Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2024 15:06 Stefán Broddi segir að það bráðvanti börn í leikskólann á Hvanneyri en þar er fínn leikskóli. Hægt er að fá lóðir á staðnum vilji fólk byggja og flytja þangað með börnin sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárhagsstaða Borgarbyggðar er góð enda er búið að framkvæma mikið á árinu og nýtt ár verður líka mikið framkvæmdarár. Nú er til dæmis verið að endurbyggja grunnskólann á Kleppjárnsreykjum en á sama tíma bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri. Borgarbyggð er stórt og víðfeðmt sveitarfélag en íbúar skiptast nokkuð jafnt, sem búa í þéttbýlinu í Borgarnesi og svo í dreifbýlinu. Framkvæmdir fara nú að hefjast við byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi, sem verður fyrst og fremst knatthús og svo eru heilmiklar aðrar framkvæmdir í gangi eða eru að fara af stað á nýju ári. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Árið hefur gengið vel en vissulega hefur þetta verið heilmikið framkvæmdaár nú þegar. Við erum í endurbyggingu að hluta skóla húsnæðisins á Kleppjárnsreykjum, þannig að þar er verið að endurbyggja skólann og síðan hefur verið töluverð uppbygging í gatnagerð hjá okkur og við erum mjög von góð með það að fljótlega á nýju ári verði töluvert framboð á nýjum lóðum þá bæði í Borgarnesi og svo auðvitað eru nýjar lóðir til úthlutunar á Hvanneyri. Á Hvanneyri erum við á þeim stað að okkur bráðvantar krakka á leikskólann,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segist vera mjög vongóður um að íbúum Borgarbyggðar fjölgi jafn og þétt enda dásamlegt að búa í sveitarfélaginu. Er ykkur að fjölga eða fækka eða hvað? „Bæði árin tuttugu og tvö og tuttugu og þrjú þá fjölgaði íbúum sveitarfélagsins um tæp sex prósent hvort ár þannig að það var mjög krafmikil fjölgun síðastliðin tvö ár. Á þessu ári er okkur að fjölga í takt við það sem gerist á landinu eða um tvö prósent.“ Stefán Broddi Guðjónsson, sem er sveitarstjóri Borgarbyggðar. Nýtt ár leggst vel í hann og íbúa sveitarfélagsins.Aðsend En hvernig leggst nýtt ár, 2025 í íbúa Borgarbyggðar? „Ég held að árið leggist nokkuð vel í íbúa hér, þannig að já, ég held að við göngum bara nokkuð vongóð inn í nýtt ár,“ segir Stefán Broddi. Borgarbyggð Leikskólar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Borgarbyggð er stórt og víðfeðmt sveitarfélag en íbúar skiptast nokkuð jafnt, sem búa í þéttbýlinu í Borgarnesi og svo í dreifbýlinu. Framkvæmdir fara nú að hefjast við byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi, sem verður fyrst og fremst knatthús og svo eru heilmiklar aðrar framkvæmdir í gangi eða eru að fara af stað á nýju ári. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Árið hefur gengið vel en vissulega hefur þetta verið heilmikið framkvæmdaár nú þegar. Við erum í endurbyggingu að hluta skóla húsnæðisins á Kleppjárnsreykjum, þannig að þar er verið að endurbyggja skólann og síðan hefur verið töluverð uppbygging í gatnagerð hjá okkur og við erum mjög von góð með það að fljótlega á nýju ári verði töluvert framboð á nýjum lóðum þá bæði í Borgarnesi og svo auðvitað eru nýjar lóðir til úthlutunar á Hvanneyri. Á Hvanneyri erum við á þeim stað að okkur bráðvantar krakka á leikskólann,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segist vera mjög vongóður um að íbúum Borgarbyggðar fjölgi jafn og þétt enda dásamlegt að búa í sveitarfélaginu. Er ykkur að fjölga eða fækka eða hvað? „Bæði árin tuttugu og tvö og tuttugu og þrjú þá fjölgaði íbúum sveitarfélagsins um tæp sex prósent hvort ár þannig að það var mjög krafmikil fjölgun síðastliðin tvö ár. Á þessu ári er okkur að fjölga í takt við það sem gerist á landinu eða um tvö prósent.“ Stefán Broddi Guðjónsson, sem er sveitarstjóri Borgarbyggðar. Nýtt ár leggst vel í hann og íbúa sveitarfélagsins.Aðsend En hvernig leggst nýtt ár, 2025 í íbúa Borgarbyggðar? „Ég held að árið leggist nokkuð vel í íbúa hér, þannig að já, ég held að við göngum bara nokkuð vongóð inn í nýtt ár,“ segir Stefán Broddi.
Borgarbyggð Leikskólar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira