Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 08:01 Umferð á Íslandi heldur áfram að aukast. Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum og við sjáum meðal annars í gögnum okkar hjá Sjóvá talsverða aukningu í framrúðutjónum. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að umferð milli janúarmánaða 2024 og 2025 eykst um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi og var slegið nýtt umferðarmet með rúmlega 70.000 bílum að jafnaði á dag. Tæplega 68.000 ökutæki (á sólarhring) fóru um þessa sömu vegi í janúar á síðasta ári. Árleg meðaltalsaukning í janúar frá upphafi samantektar er 3,3% og er því núverandi aukning vel yfir meðaltali. Fleiri skemmdar framrúður Framrúðutjón hjá Sjóvá hafa aukist umtalsvert milli ára. En á sama tíma færðust framrúðuviðgerðir einnig í aukana, sem eru vissulega góðar fréttir þar sem framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari og umhverfisvænni kostur en framrúðuskipti. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kg af koldíoxíði (CO2) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Auk þess er viðgerðin fljótleg og ókeypis fyrir viðskiptavini tryggingafélaga sem greiða enga eigin áhættu. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast vega veldur og hefur kostnaðurinn aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Áður hefur komið fram í umræðunni að framrúðutjón vegi t.a.m. þungt í rekstri bílaleiga. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Ókeypis viðgerð Óhemju mikið magn af framrúðum er flutt til landsins í hverri viku með tilheyrandi kostnaði og sóun. Við viljum auðvitað helst reyna að koma í veg fyrir að framrúður skaddist en ef það gengur ekki má reyna að gera við. Til þess að það sé mögulegt er mikilvægt að vera með svokallaðan framrúðuplástur í bílnum og setja hann á skemmdina strax og óhapp verður. Þá er líklegra að hægt sé að gera við framrúðuna en nauðsynlegt er að fara með bílinn á verkstæði við fyrsta tækifæri. Framrúðuplástur gegnir í raun svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á skemmdir í framrúðum bíla. Hægt er að nálgast framrúðuplásturinn ókeypis í útibúum tryggingafélaga, hjá rúðuverkstæðum og víðar. Sjóvá hefur lagt mikla áherslu á að stuðla að auknu hlutfalli viðgerða á framrúðum ökutækja í stað þess að skipta út rúðum þar sem það felur í sér margþættan ávinning. Hlutfall viðgerða hefur aukist jafnt og þétt síðustu fimm ár með samstilltu átaki með þjónustuaðilum og var á síðasta ári m.a. haldinn sérstakur „pop-up“ framrúðuviðgerðadagur í bílastæðahúsi Kringlunnar í samstarfi við þjónustuaðila og verslunarmiðstöðina. Skemmst er frá því að segja að færri komust að en vildu og var mikill áhugi fyrir framtakinu. Í því samhengi er vert að minna aftur á að framrúðuviðgerðir eru alltaf ókeypis fyrir okkar viðskiptavini. En hvað veldur? Ljóst er að aukinni umferð fylgir áhætta á fleiri tjónum. Miðað við mikla aukningu framrúðutjóna í okkar ranni má leiða að því líkur að sömu sögu sé að segja á öðrum vígstöðvum og að fleira en aukin umferð komi til. Rætt hefur verið um illa farna vegi, holur og lausamöl sem hafi áhrif. Það þurfi að sópa betur götur og vegi sveitarfélaga og sinna viðgerðum jafnt og þétt. Við búum vissulega við dyntótt veðurfar sem veldur álagi á vegi. Einnig hefur verið bent á aðferðir við slitlagsviðgerðir á vegum landsins sem hafi áhrif og að annað verklag henti betur, t.d. að nota malbik í stað slitlags. Auk þess hefur verið rætt að merkja þurfi vel framkvæmdasvæði og nota jafnvel ljósastýringu oftar þegar lögð er ný klæðning. Vegagerðin hefur án efa fengið fjölda ábendinga um hvað megi betur fara en ljóst er að þær framkvæmdir krefjast fjármagns og forgangsröðunar. Spyrja má hver ásættanleg áhætta sé í þessu samhengi? Aukin tjón á ökutækjum fela ekki einungis í sér sóun heldur eru þau í mörgum tilvikum vísbending um að viðhaldi vega sé ábótavant og slíkt getur leitt til slysa með tilheyrandi áföllum og kostnaði. Við þurfum að taka þessar vísbendingar alvarlega. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umferð á Íslandi heldur áfram að aukast. Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum og við sjáum meðal annars í gögnum okkar hjá Sjóvá talsverða aukningu í framrúðutjónum. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að umferð milli janúarmánaða 2024 og 2025 eykst um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi og var slegið nýtt umferðarmet með rúmlega 70.000 bílum að jafnaði á dag. Tæplega 68.000 ökutæki (á sólarhring) fóru um þessa sömu vegi í janúar á síðasta ári. Árleg meðaltalsaukning í janúar frá upphafi samantektar er 3,3% og er því núverandi aukning vel yfir meðaltali. Fleiri skemmdar framrúður Framrúðutjón hjá Sjóvá hafa aukist umtalsvert milli ára. En á sama tíma færðust framrúðuviðgerðir einnig í aukana, sem eru vissulega góðar fréttir þar sem framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari og umhverfisvænni kostur en framrúðuskipti. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kg af koldíoxíði (CO2) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Auk þess er viðgerðin fljótleg og ókeypis fyrir viðskiptavini tryggingafélaga sem greiða enga eigin áhættu. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast vega veldur og hefur kostnaðurinn aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Áður hefur komið fram í umræðunni að framrúðutjón vegi t.a.m. þungt í rekstri bílaleiga. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Ókeypis viðgerð Óhemju mikið magn af framrúðum er flutt til landsins í hverri viku með tilheyrandi kostnaði og sóun. Við viljum auðvitað helst reyna að koma í veg fyrir að framrúður skaddist en ef það gengur ekki má reyna að gera við. Til þess að það sé mögulegt er mikilvægt að vera með svokallaðan framrúðuplástur í bílnum og setja hann á skemmdina strax og óhapp verður. Þá er líklegra að hægt sé að gera við framrúðuna en nauðsynlegt er að fara með bílinn á verkstæði við fyrsta tækifæri. Framrúðuplástur gegnir í raun svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á skemmdir í framrúðum bíla. Hægt er að nálgast framrúðuplásturinn ókeypis í útibúum tryggingafélaga, hjá rúðuverkstæðum og víðar. Sjóvá hefur lagt mikla áherslu á að stuðla að auknu hlutfalli viðgerða á framrúðum ökutækja í stað þess að skipta út rúðum þar sem það felur í sér margþættan ávinning. Hlutfall viðgerða hefur aukist jafnt og þétt síðustu fimm ár með samstilltu átaki með þjónustuaðilum og var á síðasta ári m.a. haldinn sérstakur „pop-up“ framrúðuviðgerðadagur í bílastæðahúsi Kringlunnar í samstarfi við þjónustuaðila og verslunarmiðstöðina. Skemmst er frá því að segja að færri komust að en vildu og var mikill áhugi fyrir framtakinu. Í því samhengi er vert að minna aftur á að framrúðuviðgerðir eru alltaf ókeypis fyrir okkar viðskiptavini. En hvað veldur? Ljóst er að aukinni umferð fylgir áhætta á fleiri tjónum. Miðað við mikla aukningu framrúðutjóna í okkar ranni má leiða að því líkur að sömu sögu sé að segja á öðrum vígstöðvum og að fleira en aukin umferð komi til. Rætt hefur verið um illa farna vegi, holur og lausamöl sem hafi áhrif. Það þurfi að sópa betur götur og vegi sveitarfélaga og sinna viðgerðum jafnt og þétt. Við búum vissulega við dyntótt veðurfar sem veldur álagi á vegi. Einnig hefur verið bent á aðferðir við slitlagsviðgerðir á vegum landsins sem hafi áhrif og að annað verklag henti betur, t.d. að nota malbik í stað slitlags. Auk þess hefur verið rætt að merkja þurfi vel framkvæmdasvæði og nota jafnvel ljósastýringu oftar þegar lögð er ný klæðning. Vegagerðin hefur án efa fengið fjölda ábendinga um hvað megi betur fara en ljóst er að þær framkvæmdir krefjast fjármagns og forgangsröðunar. Spyrja má hver ásættanleg áhætta sé í þessu samhengi? Aukin tjón á ökutækjum fela ekki einungis í sér sóun heldur eru þau í mörgum tilvikum vísbending um að viðhaldi vega sé ábótavant og slíkt getur leitt til slysa með tilheyrandi áföllum og kostnaði. Við þurfum að taka þessar vísbendingar alvarlega. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar