Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 16:11 Þórhildur Sunna og Rósa Björk komust ekki inn á þing í síðustu þingkosningum enda þurrkuðust Píratar og VG út. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands mun skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn og mun sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verða stjórninni til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Hér fyrir neðan má sjá þá átján sem sóttu um stöðuna en auk fyrrverandi þingmannanna tveggja er þar að finna yfirmann réttindagæslumanna fatlaðs fólks, starfsmann Framsóknar, skólastjóra Ásgarðsskóla, lögreglustjóra og ýmsa aðra: Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi Ársól Clara Arnardóttir, mannréttindafræðingur Esther Ösp Valdimarsdóttir, skólastýra Ásgarðsskóla Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðingur Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, sérfræðingur Gunnar Sær Ragnarsson, starfsmaður þingflokks Framsóknarflokksins Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri Jóhanna Heiðdal, framkvæmdastjóri Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri og fyrrverandi umboðsmaður barna Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Rebekka Rán Samper. lögfræðingur og verkefnastjóri Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sérfræðingur og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Samfylkingar Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur Stefán Vilbergsson, verkefnisstjóri Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Þórdís Helga Másdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata Nýstofnuð stofnun Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní í fyrra. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Alþingi kýs fimm einstaklinga í stjórn Mannréttindastofnunar Íslands og jafnmarga til vara til fjögurra ára í senn. Stjórnin skipar framkvæmdastjórann og skal hann hafa lokið háskólaprófi og búa yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Skipa má framkvæmdastjóra að nýju til fimm ára án auglýsingar en ekki oftar. Stjórnsýsla Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands mun skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn og mun sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verða stjórninni til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Hér fyrir neðan má sjá þá átján sem sóttu um stöðuna en auk fyrrverandi þingmannanna tveggja er þar að finna yfirmann réttindagæslumanna fatlaðs fólks, starfsmann Framsóknar, skólastjóra Ásgarðsskóla, lögreglustjóra og ýmsa aðra: Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi Ársól Clara Arnardóttir, mannréttindafræðingur Esther Ösp Valdimarsdóttir, skólastýra Ásgarðsskóla Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðingur Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, sérfræðingur Gunnar Sær Ragnarsson, starfsmaður þingflokks Framsóknarflokksins Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri Jóhanna Heiðdal, framkvæmdastjóri Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri og fyrrverandi umboðsmaður barna Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Rebekka Rán Samper. lögfræðingur og verkefnastjóri Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sérfræðingur og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Samfylkingar Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur Stefán Vilbergsson, verkefnisstjóri Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Þórdís Helga Másdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata Nýstofnuð stofnun Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní í fyrra. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Alþingi kýs fimm einstaklinga í stjórn Mannréttindastofnunar Íslands og jafnmarga til vara til fjögurra ára í senn. Stjórnin skipar framkvæmdastjórann og skal hann hafa lokið háskólaprófi og búa yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Skipa má framkvæmdastjóra að nýju til fimm ára án auglýsingar en ekki oftar.
Stjórnsýsla Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira