Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2025 11:02 Heyrst hefur að Ísland sé land tækifæranna. Því nýti ég tækifærið og opna vefverslun með með skaðlegan varning sem ég ætla að selja beint til almennings, þótt lögin í landinu banni það. En þetta eru bara asnaleg lög. Glæsilegt úrval verður í feiknastórum sýningarsal miðsvæðis - svo það fari ekki framhjá neinum. En engar áhyggjur. Ég túlka það sem svo að hér séu engin lög brotin, því það er enginn búðarkassi! Vefsíðan er hýst í útlöndum og því fer kaupmennskan öll fram “erlendis”. Lagerinn er reyndar allur á staðnum og sérþjálfað vélmenni sem sér um að finna á núll-einni vímugjafa sem þú getur verslað í símanum þínum. Á staðnum er starfsmaður sem getur hjálpað. Burt með þennan áhyggusvip, þú ert ekki að taka þátt í lögbroti, vegna þess að ÉG SEGI ÞAÐ. Hjá okkur er opið allan sólarhringinn og líka hátíðisdaga. Hafðu ekki áhyggjur. Löggan getur ekkert gert. Því LÖGFRÆÐINGURINN MINN SEGIR ÞAÐ. Nú er ég stór kerling og langt komin með að byggja stórveldi. Allir helstu fréttamiðlar ryðja brautina fyrir mig. RÚV (sem þú styrkir, lesandi góður), Vísir, Morgunblaðið og allir hinir taka reglulega við mig drottningarviðtöl svo bisnessinn minn fari örugglega ekki framhjá neinum. Öll þessi umfjöllun ruglar líka almenning, því ég held því staðfastlega fram að rekstur minn sé löglegur og enginn fjölmiðlamaður hreyfir eina einustu mótbáru. Vittu til, fólk fer smám saman að trúa því. Lögmálið er að segja það bara nógu oft, þá verður minn draumheimur að veruleika allra. Þú veist líklega hvert ég er að fara, en þetta leikrit sem áður er lýst hefur í raun gerst - bara með öðrum aðila í aðalhlutverkinu. Reiknað hefur verið að hér á landi látist ríflega 140 manns árlega af völdum áfengisneyslu, þar af meirihluti vegna krabbameins, þá aðallega brjósta- og ristilkrabbamein. Síðan eru yfir 200 sjúkdómsgreiningar tengdar áfengisneyslu. Í síðastliðinni viku varaði landlæknir Bandaríkjanna við áfengi og hvatti þingið til að samþykkja reglur um að merkja áfengi sem krabbameinsvaldandi, líkt og sígarettur. Ástæðan er sú að líkt og sígarettur er áfengi sannreyndur krabbameinsvaldur. Á því leikur enginn vafi. Það skýtur skökku við að þurfa að horfa endurtekið upp á einstaklinga taka lögin í sínar hendur og selja áfengi með beinni smásölu gegnum alnetið. Skilgreining á hugtakingu smásala er sala til neytenda. Ef seljandi er staðsettur á Íslandi, hefur söluvöru sína á lager á Íslandi og afhendir hana á Íslandi, þá er það hrein og klár smásala á Íslandi, sem er ólögleg samkvæmt áfengislögum því ÁTVR hefur einkarétt á smásölu áfengis. Það þarf enga lögfræðigráðu til að átta sig á því. Áfengisneysla ber með sér gríðarlegan samfélagslegan kostnað og eru mikilvægustu forvarnaraðgerðirnar að takmarka aðgengi og halda verði háu. Nú þegar hafa óprúttnir söluaðilar unnið gegn hvoru tveggja. Sumir hafa haldið því fram að þessi sala þrífist hér í skjóli lagalegrar óvissu. Merkilegt hvernig þessi óvissa kom upp nýlega á meðan lögin hafa í engu breyst. Ef túlkun laganna þvælist nú fyrir (læsi okkar fer versnandi samkvæmt könnunum) þá geta stjórnvöld hæglega skerpt á þeim með einu dagsverki. Þau breyttu mörgum lögum í upphafi kórónuveirufaraldursins þannig að við vitum að þetta er vel gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi samanburður er góður því faraldurinn kostaði okkur jafn mörg mannslíf eins og áfengisneysla á ársgrundvelli. Stjórnvöld hafa því sýnt að þau geta breytt lögum í almannaþágu og forðað okkur frá þessum nýju kóngum vímuefnaheimsins, sem krókinn ætla að maka á kostnað lýðheilsu landsmanna. Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Áfengi og tóbak Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Heyrst hefur að Ísland sé land tækifæranna. Því nýti ég tækifærið og opna vefverslun með með skaðlegan varning sem ég ætla að selja beint til almennings, þótt lögin í landinu banni það. En þetta eru bara asnaleg lög. Glæsilegt úrval verður í feiknastórum sýningarsal miðsvæðis - svo það fari ekki framhjá neinum. En engar áhyggjur. Ég túlka það sem svo að hér séu engin lög brotin, því það er enginn búðarkassi! Vefsíðan er hýst í útlöndum og því fer kaupmennskan öll fram “erlendis”. Lagerinn er reyndar allur á staðnum og sérþjálfað vélmenni sem sér um að finna á núll-einni vímugjafa sem þú getur verslað í símanum þínum. Á staðnum er starfsmaður sem getur hjálpað. Burt með þennan áhyggusvip, þú ert ekki að taka þátt í lögbroti, vegna þess að ÉG SEGI ÞAÐ. Hjá okkur er opið allan sólarhringinn og líka hátíðisdaga. Hafðu ekki áhyggjur. Löggan getur ekkert gert. Því LÖGFRÆÐINGURINN MINN SEGIR ÞAÐ. Nú er ég stór kerling og langt komin með að byggja stórveldi. Allir helstu fréttamiðlar ryðja brautina fyrir mig. RÚV (sem þú styrkir, lesandi góður), Vísir, Morgunblaðið og allir hinir taka reglulega við mig drottningarviðtöl svo bisnessinn minn fari örugglega ekki framhjá neinum. Öll þessi umfjöllun ruglar líka almenning, því ég held því staðfastlega fram að rekstur minn sé löglegur og enginn fjölmiðlamaður hreyfir eina einustu mótbáru. Vittu til, fólk fer smám saman að trúa því. Lögmálið er að segja það bara nógu oft, þá verður minn draumheimur að veruleika allra. Þú veist líklega hvert ég er að fara, en þetta leikrit sem áður er lýst hefur í raun gerst - bara með öðrum aðila í aðalhlutverkinu. Reiknað hefur verið að hér á landi látist ríflega 140 manns árlega af völdum áfengisneyslu, þar af meirihluti vegna krabbameins, þá aðallega brjósta- og ristilkrabbamein. Síðan eru yfir 200 sjúkdómsgreiningar tengdar áfengisneyslu. Í síðastliðinni viku varaði landlæknir Bandaríkjanna við áfengi og hvatti þingið til að samþykkja reglur um að merkja áfengi sem krabbameinsvaldandi, líkt og sígarettur. Ástæðan er sú að líkt og sígarettur er áfengi sannreyndur krabbameinsvaldur. Á því leikur enginn vafi. Það skýtur skökku við að þurfa að horfa endurtekið upp á einstaklinga taka lögin í sínar hendur og selja áfengi með beinni smásölu gegnum alnetið. Skilgreining á hugtakingu smásala er sala til neytenda. Ef seljandi er staðsettur á Íslandi, hefur söluvöru sína á lager á Íslandi og afhendir hana á Íslandi, þá er það hrein og klár smásala á Íslandi, sem er ólögleg samkvæmt áfengislögum því ÁTVR hefur einkarétt á smásölu áfengis. Það þarf enga lögfræðigráðu til að átta sig á því. Áfengisneysla ber með sér gríðarlegan samfélagslegan kostnað og eru mikilvægustu forvarnaraðgerðirnar að takmarka aðgengi og halda verði háu. Nú þegar hafa óprúttnir söluaðilar unnið gegn hvoru tveggja. Sumir hafa haldið því fram að þessi sala þrífist hér í skjóli lagalegrar óvissu. Merkilegt hvernig þessi óvissa kom upp nýlega á meðan lögin hafa í engu breyst. Ef túlkun laganna þvælist nú fyrir (læsi okkar fer versnandi samkvæmt könnunum) þá geta stjórnvöld hæglega skerpt á þeim með einu dagsverki. Þau breyttu mörgum lögum í upphafi kórónuveirufaraldursins þannig að við vitum að þetta er vel gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi samanburður er góður því faraldurinn kostaði okkur jafn mörg mannslíf eins og áfengisneysla á ársgrundvelli. Stjórnvöld hafa því sýnt að þau geta breytt lögum í almannaþágu og forðað okkur frá þessum nýju kóngum vímuefnaheimsins, sem krókinn ætla að maka á kostnað lýðheilsu landsmanna. Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun