„Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 08:02 Aron Pálmarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum í sigrinum á Egyptum á HM i gær. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur átt magnað heimsmeistaramót og sýndi enn á ný mikilvægi sitt í frábærum sigri á sterku liði Egypta í gærkvöldi. Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Ef það er einhver í íslenska landsliðinu að hlusta á þennan þátt, látiði Aron hlusta á hann,“ sagði Stefán Árni Pálsson en landsliðsfyrirliðinn fékk mikið hrós hjá þeim félögum. „Þið munið pottþétt nota það sem fyrirsögn sem Einar sagði áðan: Aron Pálmars, Messi handboltans,“ sagði Bjarni Fritzson. Einar var í ham enda afar ánægður með framlag Arons í þessu móti til þessa. „Ég er svo mikill handboltamaður en ég gæti alveg snúið þessu við og sagt: Messi er Aron fótboltans. Til að höfða til fjöldans,“ sagði Einar Jónsson léttur. Ég elska gaurinn „Ég fer ekkert leynt með það. Ég elska gaurinn. Að horfa á manninn spila handbolta. Þetta er bara list,“ sagði Einar. „Ólafur Stefánsson. Það er bara list,“ sagði Einar en Stefán Árni greip það á lofti og spurði Einar hreint út hver væri besti íslenski handboltamaður allra tíma. „Það er Ólafur Stefánsson. Ólafur Stefánsson er besti handboltamaður sem spilað hefur og að mínu mati er Ólafur einn af þremur bestu handboltamönnum í heiminum nokkurn tímann,“ sagði Einar. „Aron Pálmarsson er getulega þarna. Það sem við horfum alltaf í er árangur landsliðsins og hans ferill með landsliðinu,“ sagði Einar og vildi líkja Aroni við Eið Smára Guðjohnsen þegar kemur að árangri með landsliðinu. „Náðu báðir geðveikum árangri með félagsliðum og allt það. Óli náði þessu öllu. Aron er betri handboltamaður en Óli Stef. Þegar þú horfir á hann inn á handboltavelli. Hann er geðveikur,“ sagði Einar. Það er eitthvað að fara að gerast „Mér finnst Aron núna og á síðasta móti líka, þó að síðasta móti hafi ekki verið eitthvað stórkostlegt, þá sá ég eitthvað í Aroni sem var bara: Það er eitthvað að fara að gerast þarna,“ sagði Einar. „Ef hann heldur áfram sem horfir þá vonandi fáum við að fara að fá eitthvað meira frá landsliðinu,“ skaut Bjarni inn í. „Þetta kom seint hjá Óla. Hann var við það að floppa,“ sagði Einar í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Aron og landsliðið hér fyrir neðan en þar er af nægu að taka enda menn í miklu stuði eftir frábæran sigur. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira
Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Ef það er einhver í íslenska landsliðinu að hlusta á þennan þátt, látiði Aron hlusta á hann,“ sagði Stefán Árni Pálsson en landsliðsfyrirliðinn fékk mikið hrós hjá þeim félögum. „Þið munið pottþétt nota það sem fyrirsögn sem Einar sagði áðan: Aron Pálmars, Messi handboltans,“ sagði Bjarni Fritzson. Einar var í ham enda afar ánægður með framlag Arons í þessu móti til þessa. „Ég er svo mikill handboltamaður en ég gæti alveg snúið þessu við og sagt: Messi er Aron fótboltans. Til að höfða til fjöldans,“ sagði Einar Jónsson léttur. Ég elska gaurinn „Ég fer ekkert leynt með það. Ég elska gaurinn. Að horfa á manninn spila handbolta. Þetta er bara list,“ sagði Einar. „Ólafur Stefánsson. Það er bara list,“ sagði Einar en Stefán Árni greip það á lofti og spurði Einar hreint út hver væri besti íslenski handboltamaður allra tíma. „Það er Ólafur Stefánsson. Ólafur Stefánsson er besti handboltamaður sem spilað hefur og að mínu mati er Ólafur einn af þremur bestu handboltamönnum í heiminum nokkurn tímann,“ sagði Einar. „Aron Pálmarsson er getulega þarna. Það sem við horfum alltaf í er árangur landsliðsins og hans ferill með landsliðinu,“ sagði Einar og vildi líkja Aroni við Eið Smára Guðjohnsen þegar kemur að árangri með landsliðinu. „Náðu báðir geðveikum árangri með félagsliðum og allt það. Óli náði þessu öllu. Aron er betri handboltamaður en Óli Stef. Þegar þú horfir á hann inn á handboltavelli. Hann er geðveikur,“ sagði Einar. Það er eitthvað að fara að gerast „Mér finnst Aron núna og á síðasta móti líka, þó að síðasta móti hafi ekki verið eitthvað stórkostlegt, þá sá ég eitthvað í Aroni sem var bara: Það er eitthvað að fara að gerast þarna,“ sagði Einar. „Ef hann heldur áfram sem horfir þá vonandi fáum við að fara að fá eitthvað meira frá landsliðinu,“ skaut Bjarni inn í. „Þetta kom seint hjá Óla. Hann var við það að floppa,“ sagði Einar í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Aron og landsliðið hér fyrir neðan en þar er af nægu að taka enda menn í miklu stuði eftir frábæran sigur.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira