Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar 14. febrúar 2025 17:31 Á UT-Messunni héldum við Finnur Pálmi Magnússon hjá dala.care erindi um valdeflingu einstaklinginsins í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Ísland er í lykilstöðu til að vera leiðandi í heilbrigðistækni og stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins. Þörf er á því að setja heildstæða stefnu í málaflokknum, fjárfesta í innviðum og taka næsta skref fyrir heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Ísland getur verið leiðandi Ef við horfum aftur í tímann höfum við oft verið leiðandi þegar kemur að því að þróa og innleiða tæknilausnir í íslensku heilbrigðiskerfi og framarlega í því að láta heilbrigðisgögn flæða á milli stofnana hérlendis. Snemma á tíunda áratugnum komu saman þrjú nýsköpunarfyrirtæki sem þróuðu rafræna sjúkraskrá. Saga var þróuð með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Sjúkraskráin var þróuð í nánu samstarfi við hið opinbera og náði breiðri útbreiðslu fyrstu 10 árin í notkun. Ísland náði þannig þeirri einstöku stöðu að vera með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð. Að vera með samtengda sjúkraskrá skapar tækifæri fyrir Ísland til þess að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum sprota- og nýsköpunarlausnum. Erum við að missa forskotið? Hins vegar, þá stöndum við á krossgötum varðandi nýtingu heilbrigðistækninnar í dag. Á síðustu árum hefur umhverfi heilbrigðistækninnar orðið óþarflega flókið og gögnin sem eru unnin í kerfinu vannýtt. Mörg þeirra kerfa sem eru í notkun í dag voru að miklu leyti hönnuð út frá skipulagi heilbrigðisþjónustu fyrir 30 árum. Þá var heilbrigðisþjónusta byggð í kringum stofnanir en í dag sækir einstaklingur þjónustu frá fjölbreyttum þjónustuaðilum. Mikilvægt er að byggja upp hugbúnaðarlausnir þar sem einstaklingurinn er í forgrunni en ekki stofnanir og steinsteypa. Af hverju einstaklingsmiðað heilbrigðiskerfi? Mikilvægt er að þróun heilbrigðiskerfa fari í þá átt að byggja upp kerfi þar sem einstaklingurinn er í forgrunni. Heilbrigðisþjónusta er að verða sérhæfðari og dreifðari milli opinberrar og einkarekinnar þjónustu. Þessi dreifing mun einungis aukast, verða flóknari og vonandi betri. Þess vegna þarf þjónustan að aðlagast að hverjum og einum í stað þess að einstaklingar þurfi að aðlaga sig að stofnunum. Koma þarf í veg fyrir að einstaklingar þurfi að opna margar mismunandi vefsíður, öpp, sms eða símtöl til að eiga í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Við þurfum að komast á þann stað að heilbrigðiskerfið og stafræna umgjörðin vinni fyrir einstaklinginn og leyfi einstaklingnum að stýra flæði gagnanna. Svona fyrirkomulag getur skilað betri, persónulegri og skilvirkari þjónustu fyrir þau sem þurfa að nýta sér hana. Auk þess léttir þetta álagið á heilbrigðiskerfið og í bættri heilsu samfélagsins. Komum okkur aftur í leiðandi stöðu Setjum okkur stefnu: Fyrst er það, að þörf er á því að skýra vel hver ábyrgð hins opinbera á að vera annars vegar og hins vegar skilgreina ábyrgð og hlutverk hugbúnaðarfyrirtækja á markaði sem þróa lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Það er brýnt að móta stefnu um það hvernig hin stafræna umgjörð kerfisins eigi að þróast til lengri tíma. Meðal þeirra verkefna sem þarf að ráðast í eru að staðla gagnasöfnun og skil, setja skýrar öryggis- og gæðareglur og leita leiða til að nýta gögnin í kerfinu til þess að mæla gæði þjónustunnar. Með skýrum leikreglum, þar sem hið opinbera hefur skýrt hlutverk, geta hugbúnaðarfyrirtæki komið nýsköpun á borðið til að bæta þjónustu og skilvirkni. Þannig náum við betur að þjónusta einstaklinginn en ekki kerfið. Fjárfestum í innviðum: Það er þörf á því að fjárfesta í uppfærslum á stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins og skapa hvata fyrir nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Ávinningurinn af því getur orðið gríðarlegur. Fjárfesting stjórnvalda í nýsköpun og íslensku hugviti getur skilað betri þjónustu, mikilli hagræðingu og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Við ættum að stuðla að sjálfbærri uppbyggingu heilbrigðiskerfis framtíðarinnar. Eins og staðan er í dag þá erum við því miður að taka skref aftur á bak á ákveðnum stöðum – þótt margt gott hafi verið gert í gegnum árin. Við erum í einstakri aðstöðu til þess að verða leiðandi í einstaklingsmiðaðri þjónustu. Við þurfum að taka hugrökk skref saman fyrir velferðarkerfið okkar og leysa úr læðingi möguleika íslensks hugvits og heilbrigðistækni. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Heilbrigðismál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á UT-Messunni héldum við Finnur Pálmi Magnússon hjá dala.care erindi um valdeflingu einstaklinginsins í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Ísland er í lykilstöðu til að vera leiðandi í heilbrigðistækni og stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins. Þörf er á því að setja heildstæða stefnu í málaflokknum, fjárfesta í innviðum og taka næsta skref fyrir heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Ísland getur verið leiðandi Ef við horfum aftur í tímann höfum við oft verið leiðandi þegar kemur að því að þróa og innleiða tæknilausnir í íslensku heilbrigðiskerfi og framarlega í því að láta heilbrigðisgögn flæða á milli stofnana hérlendis. Snemma á tíunda áratugnum komu saman þrjú nýsköpunarfyrirtæki sem þróuðu rafræna sjúkraskrá. Saga var þróuð með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Sjúkraskráin var þróuð í nánu samstarfi við hið opinbera og náði breiðri útbreiðslu fyrstu 10 árin í notkun. Ísland náði þannig þeirri einstöku stöðu að vera með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð. Að vera með samtengda sjúkraskrá skapar tækifæri fyrir Ísland til þess að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum sprota- og nýsköpunarlausnum. Erum við að missa forskotið? Hins vegar, þá stöndum við á krossgötum varðandi nýtingu heilbrigðistækninnar í dag. Á síðustu árum hefur umhverfi heilbrigðistækninnar orðið óþarflega flókið og gögnin sem eru unnin í kerfinu vannýtt. Mörg þeirra kerfa sem eru í notkun í dag voru að miklu leyti hönnuð út frá skipulagi heilbrigðisþjónustu fyrir 30 árum. Þá var heilbrigðisþjónusta byggð í kringum stofnanir en í dag sækir einstaklingur þjónustu frá fjölbreyttum þjónustuaðilum. Mikilvægt er að byggja upp hugbúnaðarlausnir þar sem einstaklingurinn er í forgrunni en ekki stofnanir og steinsteypa. Af hverju einstaklingsmiðað heilbrigðiskerfi? Mikilvægt er að þróun heilbrigðiskerfa fari í þá átt að byggja upp kerfi þar sem einstaklingurinn er í forgrunni. Heilbrigðisþjónusta er að verða sérhæfðari og dreifðari milli opinberrar og einkarekinnar þjónustu. Þessi dreifing mun einungis aukast, verða flóknari og vonandi betri. Þess vegna þarf þjónustan að aðlagast að hverjum og einum í stað þess að einstaklingar þurfi að aðlaga sig að stofnunum. Koma þarf í veg fyrir að einstaklingar þurfi að opna margar mismunandi vefsíður, öpp, sms eða símtöl til að eiga í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Við þurfum að komast á þann stað að heilbrigðiskerfið og stafræna umgjörðin vinni fyrir einstaklinginn og leyfi einstaklingnum að stýra flæði gagnanna. Svona fyrirkomulag getur skilað betri, persónulegri og skilvirkari þjónustu fyrir þau sem þurfa að nýta sér hana. Auk þess léttir þetta álagið á heilbrigðiskerfið og í bættri heilsu samfélagsins. Komum okkur aftur í leiðandi stöðu Setjum okkur stefnu: Fyrst er það, að þörf er á því að skýra vel hver ábyrgð hins opinbera á að vera annars vegar og hins vegar skilgreina ábyrgð og hlutverk hugbúnaðarfyrirtækja á markaði sem þróa lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Það er brýnt að móta stefnu um það hvernig hin stafræna umgjörð kerfisins eigi að þróast til lengri tíma. Meðal þeirra verkefna sem þarf að ráðast í eru að staðla gagnasöfnun og skil, setja skýrar öryggis- og gæðareglur og leita leiða til að nýta gögnin í kerfinu til þess að mæla gæði þjónustunnar. Með skýrum leikreglum, þar sem hið opinbera hefur skýrt hlutverk, geta hugbúnaðarfyrirtæki komið nýsköpun á borðið til að bæta þjónustu og skilvirkni. Þannig náum við betur að þjónusta einstaklinginn en ekki kerfið. Fjárfestum í innviðum: Það er þörf á því að fjárfesta í uppfærslum á stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins og skapa hvata fyrir nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Ávinningurinn af því getur orðið gríðarlegur. Fjárfesting stjórnvalda í nýsköpun og íslensku hugviti getur skilað betri þjónustu, mikilli hagræðingu og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Við ættum að stuðla að sjálfbærri uppbyggingu heilbrigðiskerfis framtíðarinnar. Eins og staðan er í dag þá erum við því miður að taka skref aftur á bak á ákveðnum stöðum – þótt margt gott hafi verið gert í gegnum árin. Við erum í einstakri aðstöðu til þess að verða leiðandi í einstaklingsmiðaðri þjónustu. Við þurfum að taka hugrökk skref saman fyrir velferðarkerfið okkar og leysa úr læðingi möguleika íslensks hugvits og heilbrigðistækni. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun