Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar 20. desember 2024 13:00 Nú fara hinir heilögu jóladagar að skella á. Stressið fer vonandi að minnka á flestum heimilum. Búið er að stilla upp vel skreyttum jólagjöfum undir jólatréð og fjölskyldur gefa sér tíma i að njóta samverunnar við tindrandi jólaljós, huggulega jólatónlist og lokkandi ilm úr eldhúsinu. Eða er það alltaf raunin? Jóladagarnir skella á, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Desember kemur, alveg eins og aðrir mánuðir, við höfum ekkert um það að segja. Allt planið, allir dagarnir, jólapeysudagur, sparinesti, jólaball, kirkjuheimsóknir, jólaleikritin, kósýdagur, jólavinaleikir, jólahlaðborð, jólaglöggið, jólatónleikarnir og allt hitt. Svo kemur að hinum heilögu jóladögum og við erum búin á líkama og sál. Börn og fullorðnir. Ár eftir ár. Næstu jól verðum við á Tene! Það er þekkt fyrirbæri að Janúar sé leiðinlegasti mánuður ársins. Langur, leiðinlegur, dimmur og bara alls ekkert í gangi. Síðan kemur febrúar, ekki er hann skárri, þó hann sé styttri. Ekkert að frétta. Mars fylgir i kjölfarið og hann getur verið bæði ágætur eða langur og leiðinlegur. Fer eftir því hvar páskarnir lenda.Þegar betur er að gáð höfum við þarna rúma/tæpa þrjá mánuði þar sem er orðið samfélagslega samþykkt að hata. Kannski ósjálfráð leið til þess að hægja á eftir jólahátíðina? En ef við breytum þessu og minnkum álagið i desember í leiðinni? Minnka álag og lengja gleði? Er það ekki eitthvað? Skellum í kósýdag með sparinesti aðra vikuna í janúar þegar jólaljósin fara að dofna og það er búið að hirða upp jólatrén. Tökum þriðju vikuna í janúar og hendum í leynivinaleik í vinnunni, endum svo á góðum happy eftir vinnu á föstudeginum. Höfum ljótupeysu keppni í febrúar og bjóðum í matarboð. Gerum vetrarleikrit um snjókallinn sem bráðnaði, eða um hvað janúar var langur. Við getum nefnilega fundið jólaandann og upplifað jólagleðina sem anda og gleði ótengt mánuði. Það þarf bara aðeins að endurskoða. Með þessu er ekki verið að segja að sleppa öllu í desember og bara liggja upp i sófa og bíða eftir að jólaandinn komi sjálfkrafa yfir. Heldur að dreifa álaginu og þannig halda i gleðina lengur. Auðvitað gerum við allskonar jólalegt í desember, en pössum álagið á okkur, börnin okkar og annað samferða fólk, Hlustum á hjartað, sálina og líkamann okkar og segjum stopp þegar við finnum að við þurfum þess. Hinir heilögu jóladagar skella á, sama hvað. Ef við dreifum álaginu getum við kannski notið þeirra betur og farið bara hress og kát inn í nýtt ár. Munum að það er i lagi að hægja á. Það gerir það samt engin fyrir okkur, við verðum að gera það sjálf.Jólin eru kertaljós og knús! Tökum utan um hvort annað, njótum líðandi stundar eins og við getum og munum að það er bara allt í lagi að líða allskonar og það koma fleiri mánuðir eftir desember! Höfundur er áhugakona um rólegheit og janúaraðdáandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú fara hinir heilögu jóladagar að skella á. Stressið fer vonandi að minnka á flestum heimilum. Búið er að stilla upp vel skreyttum jólagjöfum undir jólatréð og fjölskyldur gefa sér tíma i að njóta samverunnar við tindrandi jólaljós, huggulega jólatónlist og lokkandi ilm úr eldhúsinu. Eða er það alltaf raunin? Jóladagarnir skella á, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Desember kemur, alveg eins og aðrir mánuðir, við höfum ekkert um það að segja. Allt planið, allir dagarnir, jólapeysudagur, sparinesti, jólaball, kirkjuheimsóknir, jólaleikritin, kósýdagur, jólavinaleikir, jólahlaðborð, jólaglöggið, jólatónleikarnir og allt hitt. Svo kemur að hinum heilögu jóladögum og við erum búin á líkama og sál. Börn og fullorðnir. Ár eftir ár. Næstu jól verðum við á Tene! Það er þekkt fyrirbæri að Janúar sé leiðinlegasti mánuður ársins. Langur, leiðinlegur, dimmur og bara alls ekkert í gangi. Síðan kemur febrúar, ekki er hann skárri, þó hann sé styttri. Ekkert að frétta. Mars fylgir i kjölfarið og hann getur verið bæði ágætur eða langur og leiðinlegur. Fer eftir því hvar páskarnir lenda.Þegar betur er að gáð höfum við þarna rúma/tæpa þrjá mánuði þar sem er orðið samfélagslega samþykkt að hata. Kannski ósjálfráð leið til þess að hægja á eftir jólahátíðina? En ef við breytum þessu og minnkum álagið i desember í leiðinni? Minnka álag og lengja gleði? Er það ekki eitthvað? Skellum í kósýdag með sparinesti aðra vikuna í janúar þegar jólaljósin fara að dofna og það er búið að hirða upp jólatrén. Tökum þriðju vikuna í janúar og hendum í leynivinaleik í vinnunni, endum svo á góðum happy eftir vinnu á föstudeginum. Höfum ljótupeysu keppni í febrúar og bjóðum í matarboð. Gerum vetrarleikrit um snjókallinn sem bráðnaði, eða um hvað janúar var langur. Við getum nefnilega fundið jólaandann og upplifað jólagleðina sem anda og gleði ótengt mánuði. Það þarf bara aðeins að endurskoða. Með þessu er ekki verið að segja að sleppa öllu í desember og bara liggja upp i sófa og bíða eftir að jólaandinn komi sjálfkrafa yfir. Heldur að dreifa álaginu og þannig halda i gleðina lengur. Auðvitað gerum við allskonar jólalegt í desember, en pössum álagið á okkur, börnin okkar og annað samferða fólk, Hlustum á hjartað, sálina og líkamann okkar og segjum stopp þegar við finnum að við þurfum þess. Hinir heilögu jóladagar skella á, sama hvað. Ef við dreifum álaginu getum við kannski notið þeirra betur og farið bara hress og kát inn í nýtt ár. Munum að það er i lagi að hægja á. Það gerir það samt engin fyrir okkur, við verðum að gera það sjálf.Jólin eru kertaljós og knús! Tökum utan um hvort annað, njótum líðandi stundar eins og við getum og munum að það er bara allt í lagi að líða allskonar og það koma fleiri mánuðir eftir desember! Höfundur er áhugakona um rólegheit og janúaraðdáandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun