Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar 6. febrúar 2025 18:01 Kæru framhaldsskólakennarar. Ég ber djúpa virðingu fyrir starfi ykkar. Ég geri mér grein fyrir því að kjarabarátta kennara er réttmæt og mikilvæg. Framhaldsskólanám og framhaldsskólakennarar mynda mikilvæga hornsteina framtíðarsamfélags þjóðarinnar og ég efast ekki um að þið, framhaldsskólakennarar, berið hag nemenda ykkar fyrir brjósti – nú þegar þið berjist fyrir sanngjörnum kjörum og betra starfsumhverfi. En í þeirri baráttu vil ég biðja ykkur um eitt: Varpið ekki allri ábyrgð á túlkun og útskýringu kjaradeilu framhaldsskólakennara eingöngu á okkur, foreldra ólögráðra menntaskólanema. Fyrsta árs nemar í menntaskóla þurfa skýran stuðning Sonur minn er í sínu fyrsta ári í menntaskóla. Hann, eins og margir aðrir nemendur sem eru á sama stað í námi, er enn að læra hvernig framhaldsskólakerfið virkar, hvernig nám í áfangakerfi gengur fyrir sig og hvernig hann getur skipulagt sig til að ná árangri. Látum ekki börnin sækja fréttir í fjölmiðla Nú stendur til að framhaldsskólakennarar fari í ótímabundið verkfall í nokkrum skólum, takist ekki samningar fyrir 21. febrúar. Það eina sem sextán ára gamall sonur minn veit um stöðuna er það sem hann les í fjölmiðlum – eða það sem ég, móðir hans, segi honum eftir að hafa reynt að leita svara hjá yfirvöldum með misjöfnum árangri. Nemendur eiga skýlausan rétt á upplýsingum frá kennurum Það er ekki ásættanlegt að ábyrgðin á því að útskýra kjaradeilu framhaldsskólakennara, áhrif verkfallsins og óvissu um nám framtíðarinnar sé eingöngu okkar foreldra. Þetta eru ykkar nemendur – þeir eiga rétt á skýrum upplýsingum frá ykkur og skólayfirvöldum. Réttindum fylgja skyldur – gagnkvæm virðing er lykilatriði Ég geri mér grein fyrir því að kennarar eiga rétt á því að fara í verkfall. Við foreldrar eigum að sýna ykkar baráttu virðingu og flest gerum við það. En rétt eins og við foreldrar sýnum virðingu fyrir ykkur, kennurum, eiga nemendur og foreldrar líka rétt á eðlilegri nærgætni og gagnkvæmri virðingu af ykkar hálfu og af hálfu menntayfirvalda. Nemendur og við foreldrar eigum ekki að vera skilin eftir í óvissu – við eigum rétt á upplýsingum og samráði um hvaða áhrif verkfall muni hafa á námsframvindu nemenda. Hjálpumst öll að – sem eitt samfélag Því skora ég á ykkur, alla framhaldsskólakennara og alla stjórnendur framhaldsskóla, að vinna með okkur foreldrum að því að tryggja að allir nemendur fái skýrar og samræmdar upplýsingar um eðli kjarabaráttu ykkar, ástæðu yfirvofandi verkfalls og einnig skora ég á ykkur öll að upplýsa nemendur jafnt og þétt um raunverulega stöðu mála. 1. Útskýrið fyrir nemendum hvað ótímabundið skæruverkfall þýðir fyrir þá. 2. Látið nemendur ekki lesa fréttir í fjölmiðlum án upplýsinga frá kennurum. 3. Heiðrið samskipti við foreldra og tryggið að allir fái sömu upplýsingar. Spurningar móður menntskælings til samninganefndar ríkisins Til að fá skýr svör um áhrif verkfallsins á nemendur, skrifaði ég í dag formlega fyrirspurn til Samninganefndar ríkisins á netfang Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar óskaði ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum: A. Er samninganefnd ríkisins meðvituð um þær afleiðingar sem ótímabundið verkfall framhaldsskólakennara getur haft á námsframvindu nemenda? B. Er einhver vinna í gangi innan stjórnkerfisins til að tryggja að nemendur fái skýrar leiðbeiningar um stöðu sína, t.d. um hvort þeir geti lokið námi sínu eftir verkfallið? C. Hafa menntayfirvöld, ráðuneyti eða aðrir samningsaðilar sett fram úrræði til að tryggja að nemendur fái ekki varanlegt tjón á menntabraut sinni? D. Ef ekki næst samkomulag fyrir 21. febrúar, hefur samninganefnd ríkisins þá íhugað að tryggja aðgerðir sem vernda hagsmuni nemenda? Ég skrifaði einnig þessi orð í erindi mínu til samninganefndar ríkisins: „Sonur minn hefur skilað öllum verkefnum sínum á vorönninni og lagt hart að sér í námi. Það er ekki réttlátt að hann og aðrir nemendur séu teknir sem gíslar í þessari vinnudeilu án þess að tryggt sé að þeir fái klárað sitt nám.“ Fyrir utan þessa fyrirspurn hef ég einnig sent sambærileg erindi til Félags framhaldsskólakennara, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Umboðsmanns barna. Ég get einungis vonað að yfirvöld muni svara fyrirspurnum mínum. Einlæg ósk móður menntskælings til framhaldsskólakennara Þið, framhaldsskólakennarar, hafið kennt nemendum ykkar að menntun sé dýrmæt. Þið hafið kennt þeim að rödd þeirra skipti máli. Þið hafið kennt þeim að góð samskipti og gagnkvæm virðing skipti sköpum í samfélaginu. Nú er tækifærið til að sýna einmitt það í verki. Með virðingu, kærleika og von um skýra upplýsingagjöf, Höfundur er móðir sextán ára menntskælings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Kæru framhaldsskólakennarar. Ég ber djúpa virðingu fyrir starfi ykkar. Ég geri mér grein fyrir því að kjarabarátta kennara er réttmæt og mikilvæg. Framhaldsskólanám og framhaldsskólakennarar mynda mikilvæga hornsteina framtíðarsamfélags þjóðarinnar og ég efast ekki um að þið, framhaldsskólakennarar, berið hag nemenda ykkar fyrir brjósti – nú þegar þið berjist fyrir sanngjörnum kjörum og betra starfsumhverfi. En í þeirri baráttu vil ég biðja ykkur um eitt: Varpið ekki allri ábyrgð á túlkun og útskýringu kjaradeilu framhaldsskólakennara eingöngu á okkur, foreldra ólögráðra menntaskólanema. Fyrsta árs nemar í menntaskóla þurfa skýran stuðning Sonur minn er í sínu fyrsta ári í menntaskóla. Hann, eins og margir aðrir nemendur sem eru á sama stað í námi, er enn að læra hvernig framhaldsskólakerfið virkar, hvernig nám í áfangakerfi gengur fyrir sig og hvernig hann getur skipulagt sig til að ná árangri. Látum ekki börnin sækja fréttir í fjölmiðla Nú stendur til að framhaldsskólakennarar fari í ótímabundið verkfall í nokkrum skólum, takist ekki samningar fyrir 21. febrúar. Það eina sem sextán ára gamall sonur minn veit um stöðuna er það sem hann les í fjölmiðlum – eða það sem ég, móðir hans, segi honum eftir að hafa reynt að leita svara hjá yfirvöldum með misjöfnum árangri. Nemendur eiga skýlausan rétt á upplýsingum frá kennurum Það er ekki ásættanlegt að ábyrgðin á því að útskýra kjaradeilu framhaldsskólakennara, áhrif verkfallsins og óvissu um nám framtíðarinnar sé eingöngu okkar foreldra. Þetta eru ykkar nemendur – þeir eiga rétt á skýrum upplýsingum frá ykkur og skólayfirvöldum. Réttindum fylgja skyldur – gagnkvæm virðing er lykilatriði Ég geri mér grein fyrir því að kennarar eiga rétt á því að fara í verkfall. Við foreldrar eigum að sýna ykkar baráttu virðingu og flest gerum við það. En rétt eins og við foreldrar sýnum virðingu fyrir ykkur, kennurum, eiga nemendur og foreldrar líka rétt á eðlilegri nærgætni og gagnkvæmri virðingu af ykkar hálfu og af hálfu menntayfirvalda. Nemendur og við foreldrar eigum ekki að vera skilin eftir í óvissu – við eigum rétt á upplýsingum og samráði um hvaða áhrif verkfall muni hafa á námsframvindu nemenda. Hjálpumst öll að – sem eitt samfélag Því skora ég á ykkur, alla framhaldsskólakennara og alla stjórnendur framhaldsskóla, að vinna með okkur foreldrum að því að tryggja að allir nemendur fái skýrar og samræmdar upplýsingar um eðli kjarabaráttu ykkar, ástæðu yfirvofandi verkfalls og einnig skora ég á ykkur öll að upplýsa nemendur jafnt og þétt um raunverulega stöðu mála. 1. Útskýrið fyrir nemendum hvað ótímabundið skæruverkfall þýðir fyrir þá. 2. Látið nemendur ekki lesa fréttir í fjölmiðlum án upplýsinga frá kennurum. 3. Heiðrið samskipti við foreldra og tryggið að allir fái sömu upplýsingar. Spurningar móður menntskælings til samninganefndar ríkisins Til að fá skýr svör um áhrif verkfallsins á nemendur, skrifaði ég í dag formlega fyrirspurn til Samninganefndar ríkisins á netfang Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar óskaði ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum: A. Er samninganefnd ríkisins meðvituð um þær afleiðingar sem ótímabundið verkfall framhaldsskólakennara getur haft á námsframvindu nemenda? B. Er einhver vinna í gangi innan stjórnkerfisins til að tryggja að nemendur fái skýrar leiðbeiningar um stöðu sína, t.d. um hvort þeir geti lokið námi sínu eftir verkfallið? C. Hafa menntayfirvöld, ráðuneyti eða aðrir samningsaðilar sett fram úrræði til að tryggja að nemendur fái ekki varanlegt tjón á menntabraut sinni? D. Ef ekki næst samkomulag fyrir 21. febrúar, hefur samninganefnd ríkisins þá íhugað að tryggja aðgerðir sem vernda hagsmuni nemenda? Ég skrifaði einnig þessi orð í erindi mínu til samninganefndar ríkisins: „Sonur minn hefur skilað öllum verkefnum sínum á vorönninni og lagt hart að sér í námi. Það er ekki réttlátt að hann og aðrir nemendur séu teknir sem gíslar í þessari vinnudeilu án þess að tryggt sé að þeir fái klárað sitt nám.“ Fyrir utan þessa fyrirspurn hef ég einnig sent sambærileg erindi til Félags framhaldsskólakennara, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Umboðsmanns barna. Ég get einungis vonað að yfirvöld muni svara fyrirspurnum mínum. Einlæg ósk móður menntskælings til framhaldsskólakennara Þið, framhaldsskólakennarar, hafið kennt nemendum ykkar að menntun sé dýrmæt. Þið hafið kennt þeim að rödd þeirra skipti máli. Þið hafið kennt þeim að góð samskipti og gagnkvæm virðing skipti sköpum í samfélaginu. Nú er tækifærið til að sýna einmitt það í verki. Með virðingu, kærleika og von um skýra upplýsingagjöf, Höfundur er móðir sextán ára menntskælings
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun