„Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2025 22:04 Sigmundur að segja Ingu Sæland að sýna ábyrgð. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, að gera ekki lítið úr Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins og félagsmálaráðherra. Það gerði Kristrún í Kryddsíldinni á gamlársdag eftir að Sigmundur gagnrýndi Ingu og sagði hana þurfa að tala af ábyrgð. Sigmundur var að ræða málefni innflytjenda og sagðist telja þörf á miklum umbótum hér á landi. Meira en einhvern „bútasaum“ sem lagður hefði verið til af nýrri ríkisstjórn. Til orðaskaks kom milli hans og Ingu og nefndi Sigmundur að Inga hefði verið að „garga“ á Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á dögunum. „Nú ertu komin í ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur. „Inga, þetta dugar ekki lengur. Það dugar ekki lengur, að reyna að vera sniðug að garga það nógu hátt. Þú ert komin í ríkisstjórn.“ „Og hvað með það?“ spurði Inga. „Nú þarft þú að bera ábyrgð,“ svaraði Sigmundur strax. „Þú verður að tala af ábyrgð.“ Inga sagðist alltaf hafa gert það en Sigmundur sagði hana aldrei hafa talað af ábyrgð. „Ég mæti að minnsta kosti í vinnuna,“ sagði Inga og vísaði til fregna frá því í nóvember um að Sigmundur mætti allra þingmanna verst í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Sjá einnig: Þessi mættu best of verst í þinginu „Sjáðu, þetta er allt svona," sagði Sigmundur. „Inga. Þetta virkar ekki. Að búa til einhverjar sögur og reyna að ýta þeim áfram. Nú þarftu að fara að tala um stjórnmál. Af alvöru. Þú ert komin í ríkisstjórn, þú ert orðin ráðherra.“ „Ég hef aldrei gert annað og ég get alveg látið þig vita það að þú kemst ekki með tærnar þar sem ég er með hælana,“ sagði Inga. „Kannski ekki í að garga. Þú ert orðin ráðherra,“ svaraði Sigmundur. Við það bætti Inga: „Það er bara út af því að þú ert enn þá í mútum. Það er ekki mér að kenna.“ „Þetta er allt svona,“ sagði Sigmundur í uppgjafartón. Kristrún Frostadóttir. Við það hélt Sigmundur áfram að tala um innflytjendamál og áhyggjur sínar af þeim og því að þær valkyrjur, svokölluðu, áttuðu sig ekki á þörfinni á breytingum, áður en hann sneri sér aftur að Ingu. „Ég meina Inga sagði eitt um þetta fyrir kosningar, svo segir hún eitthvað allt annað núna eins og í öllum sínum málum. En þær konur sem að bjuggu til þessa ríkisstjórn, Kristrún og Þorgerður, þurfa að taka ábyrgð í svona stórum málum,“ sagði Sigmundur Við það greip Kristrún fram í. „Nú verð ég aðeins að stoppa þig. Ekki gera lítið úr þriðja formanninum hérna við borðið,“ sagði Kristrún. „Hún er fullgildur meðlimur í þessari ríkisstjórn.“ Myndband af þessum samskiptum má sjá hér að neðan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kryddsíld Alþingi Tengdar fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02 „Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21 Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Sigmundur var að ræða málefni innflytjenda og sagðist telja þörf á miklum umbótum hér á landi. Meira en einhvern „bútasaum“ sem lagður hefði verið til af nýrri ríkisstjórn. Til orðaskaks kom milli hans og Ingu og nefndi Sigmundur að Inga hefði verið að „garga“ á Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á dögunum. „Nú ertu komin í ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur. „Inga, þetta dugar ekki lengur. Það dugar ekki lengur, að reyna að vera sniðug að garga það nógu hátt. Þú ert komin í ríkisstjórn.“ „Og hvað með það?“ spurði Inga. „Nú þarft þú að bera ábyrgð,“ svaraði Sigmundur strax. „Þú verður að tala af ábyrgð.“ Inga sagðist alltaf hafa gert það en Sigmundur sagði hana aldrei hafa talað af ábyrgð. „Ég mæti að minnsta kosti í vinnuna,“ sagði Inga og vísaði til fregna frá því í nóvember um að Sigmundur mætti allra þingmanna verst í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Sjá einnig: Þessi mættu best of verst í þinginu „Sjáðu, þetta er allt svona," sagði Sigmundur. „Inga. Þetta virkar ekki. Að búa til einhverjar sögur og reyna að ýta þeim áfram. Nú þarftu að fara að tala um stjórnmál. Af alvöru. Þú ert komin í ríkisstjórn, þú ert orðin ráðherra.“ „Ég hef aldrei gert annað og ég get alveg látið þig vita það að þú kemst ekki með tærnar þar sem ég er með hælana,“ sagði Inga. „Kannski ekki í að garga. Þú ert orðin ráðherra,“ svaraði Sigmundur. Við það bætti Inga: „Það er bara út af því að þú ert enn þá í mútum. Það er ekki mér að kenna.“ „Þetta er allt svona,“ sagði Sigmundur í uppgjafartón. Kristrún Frostadóttir. Við það hélt Sigmundur áfram að tala um innflytjendamál og áhyggjur sínar af þeim og því að þær valkyrjur, svokölluðu, áttuðu sig ekki á þörfinni á breytingum, áður en hann sneri sér aftur að Ingu. „Ég meina Inga sagði eitt um þetta fyrir kosningar, svo segir hún eitthvað allt annað núna eins og í öllum sínum málum. En þær konur sem að bjuggu til þessa ríkisstjórn, Kristrún og Þorgerður, þurfa að taka ábyrgð í svona stórum málum,“ sagði Sigmundur Við það greip Kristrún fram í. „Nú verð ég aðeins að stoppa þig. Ekki gera lítið úr þriðja formanninum hérna við borðið,“ sagði Kristrún. „Hún er fullgildur meðlimur í þessari ríkisstjórn.“ Myndband af þessum samskiptum má sjá hér að neðan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kryddsíld Alþingi Tengdar fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02 „Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21 Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02
„Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21
Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent