Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar 25. desember 2024 22:59 Við höfum lengi búið okkur undir stundirnar sem hófust þegar klukkan sló sex nú i kvöld. Átján mínútum áður var jafnan hefðbundin þögn á gömlu Gufunni. Já, hlé frá 17:42 allt til þess að hljómur kirkjuklukkna úr Dómkirkjunni tók að óma í viðtækjunum. Það var eins og skilaboð um að mínúturnar fyrir jól séu tími biðar og eftirvæntingar, sem þær sannarlega eru – því þegar jólin ganga í garð er tíðin runnin upp, sjálf hátíðin. Við skynjum það líklega best á þessum tíma hvers virði það hefur að nema staðar og segja við sjálfan sig: stundin er núna. Þrenging í eintölu Hvað tíminn er merkilegt fyrirbæri. Stundaglasið lýsir honum vel. Efra hólfið sýnir framtíðina. Hið neðra er fortíðin. Þar á milli er einhver þrenging þar sem sandurinn rennur hratt í gegn. Það er nútíðin: hreyfingin frá hinu liðna til hins ókomna. Þrengingin í okkar lífi er hér og nú. Hérna rennur sandurinn í gegn og um leið og við segjum orðið ,,núna” hverfur orðið inn í fortíðina. Stærstu áfangar sögunnar gerðust í þessari þrengingu, þótt nú séu þeir allir komnir í neðra hólfið. Þegar þeir runnu upp: Merkisdagar þjóðar, áfangar í sögu mannkyns, fögnuður og hörmunga, voru atburðirnir hluti líðandi stundar. Allt heyrir það til í fortíðar en mótar okkur enn þann dag í dag. Á því augnarbliki sem tíðindin urðu gat fólk sagt við sjálft sig: stundin er núna. En þetta segjum við samt alltof sjaldan. Of oft gerist það að við hverfum ofan í sand liðinna daga, vikna, ára – eða byltum okkur í kviksyndi þess sem ókomið er. Við finnum aldrei þann þrönga stíg sem þó er vettvangur lífs okkar. Við eigum það til að lifa lífi okkar í endurskini minninga eða dveljum í von eða ótta um hið ókomna. Allt lífið er þó hér og nú. Sá sem játar því vinnur mikinn sigur. Þetta er ekki ábyrgðarleysi, þvert á móti. Þetta er einn lykillinn að því að geta lifað innihaldsríku lífi. Þetta er lykillinn að því að geta lifað, starfað og notið á þeirri stundu sem allt líf okkar fer fram á. Jólin eru núna Jólin eru núna og jólahátíðin er tími líðandi stundar. Texti jólaguðspjallsins geymir vísbendingar um það: „En það bar til um þessar mundir“ segir í upphafi hans. „Um þessar mundir“ er það ekki einmitt nú? „En meðan þau voru þar“ segir um þann atburð þegar frelsarinn fæddist. Og þar sem hirðar sátu á Bethlehemsvöllum, skyndilega umkringdir englaher þar sem niðamyrkið ljómaði upp fengu þeir þessi tíðindi: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Í dag: Núna. Textinn er óður til þess sem er og gerist á hverri stundu. Skilaboðin eru þau að þótt atburðurinn hafi vissulega gerst hér fyrir langalöngu – já frá honum miðum við tímatal okkar – þá er hann engu að síður núna. Í Jesú Kristi mætist fortíð, framtíð og nútíð. Fæðing hans og þjónusta er sögulegur veruleiki. Hann mun koma í dýrð sinni eins og segir í trúarjátningu okkar. En fyrir okkur eru skilaboðin hins vegar skýr: Hann kemur inn í líf okkar, auðgar það og glæðir. Hann fyllir það innihaldi og umfram allt minnir okkur á það að taka þátt í lífinu: að gefa, hjálpa og styðja aðra. Og kunna að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er sá hinn sami og sagði: „morgundagurinn mun eiga sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“ Það er munur á þrengingu og þrengingum. Þrengingin er andartakið núna, þar sem við dveljum. Lausnarinn og lífgjafinn vill færa okkur þá skynjun að við eigum að fanga tilveruna og nýta hana á hverri stundu. Nú eru jólin runnin upp. Fyrir skömmu voru þau í framtíð. Senn verða þau í fortíð. Nú er það nútíð. Svona orðum við tíðirnar á íslensku. En jólin eru auðvitað engin venjuleg nútíð: þau er hátíð. Já við eigum þetta orð yfir atburði sem þessa. Það eru stundir sem þessar sem kalla okkur til umhugsunar og ábyrgðar á eigin lífi og tilvist. Þær hvetja okkur til þess að hugleiða dagana og árin okkar og minna okkur á það að leggja rækt við það sem skiptir mestu máli. Með þeim hætti getur hátíðin auðgað vitund okkar fyrir öðrum þeim tíðum. Þær fæðast og deyja í sömu andrá, en eru þó þegar á allt er litið, sjálfur vettvangur lífs okkar og tilveru. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Jól Þjóðkirkjan Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Við höfum lengi búið okkur undir stundirnar sem hófust þegar klukkan sló sex nú i kvöld. Átján mínútum áður var jafnan hefðbundin þögn á gömlu Gufunni. Já, hlé frá 17:42 allt til þess að hljómur kirkjuklukkna úr Dómkirkjunni tók að óma í viðtækjunum. Það var eins og skilaboð um að mínúturnar fyrir jól séu tími biðar og eftirvæntingar, sem þær sannarlega eru – því þegar jólin ganga í garð er tíðin runnin upp, sjálf hátíðin. Við skynjum það líklega best á þessum tíma hvers virði það hefur að nema staðar og segja við sjálfan sig: stundin er núna. Þrenging í eintölu Hvað tíminn er merkilegt fyrirbæri. Stundaglasið lýsir honum vel. Efra hólfið sýnir framtíðina. Hið neðra er fortíðin. Þar á milli er einhver þrenging þar sem sandurinn rennur hratt í gegn. Það er nútíðin: hreyfingin frá hinu liðna til hins ókomna. Þrengingin í okkar lífi er hér og nú. Hérna rennur sandurinn í gegn og um leið og við segjum orðið ,,núna” hverfur orðið inn í fortíðina. Stærstu áfangar sögunnar gerðust í þessari þrengingu, þótt nú séu þeir allir komnir í neðra hólfið. Þegar þeir runnu upp: Merkisdagar þjóðar, áfangar í sögu mannkyns, fögnuður og hörmunga, voru atburðirnir hluti líðandi stundar. Allt heyrir það til í fortíðar en mótar okkur enn þann dag í dag. Á því augnarbliki sem tíðindin urðu gat fólk sagt við sjálft sig: stundin er núna. En þetta segjum við samt alltof sjaldan. Of oft gerist það að við hverfum ofan í sand liðinna daga, vikna, ára – eða byltum okkur í kviksyndi þess sem ókomið er. Við finnum aldrei þann þrönga stíg sem þó er vettvangur lífs okkar. Við eigum það til að lifa lífi okkar í endurskini minninga eða dveljum í von eða ótta um hið ókomna. Allt lífið er þó hér og nú. Sá sem játar því vinnur mikinn sigur. Þetta er ekki ábyrgðarleysi, þvert á móti. Þetta er einn lykillinn að því að geta lifað innihaldsríku lífi. Þetta er lykillinn að því að geta lifað, starfað og notið á þeirri stundu sem allt líf okkar fer fram á. Jólin eru núna Jólin eru núna og jólahátíðin er tími líðandi stundar. Texti jólaguðspjallsins geymir vísbendingar um það: „En það bar til um þessar mundir“ segir í upphafi hans. „Um þessar mundir“ er það ekki einmitt nú? „En meðan þau voru þar“ segir um þann atburð þegar frelsarinn fæddist. Og þar sem hirðar sátu á Bethlehemsvöllum, skyndilega umkringdir englaher þar sem niðamyrkið ljómaði upp fengu þeir þessi tíðindi: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Í dag: Núna. Textinn er óður til þess sem er og gerist á hverri stundu. Skilaboðin eru þau að þótt atburðurinn hafi vissulega gerst hér fyrir langalöngu – já frá honum miðum við tímatal okkar – þá er hann engu að síður núna. Í Jesú Kristi mætist fortíð, framtíð og nútíð. Fæðing hans og þjónusta er sögulegur veruleiki. Hann mun koma í dýrð sinni eins og segir í trúarjátningu okkar. En fyrir okkur eru skilaboðin hins vegar skýr: Hann kemur inn í líf okkar, auðgar það og glæðir. Hann fyllir það innihaldi og umfram allt minnir okkur á það að taka þátt í lífinu: að gefa, hjálpa og styðja aðra. Og kunna að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er sá hinn sami og sagði: „morgundagurinn mun eiga sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“ Það er munur á þrengingu og þrengingum. Þrengingin er andartakið núna, þar sem við dveljum. Lausnarinn og lífgjafinn vill færa okkur þá skynjun að við eigum að fanga tilveruna og nýta hana á hverri stundu. Nú eru jólin runnin upp. Fyrir skömmu voru þau í framtíð. Senn verða þau í fortíð. Nú er það nútíð. Svona orðum við tíðirnar á íslensku. En jólin eru auðvitað engin venjuleg nútíð: þau er hátíð. Já við eigum þetta orð yfir atburði sem þessa. Það eru stundir sem þessar sem kalla okkur til umhugsunar og ábyrgðar á eigin lífi og tilvist. Þær hvetja okkur til þess að hugleiða dagana og árin okkar og minna okkur á það að leggja rækt við það sem skiptir mestu máli. Með þeim hætti getur hátíðin auðgað vitund okkar fyrir öðrum þeim tíðum. Þær fæðast og deyja í sömu andrá, en eru þó þegar á allt er litið, sjálfur vettvangur lífs okkar og tilveru. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun