Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar 28. janúar 2025 16:31 Í frétt á Vísi í síðastliðinni viku var sagt frá eldingu sem laust niður í íbúðarhús í Dyrhólahverfi rétt við Vík í Mýrdal. Íbúar hússins urðu fyrir því tjóni að rafmagnstaflan í húsinu eyðilagðist og má segja að hún hafi sprungið sökum eldingarinnar. Leiða má að því líkum að engar eldingavarnir hafi verið til staðar í húsinu, en það hefur verið lenskan hérlendis. Tíðni eldinga á Íslandi er frekar lág miðað við önnur lönd en hættan er þó til staðar. Það sem hefur gerst í Dyrhólahverfinu er að eldingin hefur losað um gríðarlega mikla orku á örskömmum tíma og getur rafstraumur í einni eldingu verið á bilinu 10.000 til 400.000 A (amper). Til að setja þennan rafstraum í samhengi þá er dæmigerð heimilisryksuga að nota um 8 A. Hitastigið í eldingunni getur náð allt að 30.000°C, til samanburðar er vert að minna á að yfirborðshiti Sólarinnar er um 5.500°C. Þessi orka hefur á einhvern hátt fundið leið inn í raflögn hússins og farið beint inn í rafmagnstöfluna, hjarta rafkerfis byggingarinnar. Svona atburðir eru vissulega ekki algengir á Íslandi en þeim verður að gefa gaum, því þeir eru þó það algengir og tjón sem af þeim hlýst er oftast mjög mikið. Sérstaklega á þetta við um umrætt landsvæði allt frá Eyjafjöllum og austur að Höfn og sömuleiðis á Reykjanesi og Snæfellsnesi. Mýmörg dæmi má nefna, m.a. frá Rauðuskriðum í Fljótshlíð/Landeyjum, eins úr Álftaveri þar sem eldingum sló niður í mannvirki og olli miklu tjóni á búnaði og fólki.Atvikið í Áftaveri var þannig að maður hlaut talsverða áverka eftir eldingu sem sló niður í símalögn á sama tíma og viðkomandi var að tala í síma og eldinginn hljóp því að hluta til í gegnum hann. Hægt er að lágmarka áhættu á að eldingar valdi tjóni á rafkerfum bygginga með ýmsum aðferðum. Í sumum tilvikum er ekki um mjög kostnaðarsamar aðgerðir að ræða. Ein aðferðin gerngur út á að „grípa“ eldinguna og koma henni örugglega til jarðar, framhjá rafkerfi byggingarinnar og mannfólki. Að auki er oft nauðsynlegt að vera með yfirspennuvarnir við rafmagnsinntök sem getur varið búnað fyrir háum spennum. Þá gildir það hvort sem yfirspenna komi frá eldingum eða spennuflökkti í rafkerfi. Maður sem er að nota viðkomandi búnað fær auk þess vörn og hefði klárað sitt símtal í næði, ólíkt ábúanda Álftavers. Þeir sem vilja verja sig gagnvart þessum vágesti, sérstaklega þeir sem búa á fyrrnefndum svæðum hafa eins og fram hefur komið ýmis ráð til þess. Hægt er að leita sér aðstoðar hjá kunnáttufólki, og eru verkfræðistofur og rafverktakar þar augljósir kostir. Mikilvægt er að kynna sér hvaða varnir eru til staðar í rafmagnstöflum viðkomandi bygginga og ganga úr skugga um hvort búnaðurinn sé varinn því oft á tíðum með einföldum lausnum er hægt að koma í veg fyrir fjárhaglegt tjón, jafnvel líkamlegt, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Með þessu greinarkorni er ætlunin að hvetja fólk til þess að skoða þessi mál á sínum starfstöðvum og heimilum, láta kanna hvort það þurfi að gera ráðstafanir og leita til þar til bærra aðila ef sú er niðurstaðan. Höfundur er raforkuverkfræðingur hjá Lotu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Veður Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í frétt á Vísi í síðastliðinni viku var sagt frá eldingu sem laust niður í íbúðarhús í Dyrhólahverfi rétt við Vík í Mýrdal. Íbúar hússins urðu fyrir því tjóni að rafmagnstaflan í húsinu eyðilagðist og má segja að hún hafi sprungið sökum eldingarinnar. Leiða má að því líkum að engar eldingavarnir hafi verið til staðar í húsinu, en það hefur verið lenskan hérlendis. Tíðni eldinga á Íslandi er frekar lág miðað við önnur lönd en hættan er þó til staðar. Það sem hefur gerst í Dyrhólahverfinu er að eldingin hefur losað um gríðarlega mikla orku á örskömmum tíma og getur rafstraumur í einni eldingu verið á bilinu 10.000 til 400.000 A (amper). Til að setja þennan rafstraum í samhengi þá er dæmigerð heimilisryksuga að nota um 8 A. Hitastigið í eldingunni getur náð allt að 30.000°C, til samanburðar er vert að minna á að yfirborðshiti Sólarinnar er um 5.500°C. Þessi orka hefur á einhvern hátt fundið leið inn í raflögn hússins og farið beint inn í rafmagnstöfluna, hjarta rafkerfis byggingarinnar. Svona atburðir eru vissulega ekki algengir á Íslandi en þeim verður að gefa gaum, því þeir eru þó það algengir og tjón sem af þeim hlýst er oftast mjög mikið. Sérstaklega á þetta við um umrætt landsvæði allt frá Eyjafjöllum og austur að Höfn og sömuleiðis á Reykjanesi og Snæfellsnesi. Mýmörg dæmi má nefna, m.a. frá Rauðuskriðum í Fljótshlíð/Landeyjum, eins úr Álftaveri þar sem eldingum sló niður í mannvirki og olli miklu tjóni á búnaði og fólki.Atvikið í Áftaveri var þannig að maður hlaut talsverða áverka eftir eldingu sem sló niður í símalögn á sama tíma og viðkomandi var að tala í síma og eldinginn hljóp því að hluta til í gegnum hann. Hægt er að lágmarka áhættu á að eldingar valdi tjóni á rafkerfum bygginga með ýmsum aðferðum. Í sumum tilvikum er ekki um mjög kostnaðarsamar aðgerðir að ræða. Ein aðferðin gerngur út á að „grípa“ eldinguna og koma henni örugglega til jarðar, framhjá rafkerfi byggingarinnar og mannfólki. Að auki er oft nauðsynlegt að vera með yfirspennuvarnir við rafmagnsinntök sem getur varið búnað fyrir háum spennum. Þá gildir það hvort sem yfirspenna komi frá eldingum eða spennuflökkti í rafkerfi. Maður sem er að nota viðkomandi búnað fær auk þess vörn og hefði klárað sitt símtal í næði, ólíkt ábúanda Álftavers. Þeir sem vilja verja sig gagnvart þessum vágesti, sérstaklega þeir sem búa á fyrrnefndum svæðum hafa eins og fram hefur komið ýmis ráð til þess. Hægt er að leita sér aðstoðar hjá kunnáttufólki, og eru verkfræðistofur og rafverktakar þar augljósir kostir. Mikilvægt er að kynna sér hvaða varnir eru til staðar í rafmagnstöflum viðkomandi bygginga og ganga úr skugga um hvort búnaðurinn sé varinn því oft á tíðum með einföldum lausnum er hægt að koma í veg fyrir fjárhaglegt tjón, jafnvel líkamlegt, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Með þessu greinarkorni er ætlunin að hvetja fólk til þess að skoða þessi mál á sínum starfstöðvum og heimilum, láta kanna hvort það þurfi að gera ráðstafanir og leita til þar til bærra aðila ef sú er niðurstaðan. Höfundur er raforkuverkfræðingur hjá Lotu ehf.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun