Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2025 07:16 Trump hefur valdið nokkru fjaðrafoki með yfirlýsingum sínum um Grænland og mikilvægi þess fyrir Bandaríkin. AP Múte Egede, formaður landstjórnar Grænlands, hefur kallað eftir samstöðu meðal Grænlendinga og biðlað til þeirra um að halda ró sinni. Egede sagðist í gær hafa skilning á því að íbúar væru uggandi eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, neitaði að staðfesta hann myndi hvorki beita hervaldi né efnahagsþvingunum til að sölsa landið undir sig. Nú væri hins vegar tími til að standa saman og taka ekki afstöðu í mögulegri deilu milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Stjórnvöld á Grænlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau ítrekuðu að Grænlendingar ættu að vera sjálfráða um framtíð sína og að þau hlökkuðu til að eiga samskipti við nýja stjórn Trump. Þau væru enn fremur meðvituð um mikilvægi Grænlands hvað varðaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna en einmitt þess vegna væri þar að finna bandaríska herstöð. „Grænland hlakkar horfir til þess að vinna með nýjum stjórnvöldum í Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum innan Nató til að tryggja öryggi og stöðugleika á Norðurslóðum,“ sagði í yfirlýsingunni. Trump hefur farið mikinn síðustu daga og lýst yfir vilja til þess að beita valdi til að innlima bæði Grænland og Kanada. Flestum þykir fremur ólíklegt að forsetinn fyrrverandi og verðandi muni grípa til hervalds í þessum tilgangi en yfirlýsingarnar hafa engu að síður skapað nokkurn ugg og óvissu. Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu ekki í hyggju að bæta við herafla sinn á Grænlandi. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að Rússar fylgdust náið með þróun mála en sem betur fer væri enn aðeins um yfirlýsingar að ræða, ekki aðgerðir. Rússar væru fúsir til að vinna með hverjum sem er að því að tryggja frið og stöðugleika á svæðinu. Bandaríkin Danmörk Grænland Kanada Hernaður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Egede sagðist í gær hafa skilning á því að íbúar væru uggandi eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, neitaði að staðfesta hann myndi hvorki beita hervaldi né efnahagsþvingunum til að sölsa landið undir sig. Nú væri hins vegar tími til að standa saman og taka ekki afstöðu í mögulegri deilu milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Stjórnvöld á Grænlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau ítrekuðu að Grænlendingar ættu að vera sjálfráða um framtíð sína og að þau hlökkuðu til að eiga samskipti við nýja stjórn Trump. Þau væru enn fremur meðvituð um mikilvægi Grænlands hvað varðaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna en einmitt þess vegna væri þar að finna bandaríska herstöð. „Grænland hlakkar horfir til þess að vinna með nýjum stjórnvöldum í Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum innan Nató til að tryggja öryggi og stöðugleika á Norðurslóðum,“ sagði í yfirlýsingunni. Trump hefur farið mikinn síðustu daga og lýst yfir vilja til þess að beita valdi til að innlima bæði Grænland og Kanada. Flestum þykir fremur ólíklegt að forsetinn fyrrverandi og verðandi muni grípa til hervalds í þessum tilgangi en yfirlýsingarnar hafa engu að síður skapað nokkurn ugg og óvissu. Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu ekki í hyggju að bæta við herafla sinn á Grænlandi. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að Rússar fylgdust náið með þróun mála en sem betur fer væri enn aðeins um yfirlýsingar að ræða, ekki aðgerðir. Rússar væru fúsir til að vinna með hverjum sem er að því að tryggja frið og stöðugleika á svæðinu.
Bandaríkin Danmörk Grænland Kanada Hernaður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira