Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2025 19:28 Grunn- og leikskólakennarar eru á leið í verkfall. Vísir Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu laugardaginn 1. febrúar í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Fréttastofa tók saman hvar og hvenær verkföll eru fyrirhuguð og hvort um tímabundin eða ótímabundin verkföll í hverjum skóla fyrir sig er að ræða. Brösuglega hefur gengið að ná sáttum í yfirstandandi kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Fréttastofa hefur fjallað um kjaradeiluna en nýjustu fréttir af henni má nálgast hér. Þar sem verkfallsaðgerðir eru mismunandi eftir svæðum og skólastigum hefur ákveðinn glundroði skapast í hinum ýmsu Facebookhópum, spjallþráðum og kaffisstofum vinnustaða, varðandi hvenær verkföllin hefjist, hvar og hve lengi þau vara. Eftirfarandi samantekt kann að vinna bót á því. Ótímabundin í leikskólum Öll fyrirhuguð verkföll leikskólakennara eru ótímabundin og hefjast að óbreyttu þann 1. febrúar. Leikskólakennarar í eftirfarandi leikskólum munu leggja niður störf. Leikskóli Seltjarnarness Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki Leikskóli Snæfellsbæjar Hulduheimar á Akureyri Höfðaberg í Mosfellsbæ Lundaból í Garðabæ Lyngheimar í Reykjavík Lyngholt á Reyðarfirði Óskaland í Hveragerði Rauðhóll í Reykjavík Stakkaborg í Reykjavík Teigasel á Akranesi Þess má geta að verkföll stóðu yfir í leikskóla Seltjarnarness, Holti, Drafnarsteini, og Ársölum fyrir áramót en var frestað á miðnætti 29. nóvember 2024. Tímabundin í grunnskólum Fyrirhuguð verkföll grunnskólakennara eru aftur á móti öll tímabundin. Að óbreyttu leggja kennarar í eftirfarandi þremur skólum niður störf á tímabilinu 1. til 21. febrúar. Árbæjarskóli í Reykjavík Garðaskóli í Garðabæ Heiðarskóli í Reykjanesbæ Verkföll vara fimm dögum lengur, eða frá 1. til 26. febrúar, í eftirfarandi skólum, að óbreyttu. Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum Engjaskóli í Reykjavík Grundaskóli á Akranesi Lindaskóli í Kópavogi Enn óljóst með framhalds- og tónlistarskóla Enn hafa ekki borist upplýsingar um umfang fyrirhugaðra verkfallsaðgerða framhalds- og tónlistarkennara. Á vef Kennarasambandsins, þar sem ofangreindra upplýsinga var aflað, segir að viðkomandi aðildarfélög muni hefja undirbúning aðgerða þann 1. febrúar en þá lýkur friðarskyldu sem sett var á deiluaðila eftir að verkföllum var frestað þann 29. nóvember. Fram kemur að greint verði frá fyrirhuguðum aðgerðum í framhalds- og tónlistarskólum þegar upplýsingar liggja fyrir. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Brösuglega hefur gengið að ná sáttum í yfirstandandi kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Fréttastofa hefur fjallað um kjaradeiluna en nýjustu fréttir af henni má nálgast hér. Þar sem verkfallsaðgerðir eru mismunandi eftir svæðum og skólastigum hefur ákveðinn glundroði skapast í hinum ýmsu Facebookhópum, spjallþráðum og kaffisstofum vinnustaða, varðandi hvenær verkföllin hefjist, hvar og hve lengi þau vara. Eftirfarandi samantekt kann að vinna bót á því. Ótímabundin í leikskólum Öll fyrirhuguð verkföll leikskólakennara eru ótímabundin og hefjast að óbreyttu þann 1. febrúar. Leikskólakennarar í eftirfarandi leikskólum munu leggja niður störf. Leikskóli Seltjarnarness Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki Leikskóli Snæfellsbæjar Hulduheimar á Akureyri Höfðaberg í Mosfellsbæ Lundaból í Garðabæ Lyngheimar í Reykjavík Lyngholt á Reyðarfirði Óskaland í Hveragerði Rauðhóll í Reykjavík Stakkaborg í Reykjavík Teigasel á Akranesi Þess má geta að verkföll stóðu yfir í leikskóla Seltjarnarness, Holti, Drafnarsteini, og Ársölum fyrir áramót en var frestað á miðnætti 29. nóvember 2024. Tímabundin í grunnskólum Fyrirhuguð verkföll grunnskólakennara eru aftur á móti öll tímabundin. Að óbreyttu leggja kennarar í eftirfarandi þremur skólum niður störf á tímabilinu 1. til 21. febrúar. Árbæjarskóli í Reykjavík Garðaskóli í Garðabæ Heiðarskóli í Reykjanesbæ Verkföll vara fimm dögum lengur, eða frá 1. til 26. febrúar, í eftirfarandi skólum, að óbreyttu. Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum Engjaskóli í Reykjavík Grundaskóli á Akranesi Lindaskóli í Kópavogi Enn óljóst með framhalds- og tónlistarskóla Enn hafa ekki borist upplýsingar um umfang fyrirhugaðra verkfallsaðgerða framhalds- og tónlistarkennara. Á vef Kennarasambandsins, þar sem ofangreindra upplýsinga var aflað, segir að viðkomandi aðildarfélög muni hefja undirbúning aðgerða þann 1. febrúar en þá lýkur friðarskyldu sem sett var á deiluaðila eftir að verkföllum var frestað þann 29. nóvember. Fram kemur að greint verði frá fyrirhuguðum aðgerðum í framhalds- og tónlistarskólum þegar upplýsingar liggja fyrir.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira