Að lesa Biblíuna eins og Njálu Örn Bárður Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 21:00 Það henti þau Frosta og Finnlaugu, að fundu á Netinu dómsaugu, og helling þau lásu heila Biblíu’ án pásu, en hefðu þurft Jesú-glögg gleraugu. Á RÚV birtist áhugavert viðtal við tvo unga menn sem sækja kirkju og lesa Biblíuna og gera sér glögga grein fyrir því að margt í þeirri bók stangast á við tíðarandann. Þeir tjáðu sig án allra öfga eða fordóma. Sjá neðanmáls. Auðvitað er hægt að lesa Biblíuna og misskilja allt í henni, teygja og toga út í hið óendanlega, eins og umræða á Netinu gefur oft til kynna. Togstreita og túlkunarvandi hefur ætíð verið til staðar og verður áfram. Hið rétta og sanna þarf lesandinn að finna með því að greina hismið frá kjarnanum (t.d. Matt 3.12). Biblían er nefnilega á margan hátt eins og Njála. Í báðum ritum finnast sögulegir textar og líka skáldaðir, um mannlegt samfélag, ást og hatur, unað og ógn, elskusemi og órétt, hrylling og hefndir og hvað eina. Í sumum eldfornum textum Biblíunnar sem urðu til meðal hirðingja sem lifðu í eyðimörkum Mið-Austurlanda finnast ótrúleg spakmæli um fagurt mannlíf. Það þarf ekki 300 fermetra einbýli, dönsk verðlaunahúsgögn, sérhannaða lýsingu og Teslu fyrir utan, til að hugsa fagurt og rétt. Tjaldið, tungl og sól nægðu hirðingjum – og loftið ómengað! Á elstu tímum sem Gamla testamentið greinir frá voru ekki til miðstýrð þjóðfélög eins og við þekkjum, ekkert þing, engin ríkisstjórn, ekkert lögregluvald, ekkert yfirvald nema sá sem fór fyrir ættflokki sínum. Hópar voru margir og reglur um samskipti urðu til á löngum tíma, sem varða karla og konur, systkini, ættmenni og aðra. Halda þurfti utan um hópinn og gæta margs í mannlegum samskiptum og tilhleypingum. Ég les Íslendingasögurnar sem sögulegar bókmenntir og kalla þær „sannar skáldsögur“, því þær túlka veruleikann á skáldlegan hátt. Við skiljum ekki veruleikann nema með skáldskap og listum. Biblían er í senn skáld- og listaverk. Í henni er veruleikinn túlkaður og sumar sögurnar eru hreinir demantar eins og t.d. sagan um Adam og Evu í Paradís. Aðeins nánar um þá sögu, sem er eins og málverk skapað með orðum og svo vel gert að maður sér bókstaflega liti og lauf, fólk og fiðrildi. Allt fullkomið! En svo kemur skyndilega, úr einhverju óræðu, myrku djúpi, skepna sem ætíð vekur ugg og ótta með fólki, liðug skepna með klofna tungu, talandi höggormur, hvíslandi og tælandi. Þau vissu að þau máttu neyta allra ávaxta listigarðsins af öllun trjánum – nema einu! En freistingar eru erfiðar og það vissi tælandi tunga höggormsins og hann lagði fyrir þau eina spurningu, mun lúmskari – og örlagaríkari – en nokkru sinni hefur heyrst í flóknustu gátum – Gettu betur – þátta allra landa og í allri mannkynssögunni. Og þau féllu í gildruna! Hvorki var kvikmyndavél né hljóðnemi á staðnum – og NB! – engir áhorfendur! Sagan er nefnilega fiksjón, tilbúin mynd af tilvistarglímu. Hún er sprottin úr sálarlífi höfundar. Líklega var þetta snjalla skáld karlkyns. Ég ímynda mér að hann og konan hafi átt í erjum, börnin verið óþekk, bræður í deilum, systur afundnar og grannarnir geiflandi sig og grettandi í tíma og ótíma. Og enginn bar til að flýja til í faðm Bakkusar og fá sér einn kaldan. Og höfundurinn spyr: Hvernig stendur á því að veröldin er eins og svikin vara, keypt á Netinu og ekki hægt að skila? Þessi saga er um tilvist okkar og samskipti sem ganga ekki upp, sálarflækjur og siðblindu og allt það sem fer úrskeiðis. Af hverju fokkast allt upp hjá mér? spurði höfundur kannski með einhverju óprenthæfu hebresku enskuslettulíki – og er Biblían nú engin pempía þegar kemur að málfari. Geta má þess að í Eden voru engin epli. Jonagold voru ekki komin á markaðinn. Í textanum er bara nefndur ávöxtur. Eplið er síðari tíma innskot rómantískra málara. Þessi saga er táknsaga, túlkunarlykill að mannlífinu. Hún segir allt um okkur og er þar af leiðandi eilíf. Við lærum margt af góðum sögum í Biblíunni – og Njálu líka, en í hvorugri bókanna er þó allt til eftirbreytni. Nei, öðru nær. Djöfulskapur í hebreskum textum eða íslenskum, er ekki til eftirbeytni, heldur aðeins til upplýsingar, sem stílbragð og til að forðast. Um leið eru þessi rit full af sætri visku og minna má á að viskan býr líka í ljótleikanum, lærdóm má draga af drasli. Biblían er bókasafn (bibliotek) og bækur hennar urðu til á löngum tíma og eru 66 auk svonefndra Apókrýfurita sem eru nú aftur með í nýjustu útgáfum íslenskum. Sjá tengil neðanmáls. En í bókinni er gullinn túlkunarlykill. Hann er fólginn í þeirri persónu sem umskapað hefur heim okkar til betri vegar með lögmáli eða leiðsögn kærleikans. Vestræn þjóðfélög hafa þegið öll sín gildi úr huga þeirrar persónu sem mótað hefur heiminn meir en nokkur önnur. Þú veist hvað hann heitir. Hann heitir Jesús – og Nota Bene, með essi í nefnifalli og beygist á okkar ástkæra, ylhýra: Jesús – Jesú – Jesú – Jesú. Einfalt og tært. Biblían og Njála. Þessar tvær bækur sem hér hafa verið nefndar þarf að lesa með það í huga að báðar geyma sögur af syndugu fólki. Byrjar hann nú með syndina, einu sinni enn, sagði kerlingin um prestinn. Já, það þarf að útskýra syndina. Í Nýja testamentinu (NT) er orðið hamartia notað um það sem á íslensku heitir synd, sem merkir geigun, að missa marks, hitta ekki skotskífuna, brenna af í vítaspyrnu, keyra út af, slæsa og húkka í golfi, missa pútt, fara á svig við hið rétta o.s.frv. Syndinni má einnig líkja við brotalöm. Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist var syndugur. Hlaup var í stýri og því leitaði hann ætíð út af veginum svo ég varð að gera mitt ýtrast til að halda honum á réttum vegi – og það tókst! Seinna varð mér ljóst í gegnum Biblíuna að í mér er sami vandi, sama geigunin sem veldur því að mér hættir til að fara út af Veginum! Og aftur að lestri Biblíunnar. Hana þarf ætíð að lesa með augum Krists, með Jesú-gleraugum. Við þurfum að flokka textana út frá kærleiksboðskap hans sem kennir okkur að elska allt fólk hverrar trúar sem það er, kynhneigðar, sjálfskilnings eða afstöðu til lífsins. Kristur hjálpar okkur að greina hismið frá kjarnanum í lífinu, í Biblíunni, Njálu, á Netinu og alls staðar. En við þurfum samt ekki að vera sammála öllum skoðunum annarra. Enda er slíkt ógerlegt og er efni í annan pistil. Paradís er horfin, en við erum samt á leiðinni þangað, svo magnað og mótsagnakennt sem það er nú þetta líf. Góðar stundir. — Höfundur er pastor emeritus Hér er hægt að hlusta á lestur höfundar á greininni hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Örn Bárður Jónsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það henti þau Frosta og Finnlaugu, að fundu á Netinu dómsaugu, og helling þau lásu heila Biblíu’ án pásu, en hefðu þurft Jesú-glögg gleraugu. Á RÚV birtist áhugavert viðtal við tvo unga menn sem sækja kirkju og lesa Biblíuna og gera sér glögga grein fyrir því að margt í þeirri bók stangast á við tíðarandann. Þeir tjáðu sig án allra öfga eða fordóma. Sjá neðanmáls. Auðvitað er hægt að lesa Biblíuna og misskilja allt í henni, teygja og toga út í hið óendanlega, eins og umræða á Netinu gefur oft til kynna. Togstreita og túlkunarvandi hefur ætíð verið til staðar og verður áfram. Hið rétta og sanna þarf lesandinn að finna með því að greina hismið frá kjarnanum (t.d. Matt 3.12). Biblían er nefnilega á margan hátt eins og Njála. Í báðum ritum finnast sögulegir textar og líka skáldaðir, um mannlegt samfélag, ást og hatur, unað og ógn, elskusemi og órétt, hrylling og hefndir og hvað eina. Í sumum eldfornum textum Biblíunnar sem urðu til meðal hirðingja sem lifðu í eyðimörkum Mið-Austurlanda finnast ótrúleg spakmæli um fagurt mannlíf. Það þarf ekki 300 fermetra einbýli, dönsk verðlaunahúsgögn, sérhannaða lýsingu og Teslu fyrir utan, til að hugsa fagurt og rétt. Tjaldið, tungl og sól nægðu hirðingjum – og loftið ómengað! Á elstu tímum sem Gamla testamentið greinir frá voru ekki til miðstýrð þjóðfélög eins og við þekkjum, ekkert þing, engin ríkisstjórn, ekkert lögregluvald, ekkert yfirvald nema sá sem fór fyrir ættflokki sínum. Hópar voru margir og reglur um samskipti urðu til á löngum tíma, sem varða karla og konur, systkini, ættmenni og aðra. Halda þurfti utan um hópinn og gæta margs í mannlegum samskiptum og tilhleypingum. Ég les Íslendingasögurnar sem sögulegar bókmenntir og kalla þær „sannar skáldsögur“, því þær túlka veruleikann á skáldlegan hátt. Við skiljum ekki veruleikann nema með skáldskap og listum. Biblían er í senn skáld- og listaverk. Í henni er veruleikinn túlkaður og sumar sögurnar eru hreinir demantar eins og t.d. sagan um Adam og Evu í Paradís. Aðeins nánar um þá sögu, sem er eins og málverk skapað með orðum og svo vel gert að maður sér bókstaflega liti og lauf, fólk og fiðrildi. Allt fullkomið! En svo kemur skyndilega, úr einhverju óræðu, myrku djúpi, skepna sem ætíð vekur ugg og ótta með fólki, liðug skepna með klofna tungu, talandi höggormur, hvíslandi og tælandi. Þau vissu að þau máttu neyta allra ávaxta listigarðsins af öllun trjánum – nema einu! En freistingar eru erfiðar og það vissi tælandi tunga höggormsins og hann lagði fyrir þau eina spurningu, mun lúmskari – og örlagaríkari – en nokkru sinni hefur heyrst í flóknustu gátum – Gettu betur – þátta allra landa og í allri mannkynssögunni. Og þau féllu í gildruna! Hvorki var kvikmyndavél né hljóðnemi á staðnum – og NB! – engir áhorfendur! Sagan er nefnilega fiksjón, tilbúin mynd af tilvistarglímu. Hún er sprottin úr sálarlífi höfundar. Líklega var þetta snjalla skáld karlkyns. Ég ímynda mér að hann og konan hafi átt í erjum, börnin verið óþekk, bræður í deilum, systur afundnar og grannarnir geiflandi sig og grettandi í tíma og ótíma. Og enginn bar til að flýja til í faðm Bakkusar og fá sér einn kaldan. Og höfundurinn spyr: Hvernig stendur á því að veröldin er eins og svikin vara, keypt á Netinu og ekki hægt að skila? Þessi saga er um tilvist okkar og samskipti sem ganga ekki upp, sálarflækjur og siðblindu og allt það sem fer úrskeiðis. Af hverju fokkast allt upp hjá mér? spurði höfundur kannski með einhverju óprenthæfu hebresku enskuslettulíki – og er Biblían nú engin pempía þegar kemur að málfari. Geta má þess að í Eden voru engin epli. Jonagold voru ekki komin á markaðinn. Í textanum er bara nefndur ávöxtur. Eplið er síðari tíma innskot rómantískra málara. Þessi saga er táknsaga, túlkunarlykill að mannlífinu. Hún segir allt um okkur og er þar af leiðandi eilíf. Við lærum margt af góðum sögum í Biblíunni – og Njálu líka, en í hvorugri bókanna er þó allt til eftirbreytni. Nei, öðru nær. Djöfulskapur í hebreskum textum eða íslenskum, er ekki til eftirbeytni, heldur aðeins til upplýsingar, sem stílbragð og til að forðast. Um leið eru þessi rit full af sætri visku og minna má á að viskan býr líka í ljótleikanum, lærdóm má draga af drasli. Biblían er bókasafn (bibliotek) og bækur hennar urðu til á löngum tíma og eru 66 auk svonefndra Apókrýfurita sem eru nú aftur með í nýjustu útgáfum íslenskum. Sjá tengil neðanmáls. En í bókinni er gullinn túlkunarlykill. Hann er fólginn í þeirri persónu sem umskapað hefur heim okkar til betri vegar með lögmáli eða leiðsögn kærleikans. Vestræn þjóðfélög hafa þegið öll sín gildi úr huga þeirrar persónu sem mótað hefur heiminn meir en nokkur önnur. Þú veist hvað hann heitir. Hann heitir Jesús – og Nota Bene, með essi í nefnifalli og beygist á okkar ástkæra, ylhýra: Jesús – Jesú – Jesú – Jesú. Einfalt og tært. Biblían og Njála. Þessar tvær bækur sem hér hafa verið nefndar þarf að lesa með það í huga að báðar geyma sögur af syndugu fólki. Byrjar hann nú með syndina, einu sinni enn, sagði kerlingin um prestinn. Já, það þarf að útskýra syndina. Í Nýja testamentinu (NT) er orðið hamartia notað um það sem á íslensku heitir synd, sem merkir geigun, að missa marks, hitta ekki skotskífuna, brenna af í vítaspyrnu, keyra út af, slæsa og húkka í golfi, missa pútt, fara á svig við hið rétta o.s.frv. Syndinni má einnig líkja við brotalöm. Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist var syndugur. Hlaup var í stýri og því leitaði hann ætíð út af veginum svo ég varð að gera mitt ýtrast til að halda honum á réttum vegi – og það tókst! Seinna varð mér ljóst í gegnum Biblíuna að í mér er sami vandi, sama geigunin sem veldur því að mér hættir til að fara út af Veginum! Og aftur að lestri Biblíunnar. Hana þarf ætíð að lesa með augum Krists, með Jesú-gleraugum. Við þurfum að flokka textana út frá kærleiksboðskap hans sem kennir okkur að elska allt fólk hverrar trúar sem það er, kynhneigðar, sjálfskilnings eða afstöðu til lífsins. Kristur hjálpar okkur að greina hismið frá kjarnanum í lífinu, í Biblíunni, Njálu, á Netinu og alls staðar. En við þurfum samt ekki að vera sammála öllum skoðunum annarra. Enda er slíkt ógerlegt og er efni í annan pistil. Paradís er horfin, en við erum samt á leiðinni þangað, svo magnað og mótsagnakennt sem það er nú þetta líf. Góðar stundir. — Höfundur er pastor emeritus Hér er hægt að hlusta á lestur höfundar á greininni hér.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun