Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar 10. janúar 2025 07:32 Nú stefnir í að kennarar og stjórnendur í fjölmörgum skólum landsins fari í verkfall. Þann 1. febrúar næstkomandi hefjast að óbreyttu verkföll í 14 leikskólum og 7 grunnskólum. Viðbúið er að tveir eða fleiri framhaldsskólar sigli í kjölfarið. Þessi staða er grafalvarleg, en því miður afar fyrirsjáanleg ef saga kjarabaráttu kennara er skoðuð. Þó ekki sé farið lengra aftur í tímann en að síðustu aldamótum sést að verkfallsvopnið hefur verið það eina sem dugað hefur kennurum til að sækja leiðréttingar á kjörum sínum. Markmið okkar kennara og stjórnenda í yfirstandandi viðræðum við viðsemjendur, bæði ríki og sveitarfélög, er að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda milli fólks á opinberum og almennum vinnumörkuðum. Í sjöundu grein samkomulagsins segir að aðilar skuli vinna að því að jafna launamun milli þessara hópa til að vinna á móti þeirri skerðingu á lífeyrisréttindum sem fyrrnefndi hópurinn þurfti að sæta. Nú, þegar tæp níu ár eru liðin frá undirritun samkomulagsins, er staðan sú að þetta hefur ekki verið uppfyllt nema að litlu leyti. Því hafa kennarar þurft að grípa til þess ráðs að taka málið upp við kjarasamningsborðið, eins og þeim er heimilt samkvæmt samkomulaginu. Hvers vegna gengur ekki betur en raun ber vitni að ganga frá málinu? Svarið við þeirri spurningu er í raun einfalt: Það hefur skort vilja af hálfu hins opinbera til að skilgreina þau viðmið sem þarf til að slík leiðrétting geti orðið, til dæmis við hvaða hóp á almennum markaði skuli miðað, hvaða launahugtak skuli stuðst við og hvaða aðferðafræði skuli beitt við jöfnunina. Kennarar hafa sett fram þó nokkrar tillögur að leiðum sem samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa viðstöðulítið hafnað með mis góðum rökum og lýst því yfir að verkefnið sé óvinnandi; flækjustigið sé svo hátt að sá sem fyndi lausnina hlyti fyrir vikið án efa Nóbelsverðlaun í hagfræði. Þetta þykir okkur, kennurum og stjórnendum í skólum landsins, óboðlegur málflutningur. Til þess að dæmið gangi upp þarf einfaldlega að vera til staðar vilji til að leysa málið í stað þess að drepa því á dreif með sífelldri vísun í meintan ómöguleika verkefnisins. Jafnvel má ganga svo langt að segja að vilji sé allt sem þurfi til að koma skipinu í höfn og landa kjarasamningum fyrir kennarastéttina. Það algera viljaleysi hins opinbera sem einkennt hefur samningaviðræðurnar hingað til er ástæða þess að nú stefnir í verkföll kennara. Það er þó ljós í myrkrinu, skíma sem dugað gæti til þess að koma í veg fyrir þann óhjákvæmilega skaða sem verkföll í skólum víða um land valda. Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum, ríkisstjórn flokka sem allir lýstu því yfir í nýyfirstaðinni kosningabaráttu að standa yrði við samkomulagið frá 2016 um jöfnun kjara kennara hvað sem það kostaði. Sjálfur sat ég fund þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, sagði berum orðum að næsta ríkisstjórn yrði að ljúka þessu máli og koma í veg fyrir yfirvofandi verkföll kennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Flokks fólksins og nú Mennta- og barnamálaráðherra, tók í sama streng á fundi í verkfallsmiðstöð kennara Fjölbrautaskólans á Selfossi. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagði í sjónvarpskappræðum daginn fyrir kosningar: „Við styðjum kennara í sínum aðgerðum“. Það er því ljóst að það er vilji ríkisstjórnarinnar að gengið verði frá samningi við kennara og stjórnendur í skólum landsins sem innifelur löngu tímabæra leiðréttingu á launum stéttarinnar og að það verði gert áður en til verkfalla kemur. Með því að beita sér fyrir því gæti ný ríkisstjórn hæglega sýnt að hún sé tilbúin til að standa við þau stóru orð sem látin voru falla í kosningabaráttunni. Það sem meira er um vert er þó það tækifæri sem ríkisstjórnin hefur til að sýna að hún vilji standa með framtíðinni með því að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum og á sæti í viðræðunefnd KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú stefnir í að kennarar og stjórnendur í fjölmörgum skólum landsins fari í verkfall. Þann 1. febrúar næstkomandi hefjast að óbreyttu verkföll í 14 leikskólum og 7 grunnskólum. Viðbúið er að tveir eða fleiri framhaldsskólar sigli í kjölfarið. Þessi staða er grafalvarleg, en því miður afar fyrirsjáanleg ef saga kjarabaráttu kennara er skoðuð. Þó ekki sé farið lengra aftur í tímann en að síðustu aldamótum sést að verkfallsvopnið hefur verið það eina sem dugað hefur kennurum til að sækja leiðréttingar á kjörum sínum. Markmið okkar kennara og stjórnenda í yfirstandandi viðræðum við viðsemjendur, bæði ríki og sveitarfélög, er að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda milli fólks á opinberum og almennum vinnumörkuðum. Í sjöundu grein samkomulagsins segir að aðilar skuli vinna að því að jafna launamun milli þessara hópa til að vinna á móti þeirri skerðingu á lífeyrisréttindum sem fyrrnefndi hópurinn þurfti að sæta. Nú, þegar tæp níu ár eru liðin frá undirritun samkomulagsins, er staðan sú að þetta hefur ekki verið uppfyllt nema að litlu leyti. Því hafa kennarar þurft að grípa til þess ráðs að taka málið upp við kjarasamningsborðið, eins og þeim er heimilt samkvæmt samkomulaginu. Hvers vegna gengur ekki betur en raun ber vitni að ganga frá málinu? Svarið við þeirri spurningu er í raun einfalt: Það hefur skort vilja af hálfu hins opinbera til að skilgreina þau viðmið sem þarf til að slík leiðrétting geti orðið, til dæmis við hvaða hóp á almennum markaði skuli miðað, hvaða launahugtak skuli stuðst við og hvaða aðferðafræði skuli beitt við jöfnunina. Kennarar hafa sett fram þó nokkrar tillögur að leiðum sem samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa viðstöðulítið hafnað með mis góðum rökum og lýst því yfir að verkefnið sé óvinnandi; flækjustigið sé svo hátt að sá sem fyndi lausnina hlyti fyrir vikið án efa Nóbelsverðlaun í hagfræði. Þetta þykir okkur, kennurum og stjórnendum í skólum landsins, óboðlegur málflutningur. Til þess að dæmið gangi upp þarf einfaldlega að vera til staðar vilji til að leysa málið í stað þess að drepa því á dreif með sífelldri vísun í meintan ómöguleika verkefnisins. Jafnvel má ganga svo langt að segja að vilji sé allt sem þurfi til að koma skipinu í höfn og landa kjarasamningum fyrir kennarastéttina. Það algera viljaleysi hins opinbera sem einkennt hefur samningaviðræðurnar hingað til er ástæða þess að nú stefnir í verkföll kennara. Það er þó ljós í myrkrinu, skíma sem dugað gæti til þess að koma í veg fyrir þann óhjákvæmilega skaða sem verkföll í skólum víða um land valda. Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum, ríkisstjórn flokka sem allir lýstu því yfir í nýyfirstaðinni kosningabaráttu að standa yrði við samkomulagið frá 2016 um jöfnun kjara kennara hvað sem það kostaði. Sjálfur sat ég fund þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, sagði berum orðum að næsta ríkisstjórn yrði að ljúka þessu máli og koma í veg fyrir yfirvofandi verkföll kennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Flokks fólksins og nú Mennta- og barnamálaráðherra, tók í sama streng á fundi í verkfallsmiðstöð kennara Fjölbrautaskólans á Selfossi. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagði í sjónvarpskappræðum daginn fyrir kosningar: „Við styðjum kennara í sínum aðgerðum“. Það er því ljóst að það er vilji ríkisstjórnarinnar að gengið verði frá samningi við kennara og stjórnendur í skólum landsins sem innifelur löngu tímabæra leiðréttingu á launum stéttarinnar og að það verði gert áður en til verkfalla kemur. Með því að beita sér fyrir því gæti ný ríkisstjórn hæglega sýnt að hún sé tilbúin til að standa við þau stóru orð sem látin voru falla í kosningabaráttunni. Það sem meira er um vert er þó það tækifæri sem ríkisstjórnin hefur til að sýna að hún vilji standa með framtíðinni með því að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum og á sæti í viðræðunefnd KÍ.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun