Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 31. janúar 2025 07:30 Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum. Heiðrún Lind, sem er ekki aðeins í stjórn SA heldur einnig fyrrverandi meðlimur framkvæmdastjórarnar samtakanna, benti á í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál nýverið að svonefndur stöðugleikasamningur aðila vinnumarkaðarins á alla heildina, hafi leitt til þess að krónutöluhækkanir á taxtalaun valdi launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja. Það þekkja fyrirtæki á veitingamarkaði afar vel, enda samdi SA „fyrir hönd okkar“ í áðurnefndum kjarasamningi, sem valdið hefur verulegum erfiðleikum í grein sem má ekki við slíku, eins og opinberar greiningar hafa sýnt fram á. Fjarlægðin frá samninganefnd SA til veitingamarkaðarins gerði það að verkum að raunveruleikinn komst aldrei inn á borð SA, heldur var samið um heildarmeðaltal sem í reynd þýðir talsvert meiri krónutöluhækkun og aukið hlutfallslegt álag til viðbótar hjá fjölmörgum atvinnugreinum. Hvað veitingamarkaðinn varðar má segja að hækkunin hafi verið 7 – 10% í reynd og það þola fá fyrirtæki. Er þorandi að spyrja tveggja spurninga upphátt? Hvernig er hægt að réttlæta að SA, sem hefur aðeins örfáa veitingamenn í sínum röðum, ákveði kjörin fyrir alla veitingastaði? Hvernig stendur á því að SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta veitingamanna innan sinna raða og umboð af þeirra hálfu til að semja, hafi enga aðkomu að samningum fyrir greinina? Hér er kannski rétt að benda á fyrirkomulagið innan SA, þar sem velta aðildarfyrirtækja ræðu mestu um atkvæðamagn. Sem dæmi má nefna að Marel eitt hefur fleiri atkvæði innan SA en öll veitingahús samanlagt. Má í þessu ljósi ekki ganga enn lengra og spyrja frekari spurninga? Hvað réttlætir að fyrirtæki eins og Marel, Össur, Samherji og Arion banki greiði atkvæði um laun á íslenskum veitingahúsum? Í krafti allsherjarstöðugleikasamninga er það nefnilega reyndin. Veitingamenn hafa ekkert um það að segja, en lúta þess í stað ákvörðunum t.d. stórra útflutningsfyrirtækja. Eitthvað myndi líklega heyrast ef staðan innan SA væri 1 atkvæði á 1 fyrirtæki og veitingamenn færu að greiða atkvæði um laun millistjórnenda hjá Össuri eða bílstjóra hjá Samherja. Sérstaða veitingageirans, þar sem fastráðnir starfsmenn á dagvinnutöxtum þéna oft minna en ungt fólk sem skýst í nokkrar kvöld- og helgarvaktir áður en það heldur sína leið, er skýr og hefur ekkert erindi inn í þennan heim meðaltalsstöðugleikaleiðar þeirra sem öllu ráða. Getur verið að einn samningur fyrir alla gangi í raun út á að stóru aðilarnir fái sitt fram og það á kostnað þess að fórna þeim minni, eins og veitingastöðum? SVEIT tekur undir með stjórnarmanni SA um að meðaltalsstöðugleikaleiðin hafi beðið skipbrot. Sú leið á ekkert erindi lengur á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingamarkaði (SVEIT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalgeir Ásvaldsson Kjaramál Veitingastaðir Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum. Heiðrún Lind, sem er ekki aðeins í stjórn SA heldur einnig fyrrverandi meðlimur framkvæmdastjórarnar samtakanna, benti á í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál nýverið að svonefndur stöðugleikasamningur aðila vinnumarkaðarins á alla heildina, hafi leitt til þess að krónutöluhækkanir á taxtalaun valdi launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja. Það þekkja fyrirtæki á veitingamarkaði afar vel, enda samdi SA „fyrir hönd okkar“ í áðurnefndum kjarasamningi, sem valdið hefur verulegum erfiðleikum í grein sem má ekki við slíku, eins og opinberar greiningar hafa sýnt fram á. Fjarlægðin frá samninganefnd SA til veitingamarkaðarins gerði það að verkum að raunveruleikinn komst aldrei inn á borð SA, heldur var samið um heildarmeðaltal sem í reynd þýðir talsvert meiri krónutöluhækkun og aukið hlutfallslegt álag til viðbótar hjá fjölmörgum atvinnugreinum. Hvað veitingamarkaðinn varðar má segja að hækkunin hafi verið 7 – 10% í reynd og það þola fá fyrirtæki. Er þorandi að spyrja tveggja spurninga upphátt? Hvernig er hægt að réttlæta að SA, sem hefur aðeins örfáa veitingamenn í sínum röðum, ákveði kjörin fyrir alla veitingastaði? Hvernig stendur á því að SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta veitingamanna innan sinna raða og umboð af þeirra hálfu til að semja, hafi enga aðkomu að samningum fyrir greinina? Hér er kannski rétt að benda á fyrirkomulagið innan SA, þar sem velta aðildarfyrirtækja ræðu mestu um atkvæðamagn. Sem dæmi má nefna að Marel eitt hefur fleiri atkvæði innan SA en öll veitingahús samanlagt. Má í þessu ljósi ekki ganga enn lengra og spyrja frekari spurninga? Hvað réttlætir að fyrirtæki eins og Marel, Össur, Samherji og Arion banki greiði atkvæði um laun á íslenskum veitingahúsum? Í krafti allsherjarstöðugleikasamninga er það nefnilega reyndin. Veitingamenn hafa ekkert um það að segja, en lúta þess í stað ákvörðunum t.d. stórra útflutningsfyrirtækja. Eitthvað myndi líklega heyrast ef staðan innan SA væri 1 atkvæði á 1 fyrirtæki og veitingamenn færu að greiða atkvæði um laun millistjórnenda hjá Össuri eða bílstjóra hjá Samherja. Sérstaða veitingageirans, þar sem fastráðnir starfsmenn á dagvinnutöxtum þéna oft minna en ungt fólk sem skýst í nokkrar kvöld- og helgarvaktir áður en það heldur sína leið, er skýr og hefur ekkert erindi inn í þennan heim meðaltalsstöðugleikaleiðar þeirra sem öllu ráða. Getur verið að einn samningur fyrir alla gangi í raun út á að stóru aðilarnir fái sitt fram og það á kostnað þess að fórna þeim minni, eins og veitingastöðum? SVEIT tekur undir með stjórnarmanni SA um að meðaltalsstöðugleikaleiðin hafi beðið skipbrot. Sú leið á ekkert erindi lengur á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingamarkaði (SVEIT).
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar