Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2025 16:57 Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er talinn hafa dregið sér að minnsta kosti þrettán milljónir króna, að sögn leikhússtjóra. Málið sé lamandi högg fyrir starfsfólk og listamenn. Framkvæmdastjórinn verður kærður til lögreglu á morgun. Tjarnarbíó við Tjarnargötu hefur um árabil verið svo gott sem eina athvarf sjálfstæðra sviðslistahópa á landinu. Forsvarsmenn leikhússins hafa um árabil vakið athygli á bágri stöðu þess og árið 2023 var leikhúsinu næstum lokað fyrir fullt og allt, þangað til Reykjavíkurborg greip í taumana. Nýr leikhússtjóri tók við stjórnartaumunum í Tjarnarbíó í september og nú í janúar fór hann ofan í saumana á fjármálum hússins. Við þá yfirferð vöknuðu spurningar um tiltekinn reikning og í kjölfarið kviknuðu grunsemdir um fjárdrátt. „Og við erum nú búin að safna saman nægilegum gögnum og upplýsingum að við teljum okkur hafa ástæðu til þess að kæra. Bæði stjórn Tjarnarbíós og ég ætlum að taka þetta alla leið. Enda eru þetta töluverðar upphæðir og einbeittur brotavilji,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri. Viðtalið við hann í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Hafi brugðist góðum vinum Sindri Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdráttinn. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár vegna málaferla hans og Ingólfs Þórarinssonar, Ingós veðurguðs. Sindra var sagt upp störfum hjá Tjarnarbíó um áramótin, áður en hinn meinti glæpur komst upp. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ segir Snæbjörn. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir ykkur í húsinu? „Ég er búinn að vera andvaka. Ég lýg því ekki. Við erum öll búin að vera í miklu áfalli. Ég kannski minnst, ég hef ekki unnið við hlið Sindra í mörg ár. Þetta er mikið áfall fyrir samstarfsmenn og góða vini sem hann hefur brugðist.“ Starfsemi Tjarnarbíós verður seint talin umfangsmikil og ljóst að þrettán milljónir eru þar talsverður biti. Snæbjörn segir það einmitt sæta furðu hversu lengi meintur fjárdráttur viðgekkst. Hann telur þó framtíð Tjarnarbíós ekki í hættu. „Það var alveg lamandi þegar maður áttaði sig á þessu fyrst en ég vona að við náum að svara öllum spurningum og náum réttlátri niðurstöðu.“ Snæbjörn reiknar með að málið verði kært til lögreglu á morgun. Ekki hefur náðst í Sindra Þór vegna málsins í dag. Leikhús Reykjavík Lögreglumál Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Tjarnarbíó við Tjarnargötu hefur um árabil verið svo gott sem eina athvarf sjálfstæðra sviðslistahópa á landinu. Forsvarsmenn leikhússins hafa um árabil vakið athygli á bágri stöðu þess og árið 2023 var leikhúsinu næstum lokað fyrir fullt og allt, þangað til Reykjavíkurborg greip í taumana. Nýr leikhússtjóri tók við stjórnartaumunum í Tjarnarbíó í september og nú í janúar fór hann ofan í saumana á fjármálum hússins. Við þá yfirferð vöknuðu spurningar um tiltekinn reikning og í kjölfarið kviknuðu grunsemdir um fjárdrátt. „Og við erum nú búin að safna saman nægilegum gögnum og upplýsingum að við teljum okkur hafa ástæðu til þess að kæra. Bæði stjórn Tjarnarbíós og ég ætlum að taka þetta alla leið. Enda eru þetta töluverðar upphæðir og einbeittur brotavilji,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri. Viðtalið við hann í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Hafi brugðist góðum vinum Sindri Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdráttinn. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár vegna málaferla hans og Ingólfs Þórarinssonar, Ingós veðurguðs. Sindra var sagt upp störfum hjá Tjarnarbíó um áramótin, áður en hinn meinti glæpur komst upp. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ segir Snæbjörn. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir ykkur í húsinu? „Ég er búinn að vera andvaka. Ég lýg því ekki. Við erum öll búin að vera í miklu áfalli. Ég kannski minnst, ég hef ekki unnið við hlið Sindra í mörg ár. Þetta er mikið áfall fyrir samstarfsmenn og góða vini sem hann hefur brugðist.“ Starfsemi Tjarnarbíós verður seint talin umfangsmikil og ljóst að þrettán milljónir eru þar talsverður biti. Snæbjörn segir það einmitt sæta furðu hversu lengi meintur fjárdráttur viðgekkst. Hann telur þó framtíð Tjarnarbíós ekki í hættu. „Það var alveg lamandi þegar maður áttaði sig á þessu fyrst en ég vona að við náum að svara öllum spurningum og náum réttlátri niðurstöðu.“ Snæbjörn reiknar með að málið verði kært til lögreglu á morgun. Ekki hefur náðst í Sindra Þór vegna málsins í dag.
Leikhús Reykjavík Lögreglumál Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58
Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57