvægari verðmæti standa okkur til boða. „Hann á að vaxa en ég á að minnka.“ Þessi orð ættu að vera okkur hugstæð ef við viljum berjast fyrir bættum heimi og betra samfélagi sem byggir á raunverulegum gildum og björtum hugsjónum. Og í kjölfar Kristsmessunnar tekur sólin að hækka á lofti að nýju. Sigur ljóssins á myrkrinu á sér ekki eingöngu stað í ríki náttúrunnar. Sú sigurstund getur með sama hætti orðið í sálarlífi okkar mannanna, þegar við veljum þann góða kost að fylgja boðskap Jesú Krists, sem sjálfur gekk fram í hógværð og hófsemd. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Vetrarsólstöður eru á næsta leiti. Þegar klukkan er 19 mínútur yfir níu, nú á laugardaginn kemur. þá hefst hið fyrirsjáanlega undanhald skammdegis hér á Norðurhveli. Plánetan okkar hallar jú með tilliti til sólargangsins og senn hefst þá sá hluti hringferðar hennar, þar sem norðurhvelið sækir æ meiri birtu og yl allt þar til kemur að sjálfri jónsmessunni. Já, þannig er jú þessi hringferð öll. Eftir hálft ár ríkir ljósið eitt á himinhvolfinu. Sú bjarta nótt er í kristnum samfélögum kennd við manninn sem boðaði komu Krists, Jóhannes skírara. Jónsmessa dregur heiti sitt af honum og fyrir því eru ástæður sem mér finnast alltaf svo áhugaverðar. Því Jóhannes þessi var víst mikill ræðuskörungur og fólk flykktist að úr öllum áttum til að hlýða á erindi hans og boðskap. Og þar birtist okkur kunnuglegt stef úr mannlegu samfélagi. Vinsældir og lýðhylli geta gripið fólk heljartökum. Spyrjandi andlit, augu full aðdáunar og fólk sem hlýðir án þess að spyrja spurninga – slík viðbrögð geta dregið fram það versta úr fólki. Hversu mörg dæmi eigum við um leiðtoga sem gleymdu boðskap sínum, ef einhver var, og gerðu sjálfa sig að markmiði fylgjendanna? Hégóminn rís upp fyrir öll velsæmismörk. Já, þegar við stöfum íslenska orðið hégómi sjáum við að inni í því leynist þriggja stafa orð sem dregur saman þá ógn sem fólki getur stafað af slíkum vinsældum. Já, það er hið alþjóðlega hugtak ,,egó”. Hégóminn felur það inni í sér. Jóhannes þessi fær þess vegna þann heiður að bjartasta nótt ársins er kennd við hann. Honum virðist hafa verið ljós hættan sem fylgir egóinu. Hann ýtti frá sér öllu stórlæti þegar fólkið spurði hvort hann væri sá leiðtogi sem þau ættu að fylgja. Nei, Jóhannes skírari boðaði komu Krists. Hann kvaðst vera sá sem myndi ryðja brautina fyrir Jesú. Svo sagði hann þessi orð: ,,Hann á að vaxa en ég að minnka.” Svona tala einstaklingar sem eru hluti af einhverju stærra og meira en þeir sjálfir, hafa hugmyndir um betri heim, gæði sem standa ofar athygli, völdum og auði. Jóhannes boðaði að Jesús myndi hefja þjónustu sína. Hann dró sig svo í hlé svo Kristur mætti flytja sinn boðskap. Þegar sólin er hæst á lofti um sumarsólstöður, þá minnumst við Jóhannesar. Svo styttist sólargangurinn allt til þess, að myrkur grúfir yfir norðurhveli jarðar. Í dag erum við alveg hinum megin hvað möndulhallann varðar, nú eru vetrarsólstöður. Við íslendingar tölum reyndar um jól, en enskumælandi um Christmas, Kristsmessu. Sólin, í þeim skilningi miðlar boðskap Jóhannesar og Jesú. Ljósið og myrkrið eru sterk tákn, eins og messur Jóhannesar og Krists bera með sér. Jóhannes var spámaður. Spámenn benda á aðalatriðin, fá okkur til að hugsa um það sem mestu varðar en týna okkur ekki í öllu því sem hefur engin áhrif þegar upp er staðið. Það mikilvægasta er að við getum farið að dæmi Jóhannesar og hvílt egóið okkar þegar önnur og mikilvægari verðmæti standa okkur til boða. „Hann á að vaxa en ég á að minnka.“ Þessi orð ættu að vera okkur hugstæð ef við viljum berjast fyrir bættum heimi og betra samfélagi sem byggir á raunverulegum gildum og björtum hugsjónum. Og í kjölfar Kristsmessunnar tekur sólin að hækka á lofti að nýju. Sigur ljóssins á myrkrinu á sér ekki eingöngu stað í ríki náttúrunnar. Sú sigurstund getur með sama hætti orðið í sálarlífi okkar mannanna, þegar við veljum þann góða kost að fylgja boðskap Jesú Krists, sem sjálfur gekk fram í hógværð og hófsemd. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun