Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar 9. febrúar 2025 16:02 Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á einum mikilvægustu tímamótum í nærri aldarlangri sögu sinni. Eftir að hafa nær óslitið stjórnað og mótað íslenskt samfélag stóran hluta 20. og 21. aldar stendur flokkurinn frammi fyrir áskorunum, sem og stórkostlegum tækifærum. Áskoranirnar felast í hinu sögulega lága fylgi flokksins á landsvísu í síðustu þingkosningum og þeirri staðreynd að flokkurinn er um þessar mundir utan ríkisstjórnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú gefst tækifæri til að snúa þessari stöðu og nýta þann frjóa jarðveg sem er til staðar meðal sjálfstæðisfólks um allt land, í sveitastjórnum og atvinnulífi. Þar á Sjálfstæðisflokkurinn öflugt bakland sem mikilvægt er að virkja. Það er ljóst að stjórnarsamstarfið við Vinstri græn reyndist Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt. Flokkurinn vék of mikið frá stefnu sinni, þeirri stefnu sem hefur verið lykill að velgengni hans og íslensks samfélags í hartnær 100 ár. Úrslit síðustu þingkosninga sýndu að þegar flokkar hætta að tala fyrir stefnu sinni í ríkisstjórnarsamstarfi er þeim refsað. Einn gárungi sagði mér frá tilfinningu sinni gagnvart síðustu ríkisstjórn: Honum fannst eins og formenn stjórnarflokkanna þriggja hefðu allir getað verið formenn hinna flokkanna. Með sífelldum málamiðlunum hyrfi pólitísk sérstaða og um leið tilgangur og hlutverk. Það er því mikilvægt að sjálfstæðisfólk kjósi sér formann sem hefur sýnt í orðum og gjörðum að hann starfar eftir sjálfstæðisstefnunni og hvikar hvergi. Þetta eru þau tímamót sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur á. Það er ekki nóg að benda á breytt flokkakerfi og nýja flokka sem orsök minnkandi fylgis. Við verðum að horfast í augu við að framtíðinni verður aðeins breytt ef við lærum af fortíðinni. Sjálfstæðisstefnan snýst um frelsi, fullveldi, einstaklingsframtak og að Ísland verði land tækifæranna. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn formann sem skilur þær hröðu breytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum og sér hvernig fjölskyldur, einstaklingar og fyrirtæki geta skapað tækifæri fyrir sig og samfélagið allt í þeim breytingum. Þess vegna ætla ég að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á einum mikilvægustu tímamótum í nærri aldarlangri sögu sinni. Eftir að hafa nær óslitið stjórnað og mótað íslenskt samfélag stóran hluta 20. og 21. aldar stendur flokkurinn frammi fyrir áskorunum, sem og stórkostlegum tækifærum. Áskoranirnar felast í hinu sögulega lága fylgi flokksins á landsvísu í síðustu þingkosningum og þeirri staðreynd að flokkurinn er um þessar mundir utan ríkisstjórnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú gefst tækifæri til að snúa þessari stöðu og nýta þann frjóa jarðveg sem er til staðar meðal sjálfstæðisfólks um allt land, í sveitastjórnum og atvinnulífi. Þar á Sjálfstæðisflokkurinn öflugt bakland sem mikilvægt er að virkja. Það er ljóst að stjórnarsamstarfið við Vinstri græn reyndist Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt. Flokkurinn vék of mikið frá stefnu sinni, þeirri stefnu sem hefur verið lykill að velgengni hans og íslensks samfélags í hartnær 100 ár. Úrslit síðustu þingkosninga sýndu að þegar flokkar hætta að tala fyrir stefnu sinni í ríkisstjórnarsamstarfi er þeim refsað. Einn gárungi sagði mér frá tilfinningu sinni gagnvart síðustu ríkisstjórn: Honum fannst eins og formenn stjórnarflokkanna þriggja hefðu allir getað verið formenn hinna flokkanna. Með sífelldum málamiðlunum hyrfi pólitísk sérstaða og um leið tilgangur og hlutverk. Það er því mikilvægt að sjálfstæðisfólk kjósi sér formann sem hefur sýnt í orðum og gjörðum að hann starfar eftir sjálfstæðisstefnunni og hvikar hvergi. Þetta eru þau tímamót sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur á. Það er ekki nóg að benda á breytt flokkakerfi og nýja flokka sem orsök minnkandi fylgis. Við verðum að horfast í augu við að framtíðinni verður aðeins breytt ef við lærum af fortíðinni. Sjálfstæðisstefnan snýst um frelsi, fullveldi, einstaklingsframtak og að Ísland verði land tækifæranna. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn formann sem skilur þær hröðu breytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum og sér hvernig fjölskyldur, einstaklingar og fyrirtæki geta skapað tækifæri fyrir sig og samfélagið allt í þeim breytingum. Þess vegna ætla ég að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun