Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2025 11:02 Heyrst hefur að Ísland sé land tækifæranna. Því nýti ég tækifærið og opna vefverslun með með skaðlegan varning sem ég ætla að selja beint til almennings, þótt lögin í landinu banni það. En þetta eru bara asnaleg lög. Glæsilegt úrval verður í feiknastórum sýningarsal miðsvæðis - svo það fari ekki framhjá neinum. En engar áhyggjur. Ég túlka það sem svo að hér séu engin lög brotin, því það er enginn búðarkassi! Vefsíðan er hýst í útlöndum og því fer kaupmennskan öll fram “erlendis”. Lagerinn er reyndar allur á staðnum og sérþjálfað vélmenni sem sér um að finna á núll-einni vímugjafa sem þú getur verslað í símanum þínum. Á staðnum er starfsmaður sem getur hjálpað. Burt með þennan áhyggusvip, þú ert ekki að taka þátt í lögbroti, vegna þess að ÉG SEGI ÞAÐ. Hjá okkur er opið allan sólarhringinn og líka hátíðisdaga. Hafðu ekki áhyggjur. Löggan getur ekkert gert. Því LÖGFRÆÐINGURINN MINN SEGIR ÞAÐ. Nú er ég stór kerling og langt komin með að byggja stórveldi. Allir helstu fréttamiðlar ryðja brautina fyrir mig. RÚV (sem þú styrkir, lesandi góður), Vísir, Morgunblaðið og allir hinir taka reglulega við mig drottningarviðtöl svo bisnessinn minn fari örugglega ekki framhjá neinum. Öll þessi umfjöllun ruglar líka almenning, því ég held því staðfastlega fram að rekstur minn sé löglegur og enginn fjölmiðlamaður hreyfir eina einustu mótbáru. Vittu til, fólk fer smám saman að trúa því. Lögmálið er að segja það bara nógu oft, þá verður minn draumheimur að veruleika allra. Þú veist líklega hvert ég er að fara, en þetta leikrit sem áður er lýst hefur í raun gerst - bara með öðrum aðila í aðalhlutverkinu. Reiknað hefur verið að hér á landi látist ríflega 140 manns árlega af völdum áfengisneyslu, þar af meirihluti vegna krabbameins, þá aðallega brjósta- og ristilkrabbamein. Síðan eru yfir 200 sjúkdómsgreiningar tengdar áfengisneyslu. Í síðastliðinni viku varaði landlæknir Bandaríkjanna við áfengi og hvatti þingið til að samþykkja reglur um að merkja áfengi sem krabbameinsvaldandi, líkt og sígarettur. Ástæðan er sú að líkt og sígarettur er áfengi sannreyndur krabbameinsvaldur. Á því leikur enginn vafi. Það skýtur skökku við að þurfa að horfa endurtekið upp á einstaklinga taka lögin í sínar hendur og selja áfengi með beinni smásölu gegnum alnetið. Skilgreining á hugtakingu smásala er sala til neytenda. Ef seljandi er staðsettur á Íslandi, hefur söluvöru sína á lager á Íslandi og afhendir hana á Íslandi, þá er það hrein og klár smásala á Íslandi, sem er ólögleg samkvæmt áfengislögum því ÁTVR hefur einkarétt á smásölu áfengis. Það þarf enga lögfræðigráðu til að átta sig á því. Áfengisneysla ber með sér gríðarlegan samfélagslegan kostnað og eru mikilvægustu forvarnaraðgerðirnar að takmarka aðgengi og halda verði háu. Nú þegar hafa óprúttnir söluaðilar unnið gegn hvoru tveggja. Sumir hafa haldið því fram að þessi sala þrífist hér í skjóli lagalegrar óvissu. Merkilegt hvernig þessi óvissa kom upp nýlega á meðan lögin hafa í engu breyst. Ef túlkun laganna þvælist nú fyrir (læsi okkar fer versnandi samkvæmt könnunum) þá geta stjórnvöld hæglega skerpt á þeim með einu dagsverki. Þau breyttu mörgum lögum í upphafi kórónuveirufaraldursins þannig að við vitum að þetta er vel gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi samanburður er góður því faraldurinn kostaði okkur jafn mörg mannslíf eins og áfengisneysla á ársgrundvelli. Stjórnvöld hafa því sýnt að þau geta breytt lögum í almannaþágu og forðað okkur frá þessum nýju kóngum vímuefnaheimsins, sem krókinn ætla að maka á kostnað lýðheilsu landsmanna. Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Áfengi og tóbak Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Heyrst hefur að Ísland sé land tækifæranna. Því nýti ég tækifærið og opna vefverslun með með skaðlegan varning sem ég ætla að selja beint til almennings, þótt lögin í landinu banni það. En þetta eru bara asnaleg lög. Glæsilegt úrval verður í feiknastórum sýningarsal miðsvæðis - svo það fari ekki framhjá neinum. En engar áhyggjur. Ég túlka það sem svo að hér séu engin lög brotin, því það er enginn búðarkassi! Vefsíðan er hýst í útlöndum og því fer kaupmennskan öll fram “erlendis”. Lagerinn er reyndar allur á staðnum og sérþjálfað vélmenni sem sér um að finna á núll-einni vímugjafa sem þú getur verslað í símanum þínum. Á staðnum er starfsmaður sem getur hjálpað. Burt með þennan áhyggusvip, þú ert ekki að taka þátt í lögbroti, vegna þess að ÉG SEGI ÞAÐ. Hjá okkur er opið allan sólarhringinn og líka hátíðisdaga. Hafðu ekki áhyggjur. Löggan getur ekkert gert. Því LÖGFRÆÐINGURINN MINN SEGIR ÞAÐ. Nú er ég stór kerling og langt komin með að byggja stórveldi. Allir helstu fréttamiðlar ryðja brautina fyrir mig. RÚV (sem þú styrkir, lesandi góður), Vísir, Morgunblaðið og allir hinir taka reglulega við mig drottningarviðtöl svo bisnessinn minn fari örugglega ekki framhjá neinum. Öll þessi umfjöllun ruglar líka almenning, því ég held því staðfastlega fram að rekstur minn sé löglegur og enginn fjölmiðlamaður hreyfir eina einustu mótbáru. Vittu til, fólk fer smám saman að trúa því. Lögmálið er að segja það bara nógu oft, þá verður minn draumheimur að veruleika allra. Þú veist líklega hvert ég er að fara, en þetta leikrit sem áður er lýst hefur í raun gerst - bara með öðrum aðila í aðalhlutverkinu. Reiknað hefur verið að hér á landi látist ríflega 140 manns árlega af völdum áfengisneyslu, þar af meirihluti vegna krabbameins, þá aðallega brjósta- og ristilkrabbamein. Síðan eru yfir 200 sjúkdómsgreiningar tengdar áfengisneyslu. Í síðastliðinni viku varaði landlæknir Bandaríkjanna við áfengi og hvatti þingið til að samþykkja reglur um að merkja áfengi sem krabbameinsvaldandi, líkt og sígarettur. Ástæðan er sú að líkt og sígarettur er áfengi sannreyndur krabbameinsvaldur. Á því leikur enginn vafi. Það skýtur skökku við að þurfa að horfa endurtekið upp á einstaklinga taka lögin í sínar hendur og selja áfengi með beinni smásölu gegnum alnetið. Skilgreining á hugtakingu smásala er sala til neytenda. Ef seljandi er staðsettur á Íslandi, hefur söluvöru sína á lager á Íslandi og afhendir hana á Íslandi, þá er það hrein og klár smásala á Íslandi, sem er ólögleg samkvæmt áfengislögum því ÁTVR hefur einkarétt á smásölu áfengis. Það þarf enga lögfræðigráðu til að átta sig á því. Áfengisneysla ber með sér gríðarlegan samfélagslegan kostnað og eru mikilvægustu forvarnaraðgerðirnar að takmarka aðgengi og halda verði háu. Nú þegar hafa óprúttnir söluaðilar unnið gegn hvoru tveggja. Sumir hafa haldið því fram að þessi sala þrífist hér í skjóli lagalegrar óvissu. Merkilegt hvernig þessi óvissa kom upp nýlega á meðan lögin hafa í engu breyst. Ef túlkun laganna þvælist nú fyrir (læsi okkar fer versnandi samkvæmt könnunum) þá geta stjórnvöld hæglega skerpt á þeim með einu dagsverki. Þau breyttu mörgum lögum í upphafi kórónuveirufaraldursins þannig að við vitum að þetta er vel gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi samanburður er góður því faraldurinn kostaði okkur jafn mörg mannslíf eins og áfengisneysla á ársgrundvelli. Stjórnvöld hafa því sýnt að þau geta breytt lögum í almannaþágu og forðað okkur frá þessum nýju kóngum vímuefnaheimsins, sem krókinn ætla að maka á kostnað lýðheilsu landsmanna. Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun