Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar 10. janúar 2025 12:32 Upphaf nýs árs er góður tími til að líta til baka á farinn veg og velta fyrir sér því sem hefur áunnist. Sjálf hef ég gert það að venju að gera ákveðið stöðumat á sjálfri mér og farið yfir hverjir voru hápunktar ársins sem leið, hvað ég var ánægð með, og á hvaða sviðum ég vil bæta mig, og lagt þannig línurnar fyrir nýtt ár. Flestir kannast við tilfinninguna að standa á krossgötum, óvissir um hvaða leið skuli velja. Þetta gæti verið val á milli starfstilboða, að íhuga nýtt nám eða að stíga skref í átt að persónulegum vexti. Að standa á krossgötum getur verið yfirþyrmandi, þar sem hver leið gæti borið með sér bæði áhættu og umbun, og óttinn við að taka „ranga“ ákvörðun getur haldið okkur á óbreyttum stað. Til dæmis gæti sá sem leitar að starfi staðið frammi fyrir vali á milli öruggrar stöðu með stöðugleika eða áhættusamara en spennandi tækifæris í nýrri starfsgrein á nýjum vettvangi. Sá sem íhugar áframhaldandi nám gæti velt fyrir sér hvort það sé þess virði að leggja tíma og fé í það. Eða sá sem þráir persónulegan vöxt gæti fundið fyrir togstreitu á milli þess að vera áfram í þægindarammanum eða taka umbreytandi skref með tilheyrandi óvissu. Hér eru nokkrar leiðir sem geta hjálpað við ákvarðanatökuna: Settu þér skýr markmið: Gefðu þér tíma til að skilgreina hvað þú raunverulega vilt. Eru forgangsatriðin þín stöðugleiki, áskorun, fjárhagslegt öryggi eða persónuleg ánægja? Þegar þú hefur skilgreint markmiðin þín, verður valið auðveldara. Skrifaðu kosti og galla: Settu niður kosti og galla hverrar leiðar fyrir sig. Þessi röklega nálgun getur gert valkostina skýrari. Leitaðu innblásturs: Leitaðu til fyrirmynda eða lestu um fólk sem hefur tekið svipaðar ákvarðanir. Reynsla þeirra getur varpað ljósi á þinn veg. Treystu innsæinu þínu: Stundum duga rök ekki ein og sér. Innsæi þitt getur verið lykillinn að því sem hentar þér best. Sjáðu fyrir þér hverja leið: Ímyndaðu þér hvern valkost, t.d. ár fram í tímann. Hver þeirra vekur mestan áhuga og spennu? Hver samræmist gildum þínum best? Fáðu álit: Ræddu hugsanir þínar við vini, fjölskyldu eða leiðbeinendur. Þeir gætu komið með sjónarhorn sem þú hefur ekki tekið eftir. Byrjaðu smátt: Ef hægt er, prófaðu einn valkost í minni mæli áður en þú skuldbindur þig að fullu. Til dæmis skráðu þig á námskeið áður en þú byrjar í námi, eða prófaðu t.d. verktakavinnu áður en þú skiptir um starfsvettvang. Fagnaðu ófullkomleikanum og lærðu af reynslunni: Engin ákvörðun er áhættulaus, og hver leið kennir okkur dýrmætan lærdóm. Treystu sjálfum þér og haltu áfram. Á krossgötum er mikilvægasta skrefið að taka eitt þeirra. Aðgerðir skapa skýrleika, og hver ákvörðun leiðir til vaxtar. Taktu áhættu, farðu út fyrir þægindarammann og treystu því að þú sért á réttri leið. Höfundur er sjálfstætt starfandi verkefnastjóri og nemandi í hugvíkkandi meðferðarfræðum (e. psychedelic therapy). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Upphaf nýs árs er góður tími til að líta til baka á farinn veg og velta fyrir sér því sem hefur áunnist. Sjálf hef ég gert það að venju að gera ákveðið stöðumat á sjálfri mér og farið yfir hverjir voru hápunktar ársins sem leið, hvað ég var ánægð með, og á hvaða sviðum ég vil bæta mig, og lagt þannig línurnar fyrir nýtt ár. Flestir kannast við tilfinninguna að standa á krossgötum, óvissir um hvaða leið skuli velja. Þetta gæti verið val á milli starfstilboða, að íhuga nýtt nám eða að stíga skref í átt að persónulegum vexti. Að standa á krossgötum getur verið yfirþyrmandi, þar sem hver leið gæti borið með sér bæði áhættu og umbun, og óttinn við að taka „ranga“ ákvörðun getur haldið okkur á óbreyttum stað. Til dæmis gæti sá sem leitar að starfi staðið frammi fyrir vali á milli öruggrar stöðu með stöðugleika eða áhættusamara en spennandi tækifæris í nýrri starfsgrein á nýjum vettvangi. Sá sem íhugar áframhaldandi nám gæti velt fyrir sér hvort það sé þess virði að leggja tíma og fé í það. Eða sá sem þráir persónulegan vöxt gæti fundið fyrir togstreitu á milli þess að vera áfram í þægindarammanum eða taka umbreytandi skref með tilheyrandi óvissu. Hér eru nokkrar leiðir sem geta hjálpað við ákvarðanatökuna: Settu þér skýr markmið: Gefðu þér tíma til að skilgreina hvað þú raunverulega vilt. Eru forgangsatriðin þín stöðugleiki, áskorun, fjárhagslegt öryggi eða persónuleg ánægja? Þegar þú hefur skilgreint markmiðin þín, verður valið auðveldara. Skrifaðu kosti og galla: Settu niður kosti og galla hverrar leiðar fyrir sig. Þessi röklega nálgun getur gert valkostina skýrari. Leitaðu innblásturs: Leitaðu til fyrirmynda eða lestu um fólk sem hefur tekið svipaðar ákvarðanir. Reynsla þeirra getur varpað ljósi á þinn veg. Treystu innsæinu þínu: Stundum duga rök ekki ein og sér. Innsæi þitt getur verið lykillinn að því sem hentar þér best. Sjáðu fyrir þér hverja leið: Ímyndaðu þér hvern valkost, t.d. ár fram í tímann. Hver þeirra vekur mestan áhuga og spennu? Hver samræmist gildum þínum best? Fáðu álit: Ræddu hugsanir þínar við vini, fjölskyldu eða leiðbeinendur. Þeir gætu komið með sjónarhorn sem þú hefur ekki tekið eftir. Byrjaðu smátt: Ef hægt er, prófaðu einn valkost í minni mæli áður en þú skuldbindur þig að fullu. Til dæmis skráðu þig á námskeið áður en þú byrjar í námi, eða prófaðu t.d. verktakavinnu áður en þú skiptir um starfsvettvang. Fagnaðu ófullkomleikanum og lærðu af reynslunni: Engin ákvörðun er áhættulaus, og hver leið kennir okkur dýrmætan lærdóm. Treystu sjálfum þér og haltu áfram. Á krossgötum er mikilvægasta skrefið að taka eitt þeirra. Aðgerðir skapa skýrleika, og hver ákvörðun leiðir til vaxtar. Taktu áhættu, farðu út fyrir þægindarammann og treystu því að þú sért á réttri leið. Höfundur er sjálfstætt starfandi verkefnastjóri og nemandi í hugvíkkandi meðferðarfræðum (e. psychedelic therapy).
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun