Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 10:30 Orri Freyr Þorkelsson hefur nýtt færin sín frábærlega á mótinu til þessa og fékk líka mikið hrós í Besta sætinu. Vísir/Vilhelm Einn leikmaður hefur sprungið út á HM í handbolta í ár og það er vinstri hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson sem hefur eignað sér stöðuna og hjálpað mikið til við draumabyrjun Íslands á heimsmeistaramótinu. Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. „Orri Freyr Þorkelsson er búinn að vera æðislegur á mótinu. Þrjú mörk úr þremur skotum í þessum leik. Það er eitt móment þar sem hann tekur markvörðinn þeirra,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er erfitt að lýsa þessu í hlaupvarpi. Það er þegar hann vindur upp á úlnliðinn og leggur boltann yfir höfuðið á markverðinum. Þarna ertu svolítið á handboltamáli að segja fokkaðu þér,“ sagði Stefán. Gaurinn er með svo mikið sjálfstraust „Þetta sýnir það bara að gaurinn er með svo mikið sjálfstraust að það er hrein unun að sjá hann. Mér finnst svo fallegt, af því ég þjálfað þennan strák og veit að hann ógeðslega duglegur og flottur strákur. Hann er að taka þetta allt á vinnuseminni og trúnni,“ sagði Bjarni Fritzson. „Hann er valinn fyrst í landsliðið hjá Gumma og fær þar einhverjar mínútur. Hann fékk að byrja þegar Bjarki fór í sóttkví. Svo dettur hann í kjölfarið út. Þið sjáið hvað gaurinn hefur gert síðan. Hann hefur spýtt í lófana og lagt harðar að sér,“ sagði Bjarni. „Nú er hann kominn aftur í landsliðið og núna er hann að grípa mómentið,“ sagði Bjarni. „Hann er þarna til Elverum frá Haukum. Elverum er flottur klúbbur og norska deildin er fín. Hann spilar varla mínútu þar nema einhverjar ruslmínútur. Elverum er í Meistaradeildinni,“ sagði Einar. Hann er geggjaður „Svo ákveður hann að fara til Sporting. Ég horfði á hann með Haukum áður en hann fór út og hugsaði: Hann er geggjaður,“ sagði Einar en Orri hefur staðið sig mjög vel í portúgölsku deildinni og kemur inn í mótið í góðum gír. „Hann er með geðveika hendi,“ sagði Einar. „Með öll skotin í bókinni,“ skaut Bjarni inn. „Hann er flottur íþróttamaður líka og hoppar vel. Hann hefur allt. Við erum með þrjá heimsklassa A plús leikmenn. Aron Pálmarsson er þar. Mér finnst Viktor [Gísli Hallgrímsson, markvörður] vera að komast í þennan flokk. Aron er þar og búinn að vera þar í einhver ár. Orri er bara að rúlla þarna inn,“ sagði Einar. Það má finna alla umræðuna um Orra og íslenska landsliðið í þættinum sem er allur hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira
Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. „Orri Freyr Þorkelsson er búinn að vera æðislegur á mótinu. Þrjú mörk úr þremur skotum í þessum leik. Það er eitt móment þar sem hann tekur markvörðinn þeirra,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er erfitt að lýsa þessu í hlaupvarpi. Það er þegar hann vindur upp á úlnliðinn og leggur boltann yfir höfuðið á markverðinum. Þarna ertu svolítið á handboltamáli að segja fokkaðu þér,“ sagði Stefán. Gaurinn er með svo mikið sjálfstraust „Þetta sýnir það bara að gaurinn er með svo mikið sjálfstraust að það er hrein unun að sjá hann. Mér finnst svo fallegt, af því ég þjálfað þennan strák og veit að hann ógeðslega duglegur og flottur strákur. Hann er að taka þetta allt á vinnuseminni og trúnni,“ sagði Bjarni Fritzson. „Hann er valinn fyrst í landsliðið hjá Gumma og fær þar einhverjar mínútur. Hann fékk að byrja þegar Bjarki fór í sóttkví. Svo dettur hann í kjölfarið út. Þið sjáið hvað gaurinn hefur gert síðan. Hann hefur spýtt í lófana og lagt harðar að sér,“ sagði Bjarni. „Nú er hann kominn aftur í landsliðið og núna er hann að grípa mómentið,“ sagði Bjarni. „Hann er þarna til Elverum frá Haukum. Elverum er flottur klúbbur og norska deildin er fín. Hann spilar varla mínútu þar nema einhverjar ruslmínútur. Elverum er í Meistaradeildinni,“ sagði Einar. Hann er geggjaður „Svo ákveður hann að fara til Sporting. Ég horfði á hann með Haukum áður en hann fór út og hugsaði: Hann er geggjaður,“ sagði Einar en Orri hefur staðið sig mjög vel í portúgölsku deildinni og kemur inn í mótið í góðum gír. „Hann er með geðveika hendi,“ sagði Einar. „Með öll skotin í bókinni,“ skaut Bjarni inn. „Hann er flottur íþróttamaður líka og hoppar vel. Hann hefur allt. Við erum með þrjá heimsklassa A plús leikmenn. Aron Pálmarsson er þar. Mér finnst Viktor [Gísli Hallgrímsson, markvörður] vera að komast í þennan flokk. Aron er þar og búinn að vera þar í einhver ár. Orri er bara að rúlla þarna inn,“ sagði Einar. Það má finna alla umræðuna um Orra og íslenska landsliðið í þættinum sem er allur hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira