Alls kyns jól um allan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 25. desember 2024 20:03 Fjölbreytileg yfirferð á jólum um allan heim í kvöldfréttum. vísir Jólin voru haldin hátíðleg um allan heim, líka í Damaskus í Sýrlandi og Betlehem, fæðingarstað Jesú Krists. Frans páfi lagði áherslu á frið í prédikun sinni í dag. Jólahefðirnar eru jafn misjafnar og fólkið er margt. Hópur fólks í Berlín byrjaði daginn til dæmis á að synda í Oranke vatni áður en hann hélt af stað í sálmasöng. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var komið víða við á í yfirferð um jólahöld. Hátíðarhöldin voru á svipuðum nótum í Sydney í Ástralíu, þar sem mikill fjöldi skemmti sér á ströndinni í sumarsólinni, á meðan aðrir héldu hefðbundnari jól í kirkjum borgarinnar. Fyrsta jólamessan í fimm ár var haldin í frúarkirkjunni í París og kristnir í Írak héldu upp á daginn, þrátt fyrir mikinn ótta og óörugga framtíð í landinu. „Við erum hluti af Írak. En við munum yfirgefa landið ef tækifærði gefst vegna þess að ástandið hér er óstöðugt. Okkur líður eins og þeir gætu kippt undan okkur fótunum hvenær sem er. Framtíð okkar er óviss hér,“ er haft eftir Bayda Nadhim íbúa í Teleskaf. Minnihlutahópar kristinna í Pakistan héldu upp á sín jól sem og í Sýrlandi, þar sem eru miklir umbrotatímar. Samfélag kristinna stækkar ört í Peking og var jólamessan í dómkirkju borgarinnar þétt setin. Sem fyrr var hátíðlega jólamessa í Betlehem - heimafólk og aðkomumenn saman komnir til að fagna fæðingu frelsarans. Aðfangadagur var fyrsti dagur fagnaðarárs kaþólikka og voru helgar dyr Péturskirkju í Vatíkaninu opnaðar almenningi en þær eru venjulega lokaðar aðkomufólki. „Maður fyllist auðmýkt við að ganga í gegnum dyrnar að það verður að eins konar losunað þegar þú ferð í gegn er það eins og útrás, þetta er tilfinningalosun“ segir Blanca Martin pílagrími frá Bandaríkjunum, sem heimsótti Péturskirkjuna í dag. Páfinn kallaði eftir friði í Úkraínu og Súdan, og lýsti áhyggjum af stöðunni í Mið-Austurlöndum, í predikun sinni í dag. „Megi ómur hernaðar þagna í Mið-Austurlöndum. Þegar ég hugsa um jötuna í Betlehem, veðrur mér hugsað til kristinna samfélaga í Ísrael og Palestínu, sérstaklega Gasa, þar sem mannúðarástandið er grafalvarlegt,“ Jól Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Sjá meira
Jólahefðirnar eru jafn misjafnar og fólkið er margt. Hópur fólks í Berlín byrjaði daginn til dæmis á að synda í Oranke vatni áður en hann hélt af stað í sálmasöng. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var komið víða við á í yfirferð um jólahöld. Hátíðarhöldin voru á svipuðum nótum í Sydney í Ástralíu, þar sem mikill fjöldi skemmti sér á ströndinni í sumarsólinni, á meðan aðrir héldu hefðbundnari jól í kirkjum borgarinnar. Fyrsta jólamessan í fimm ár var haldin í frúarkirkjunni í París og kristnir í Írak héldu upp á daginn, þrátt fyrir mikinn ótta og óörugga framtíð í landinu. „Við erum hluti af Írak. En við munum yfirgefa landið ef tækifærði gefst vegna þess að ástandið hér er óstöðugt. Okkur líður eins og þeir gætu kippt undan okkur fótunum hvenær sem er. Framtíð okkar er óviss hér,“ er haft eftir Bayda Nadhim íbúa í Teleskaf. Minnihlutahópar kristinna í Pakistan héldu upp á sín jól sem og í Sýrlandi, þar sem eru miklir umbrotatímar. Samfélag kristinna stækkar ört í Peking og var jólamessan í dómkirkju borgarinnar þétt setin. Sem fyrr var hátíðlega jólamessa í Betlehem - heimafólk og aðkomumenn saman komnir til að fagna fæðingu frelsarans. Aðfangadagur var fyrsti dagur fagnaðarárs kaþólikka og voru helgar dyr Péturskirkju í Vatíkaninu opnaðar almenningi en þær eru venjulega lokaðar aðkomufólki. „Maður fyllist auðmýkt við að ganga í gegnum dyrnar að það verður að eins konar losunað þegar þú ferð í gegn er það eins og útrás, þetta er tilfinningalosun“ segir Blanca Martin pílagrími frá Bandaríkjunum, sem heimsótti Péturskirkjuna í dag. Páfinn kallaði eftir friði í Úkraínu og Súdan, og lýsti áhyggjum af stöðunni í Mið-Austurlöndum, í predikun sinni í dag. „Megi ómur hernaðar þagna í Mið-Austurlöndum. Þegar ég hugsa um jötuna í Betlehem, veðrur mér hugsað til kristinna samfélaga í Ísrael og Palestínu, sérstaklega Gasa, þar sem mannúðarástandið er grafalvarlegt,“
Jól Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Sjá meira