Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 29. desember 2024 09:01 Það er með miklum ólíkindum að við séum komin á þann stað árið 2024 að fyrirtæki í veitingarekstri, SVEIT, skuli sjá ástæðu til þess að stofna með sér gervi stéttarfélag „Virðingu“ til þess eins að brjóta niður lágmarksréttindi verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. Það er, réttindi fólks sem situr á botninum þegar kemur að kjörum, svo vitnað sé í gildandi kjarasamning SGS og SA fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Hafið mikla skömm fyrir en réttlætið mun sigra að lokum. Til að kóróna vitleysuna handvöldu sömu atvinnurekendur vini og vandamenn í stjórn stéttarfélagsins, sér til hagsbóta. Gjörningur sem þessi minnir helst á stjórnsýslu fyrri tíma hjá ríkjum sem hafa ekki verið hátt skrifuð í alþjóðasamfélaginu fyrir lýðræði eða almenn mannréttindi. Vitað er að stór hluti þeirra sem starfa á veitingastöðum á Íslandi er erlent vinnuafl og ungt fólk, ekki síst skólafólk, sem er að stiga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Vinnuafl, sem hefur litla sem enga þekkingu á réttindamálum og skyldum sem tengist störfum þeirra á vinnumarkaði. Að sjálfsögðu á það ekki að líðast að ákveðin fyrirtæki í veitingarekstri komist upp með að nýta sér þennan veikleika og yfirburði gagnvart fólki í þessari stöðu. Verkalýðshreyfingin verður að bregðast við þessum aðstæðum að fullri hörku enda um alvarlega aðför að réttindabaráttu íslensks verkafólks að ræða, sem á sér langa sögu eða frá upphafi síðustu aldar. Þá er ekki í boði fyrir Samtök atvinnulífsins að sitja hjá, það er þeirra að tryggja að fyrirtæki í atvinnurekstri virði umsamda kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Látum ekki „græðgispésanna“ í veitingageiranum komast upp með ofbeldi gagnvart þeim tekjulægstu á vinnumarkaði með gervi kjarasamningi. Hvað næst? Það er ekki óeðlilegt að menn velti fyrir sér, hvað gerist næst? Frjálshyggjumenn innan Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp til laga á Alþingi fyrir nokkrum misserum um félagafrelsi á vinnumarkaði sem dagaði uppi sem betur fer og rykfellur nú á hillum Alþingis. Þannig vildu þeir draga úr vægi verkalýðshreyfingarinnar í anda SVEIT. Pappírstætarinn er vonandi næsti viðkomustaður frumvarpsins. Sem betur fer var ekki eftirspurn eftir þessum niðurrifsmönnum í síðustu Alþingiskosningum til frekari starfa fyrir land og þjóð. Þeirra bíður nú flestra að leita sér að annarri vinnu, væntanlega munu þeir þó forðast eins og heitan eldinn að hefja vinnu á veitingastöðum sem tengjast SVEIT, enda kjörin þar langt fyrir neðan lágmarkskjör á Íslandi velji þeir að ganga í Virðingu. Það er ekki bara að frjálshyggjuliðið á Íslandi telji sig sjá ljósið með því að veikja verkalýðshreyfinguna. Það sama á við um hin Norðurlöndin. Í skjóli þessara afla hafa atvinnurekendur gert sitt til að draga úr vægi norrænnar verkalýðshreyfingar, sem er reyndar óskiljanlegt með öllu, þar sem sterk verkalýðshreyfing er hornsteinn hverrar þjóðar og tákn um virkt lýðræði. Eftir að hafa tekið þátt í norrænu samstarfi á sviði réttindabaráttu verkafólks auk þess að fara fyrir ferðaþjónustusamningi SGS og SA í síðustu kjaraviðræðum við SA, ásamt góðu samstarfsfólki innan SGS, skynjar maður mikilvægi þess að verkalýðshreyfingin standi vaktina líkt og Efling hefur gert síðustu vikurnar varðandi gervistéttarfélagið Virðingu. Aðförin að réttindamálum verkafólks er slík að það duga engin vettlingatök. Er það virkilega þannig að SVEIT ætli sér að einangrast í veitingageiranum á Íslandi? Á Norðurlöndunum þekkist það að gestir séu varaðir við veitingastöðum sem virða ekki löglega gerða kjarasamninga, er það framtíðin á Íslandi? Vonandi ekki, enda virði SVEIT leikreglur á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum er óheimilt að semja um lakari kjör en kveðið er á um í almennum kjarasamningum. Undir þessum skrifum kemur upp í hugann þegar ég heimsótti verkalýðshreyfinguna í Eystrasaltsríkjunum og fékk að tala við erlenda starfsmenn frá Rússlandi sem störfuðu á veitingastöðum. Þar kom fram að það tíðkaðist að starfsmönnum væri gert að afhenda vegabréf sín við ráðningu ætluðu þeir sér að fá vinnu. Þannig vildu atvinnurekendur tryggja að starfsmenn gætu ekki yfirgefið vinnustaðina nema með þeirra leyfi við starfslok. Eðlilega fannst þeim mjög vegið að sínum mannréttindum og sjálfstæði, en neyð þeirra gerði það að verkum að þeir gengu að þessum afarkostum. Getur verið að við förum að sjá þetta gerast á Íslandi? Miðað við aðför SVEIT að kjörum starfsfólks í veitingageiranum er ekki óeðlilegt að menn velti upp þessari spurningu. Strengjum okkur áramótaheit Ég skora á SVEIT að strengja sér áramótaheit, það er að láta af þessari alvarlegu aðför að kjörum og réttindum verkafólks á veitingastöðum, sem gerir ekkert annað en að veikja ímynd ferðaþjónustunnar á Íslandi. Fyrir liggur vaxandi óánægja meðal aðildarfyrirtækja SVEIT með þetta útspil forsvarsmanna samtakanna. Það staðfesta samtöl sem ég hef átt við hlutaðeigandi aðila í veitingageiranum sem kalla eftir nánara samstarfi við verkalýðshreyfinguna með það að markmiði að gera ferðaþjónustuna að alvöru atvinnugrein. Förum með það hugarfar inn í nýtt ár öllum til hagsbóta. Öll dýrin í skóginum eiga jú að vera vinir. Gleðilegt nýtt ár! Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Það er með miklum ólíkindum að við séum komin á þann stað árið 2024 að fyrirtæki í veitingarekstri, SVEIT, skuli sjá ástæðu til þess að stofna með sér gervi stéttarfélag „Virðingu“ til þess eins að brjóta niður lágmarksréttindi verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. Það er, réttindi fólks sem situr á botninum þegar kemur að kjörum, svo vitnað sé í gildandi kjarasamning SGS og SA fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Hafið mikla skömm fyrir en réttlætið mun sigra að lokum. Til að kóróna vitleysuna handvöldu sömu atvinnurekendur vini og vandamenn í stjórn stéttarfélagsins, sér til hagsbóta. Gjörningur sem þessi minnir helst á stjórnsýslu fyrri tíma hjá ríkjum sem hafa ekki verið hátt skrifuð í alþjóðasamfélaginu fyrir lýðræði eða almenn mannréttindi. Vitað er að stór hluti þeirra sem starfa á veitingastöðum á Íslandi er erlent vinnuafl og ungt fólk, ekki síst skólafólk, sem er að stiga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Vinnuafl, sem hefur litla sem enga þekkingu á réttindamálum og skyldum sem tengist störfum þeirra á vinnumarkaði. Að sjálfsögðu á það ekki að líðast að ákveðin fyrirtæki í veitingarekstri komist upp með að nýta sér þennan veikleika og yfirburði gagnvart fólki í þessari stöðu. Verkalýðshreyfingin verður að bregðast við þessum aðstæðum að fullri hörku enda um alvarlega aðför að réttindabaráttu íslensks verkafólks að ræða, sem á sér langa sögu eða frá upphafi síðustu aldar. Þá er ekki í boði fyrir Samtök atvinnulífsins að sitja hjá, það er þeirra að tryggja að fyrirtæki í atvinnurekstri virði umsamda kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Látum ekki „græðgispésanna“ í veitingageiranum komast upp með ofbeldi gagnvart þeim tekjulægstu á vinnumarkaði með gervi kjarasamningi. Hvað næst? Það er ekki óeðlilegt að menn velti fyrir sér, hvað gerist næst? Frjálshyggjumenn innan Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp til laga á Alþingi fyrir nokkrum misserum um félagafrelsi á vinnumarkaði sem dagaði uppi sem betur fer og rykfellur nú á hillum Alþingis. Þannig vildu þeir draga úr vægi verkalýðshreyfingarinnar í anda SVEIT. Pappírstætarinn er vonandi næsti viðkomustaður frumvarpsins. Sem betur fer var ekki eftirspurn eftir þessum niðurrifsmönnum í síðustu Alþingiskosningum til frekari starfa fyrir land og þjóð. Þeirra bíður nú flestra að leita sér að annarri vinnu, væntanlega munu þeir þó forðast eins og heitan eldinn að hefja vinnu á veitingastöðum sem tengjast SVEIT, enda kjörin þar langt fyrir neðan lágmarkskjör á Íslandi velji þeir að ganga í Virðingu. Það er ekki bara að frjálshyggjuliðið á Íslandi telji sig sjá ljósið með því að veikja verkalýðshreyfinguna. Það sama á við um hin Norðurlöndin. Í skjóli þessara afla hafa atvinnurekendur gert sitt til að draga úr vægi norrænnar verkalýðshreyfingar, sem er reyndar óskiljanlegt með öllu, þar sem sterk verkalýðshreyfing er hornsteinn hverrar þjóðar og tákn um virkt lýðræði. Eftir að hafa tekið þátt í norrænu samstarfi á sviði réttindabaráttu verkafólks auk þess að fara fyrir ferðaþjónustusamningi SGS og SA í síðustu kjaraviðræðum við SA, ásamt góðu samstarfsfólki innan SGS, skynjar maður mikilvægi þess að verkalýðshreyfingin standi vaktina líkt og Efling hefur gert síðustu vikurnar varðandi gervistéttarfélagið Virðingu. Aðförin að réttindamálum verkafólks er slík að það duga engin vettlingatök. Er það virkilega þannig að SVEIT ætli sér að einangrast í veitingageiranum á Íslandi? Á Norðurlöndunum þekkist það að gestir séu varaðir við veitingastöðum sem virða ekki löglega gerða kjarasamninga, er það framtíðin á Íslandi? Vonandi ekki, enda virði SVEIT leikreglur á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum er óheimilt að semja um lakari kjör en kveðið er á um í almennum kjarasamningum. Undir þessum skrifum kemur upp í hugann þegar ég heimsótti verkalýðshreyfinguna í Eystrasaltsríkjunum og fékk að tala við erlenda starfsmenn frá Rússlandi sem störfuðu á veitingastöðum. Þar kom fram að það tíðkaðist að starfsmönnum væri gert að afhenda vegabréf sín við ráðningu ætluðu þeir sér að fá vinnu. Þannig vildu atvinnurekendur tryggja að starfsmenn gætu ekki yfirgefið vinnustaðina nema með þeirra leyfi við starfslok. Eðlilega fannst þeim mjög vegið að sínum mannréttindum og sjálfstæði, en neyð þeirra gerði það að verkum að þeir gengu að þessum afarkostum. Getur verið að við förum að sjá þetta gerast á Íslandi? Miðað við aðför SVEIT að kjörum starfsfólks í veitingageiranum er ekki óeðlilegt að menn velti upp þessari spurningu. Strengjum okkur áramótaheit Ég skora á SVEIT að strengja sér áramótaheit, það er að láta af þessari alvarlegu aðför að kjörum og réttindum verkafólks á veitingastöðum, sem gerir ekkert annað en að veikja ímynd ferðaþjónustunnar á Íslandi. Fyrir liggur vaxandi óánægja meðal aðildarfyrirtækja SVEIT með þetta útspil forsvarsmanna samtakanna. Það staðfesta samtöl sem ég hef átt við hlutaðeigandi aðila í veitingageiranum sem kalla eftir nánara samstarfi við verkalýðshreyfinguna með það að markmiði að gera ferðaþjónustuna að alvöru atvinnugrein. Förum með það hugarfar inn í nýtt ár öllum til hagsbóta. Öll dýrin í skóginum eiga jú að vera vinir. Gleðilegt nýtt ár! Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun