Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar 19. febrúar 2025 18:03 Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig það hafi verið að ala upp barn fyrir tíð skjátækja. Ég gerist ekki svo einfaldur að halda því fram að grasið hafi verið mikið grænna á þeim tíma því eflaust voru áskoranir foreldra/forráðamanna flóknar. Fjórða iðnbyltingin hófst í kringum 2011, þar sem að tæknin byrjaði að ryðja sér til rúms og með þeim framförum fóru hlutirnir að breytast ansi hratt. Tæknin náði yfir flest, ef ekki öll svið samfélagsins og voru áhrifin eftir því. Ein umræða er hefur komið upp við þá þróun er áhrif skjánotkunar á ungmenni. Sú umræða er af hinu góða en það virðist eins hin hliðin af þeirri umræðu hafi gleymst, skjánotkun foreldra/forráðamanna. Það er erfitt að ímynda sér lífið án þessara tækja í dag þar sem þau eru orðin svo stór partur af okkar daglega lífi. Með þessum tækjum fylgir þó ábyrgð og hafa rannsóknir sýnt að óhófleg skjánotkun foreldra/forráðamanna getur haft neikvæð áhrif á tengslamyndun foreldra/forráðamanna og barna. Mig langar því að fjalla lítillega um hvað rannsóknir á sviðinu hafa sýnt og greina frá gagnlegum aðferðum til að leysa fyrrnefndar áskoranir sem stuðla að bættum samskiptum innan fjölskyldna. Breytt samfélag, áskoranir og afleiðingar Líkt og ég tók fram er ég sannfærður um að aðstæður foreldra/forráðamanna fyrir tíð snjalltækja hafi ekki síður verið flóknar. Það hafa hins vegar orðið hraðar samfélagslegar breytingar með tilkomu snjalltækja þar sem samskipti og upplýsingaflæði hefur aukist til muna. Af þeim ástæðum er ekkert óeðlilegt að finna sig knúinn til að taka upp símann til að taka á móti símtölum, svara skilaboðum og/eða tölvupóstum eða til að fá hvíld frá raunveruleikanum. Það sem skiptir máli er staður og stund fyrir slíkar athafnir, því rangar tímasetningar geta orðið til þess að við missum af dýrmætum augnablikum með börnum okkar. Að auki hafa rannsóknir sýnt að þegar foreldrar/forráðamenn eru of uppteknir fyrir framan skjáinn getur það leitt til þess að þeir hafa minni næmi fyrir áreitum umhverfisins og bregðast því ekki jafn skjótt við þörfum barnsins þegar svo ber undir. Erlendar rannsóknir á þessu sviði hafa því komið með hugtakið „technoference“, sem getur hugsanlega verið þýtt sem tæknitruflun. Niðurstöður hafa leitt í ljós að ítrekuð truflun af völdum snjalltækja geti haft langtímaáhrif á þroska barns þar sem það þarf að leita annara leiða til að upplifa tengslin og/eða samskiptin örugg við fólkið sitt. Að auki eru þau börn sem upplifa fjarveru foreldra/forráðamanna vegna tæknitruflunar í aukinni hættu á að upplifa kvíða- og depurðar einkenni, erfiðleika með tengjast öðu fólki, stjórna eigin tilfinningum og hegðun. Snjalltæki, úlfur í sauðargæru? Það má sannarlega segja að snjalltæki geta verið bæði blessun og bölvun. Ávinningurinn felst í margvíslegum tækifærum, frekara aðgengi að upplýsingum og þægindum í daglegu lífi. Gallinn er hins vegar sá að, þessi tæki hafa einnig dregið okkur í burtu frá því sem mestu skiptir, tengslunum við fólkið okkar. Auðvitað eigum við öll okkar daga og á þeim nótum er mikilvægt að minna á að foreldrar/forráðamenn eru sannarlega ekki að beita neinn ofbeldi ef þeir nota símann sinn of mikið. Það sem mestu máli skiptir er að gera sér grein fyrir áhrifunum, því með slíka vitneskju er hægt að leita leiða til að aðlaga tækni þessa að þörfum allra án þess að það hafi neikvæð áhrif á samskiptin. Tengsl foreldra og barna Það má segja að fyrsta fyrirmynd í lífi barns er foreldri/ar og/eða forráðamaður/menn þess. Tengslamyndunin sem á sér stað á fyrstu æviárunum hefur áhrif á hvernig barn þróar sjálfsmynd sína. Á meðan barn finnur fyrir viðveru foreldri síns skapast tækifæri fyrir það til að taka fyrstu skrefin inn í hið óþekkta og hafa því slíkar aðstæður einnig áhrif á það hvernig seigla barnsins þróast samhliða. Þrátt fyrir að hér sé verið að ræða um fyrstu æviárin á þetta ekki síður við um eldri börn, því þau þurfa einnig á stuðningi foreldra/forráðamanna sinna að halda í krefjandi aðstæðum. Á tímum tækniframfara hefur það reynst mörgum foreldrum/forráðamönnum erfið þraut að viðhafa þeirri orku sem þarf til að vera fullkomlega viðstatt á öllum stundum. Þá er gott að minna sig á að engin er fullkomin og dagsformið mismunandi. Það er staður og stund fyrir allt og litlu augnablikin sem skipta mestu máli; þegar þú hlustar á barnið þitt segja frá deginum, þegar þið deilið saman góðri og/eða erfiðri reynslu eða eigið samtöl um lífið og tilveruna. Nokkrar leiðir til að bæta tengslin og gera snjalltækin í fjölskylduvænni Svo það sé tekið fram, þá eru snjalltæki ekki slæm í sjálfu sér heldur er það óhófleg notkun snjalltækja sem getur haft í för með sér neikvæð áhrif. Lykilatriðið hér er jafnvægið. Hér eru nokkur ráð til að hjálpa foreldrum/forráðamönnum að takast á við fyrrnefndar áskoranirnar, sem og að byggja upp sterkari tengsl við börnin. 1. Staður og stund Þetta snýst allt um jafnvægið og er því staður og stund fyrir allt saman. Gott væri að taka fjölskyldufund og ákveða hvenær snjalltæki eru í boði og hvenær ekki, þar sem allir í fjölskyldunni leggja tækin til hliðar. Þetta gæti til dæmis verið frá og með kvöldmatnum þar til börnin fara að sofa, því sá tími getur verið dýrmætur í að byggja upp tengsl og skapa öruggt umhverfi fyrir börnin. 2. Veittu barninu þínu athygli Þegar þú ert með barninu þínu, reyndu eftir fremsta megni að einbeita þér að þeirri samverustund. Gott er að leggja símann frá sér á ákveðnum stað innan heimilisins, þar sem það getur reynst auðveldara að sleppa því að fara í símann en að slíta sig frá honum. Þegar barnið þitt óskar eftir athygli, reyndu að taka eftir og bregðast við. Það sýnir barninu að það skiptir máli og að þú ert til staðar fyrir það. 3. Láttu tæknina vinna með þér, ekki gegn þér. Tæknin er ekki neikvæð í sjálfu sér. Hún getur verið gagnleg í að styrkja samskipti foreldra og barna. Hægt er að spila leiki eða horfa á myndir og/eða myndbönd saman. Það sem skiptir máli er að tæknin sé notuð sem tæki til að efla tengsl, ekki sem leið til að trufla þau. 4. Taktu þér tíma fyrir sjálfan þig Ef þú hefur átt erfiðan dag, leyfðu þér að eiga erfiðan dag. Reyndu að gefa þér tíma til að slaka á, hvort sem þú gerir það með því að fara í göngutúr, fara á æfingu, taka hugleiðslu, fara í vinahitting eða að sitja með kaffibolla í rólegheitum. 5. Upplýstu barnið um áhrif snjalltækja Upplýstu barnið þitt hvers vegna það er mikilvægt að takmarka skjánotkun. Útskýrðu hvernig tæknin getur verið gagnleg ef hún er notuð rétt en einnig hvernig hún getur truflað samskipti og tengsl ef hún er notuð óhóflega mikið. Það breytir samhenginu og því auðveldara fyrir barnið að skilja forsendur foreldri/forráðamanns. 6. Settu barnið í fyrsta sæti Þegar þú kýst að leggja símann frá þér og einbeita þér að barninu ertu að sýna að það skipti þig máli. Þetta hjálpar barninu að finna fyrir öryggi og nánd, sem er grundvöllur allra góðra tengsla. Að lokum Tilkoma snjalltækja hefur haft víðtæk samfélagsleg áhrif og sú þróun hefur breytt samskiptum foreldra og barna. Þróun þessi hefur gert mörgum foreldrum erfitt að halda jafnvægi milli skjánotkunar og tengsla. Rannsóknir sýna að tæknitruflun getur dregið úr samskiptum og haft áhrif á þroska barns en að því sögðu er hægt að snúa þróuninni við. Þó að það sé áskorun að draga úr skjánotkun eftir amstur dagsins, er það mögulegt með einföldum skrefum: Skapa reglur um skjátíma, vera meðvituð um eigin notkun og nota tæknina með barninu þegar svo ber undir. Það getur engin búist við því að verða fullkomin í þessum efnum en það er ferðalagið þangað sem raunverulegu máli skiptir. Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Stefán Þorri Helgason Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig það hafi verið að ala upp barn fyrir tíð skjátækja. Ég gerist ekki svo einfaldur að halda því fram að grasið hafi verið mikið grænna á þeim tíma því eflaust voru áskoranir foreldra/forráðamanna flóknar. Fjórða iðnbyltingin hófst í kringum 2011, þar sem að tæknin byrjaði að ryðja sér til rúms og með þeim framförum fóru hlutirnir að breytast ansi hratt. Tæknin náði yfir flest, ef ekki öll svið samfélagsins og voru áhrifin eftir því. Ein umræða er hefur komið upp við þá þróun er áhrif skjánotkunar á ungmenni. Sú umræða er af hinu góða en það virðist eins hin hliðin af þeirri umræðu hafi gleymst, skjánotkun foreldra/forráðamanna. Það er erfitt að ímynda sér lífið án þessara tækja í dag þar sem þau eru orðin svo stór partur af okkar daglega lífi. Með þessum tækjum fylgir þó ábyrgð og hafa rannsóknir sýnt að óhófleg skjánotkun foreldra/forráðamanna getur haft neikvæð áhrif á tengslamyndun foreldra/forráðamanna og barna. Mig langar því að fjalla lítillega um hvað rannsóknir á sviðinu hafa sýnt og greina frá gagnlegum aðferðum til að leysa fyrrnefndar áskoranir sem stuðla að bættum samskiptum innan fjölskyldna. Breytt samfélag, áskoranir og afleiðingar Líkt og ég tók fram er ég sannfærður um að aðstæður foreldra/forráðamanna fyrir tíð snjalltækja hafi ekki síður verið flóknar. Það hafa hins vegar orðið hraðar samfélagslegar breytingar með tilkomu snjalltækja þar sem samskipti og upplýsingaflæði hefur aukist til muna. Af þeim ástæðum er ekkert óeðlilegt að finna sig knúinn til að taka upp símann til að taka á móti símtölum, svara skilaboðum og/eða tölvupóstum eða til að fá hvíld frá raunveruleikanum. Það sem skiptir máli er staður og stund fyrir slíkar athafnir, því rangar tímasetningar geta orðið til þess að við missum af dýrmætum augnablikum með börnum okkar. Að auki hafa rannsóknir sýnt að þegar foreldrar/forráðamenn eru of uppteknir fyrir framan skjáinn getur það leitt til þess að þeir hafa minni næmi fyrir áreitum umhverfisins og bregðast því ekki jafn skjótt við þörfum barnsins þegar svo ber undir. Erlendar rannsóknir á þessu sviði hafa því komið með hugtakið „technoference“, sem getur hugsanlega verið þýtt sem tæknitruflun. Niðurstöður hafa leitt í ljós að ítrekuð truflun af völdum snjalltækja geti haft langtímaáhrif á þroska barns þar sem það þarf að leita annara leiða til að upplifa tengslin og/eða samskiptin örugg við fólkið sitt. Að auki eru þau börn sem upplifa fjarveru foreldra/forráðamanna vegna tæknitruflunar í aukinni hættu á að upplifa kvíða- og depurðar einkenni, erfiðleika með tengjast öðu fólki, stjórna eigin tilfinningum og hegðun. Snjalltæki, úlfur í sauðargæru? Það má sannarlega segja að snjalltæki geta verið bæði blessun og bölvun. Ávinningurinn felst í margvíslegum tækifærum, frekara aðgengi að upplýsingum og þægindum í daglegu lífi. Gallinn er hins vegar sá að, þessi tæki hafa einnig dregið okkur í burtu frá því sem mestu skiptir, tengslunum við fólkið okkar. Auðvitað eigum við öll okkar daga og á þeim nótum er mikilvægt að minna á að foreldrar/forráðamenn eru sannarlega ekki að beita neinn ofbeldi ef þeir nota símann sinn of mikið. Það sem mestu máli skiptir er að gera sér grein fyrir áhrifunum, því með slíka vitneskju er hægt að leita leiða til að aðlaga tækni þessa að þörfum allra án þess að það hafi neikvæð áhrif á samskiptin. Tengsl foreldra og barna Það má segja að fyrsta fyrirmynd í lífi barns er foreldri/ar og/eða forráðamaður/menn þess. Tengslamyndunin sem á sér stað á fyrstu æviárunum hefur áhrif á hvernig barn þróar sjálfsmynd sína. Á meðan barn finnur fyrir viðveru foreldri síns skapast tækifæri fyrir það til að taka fyrstu skrefin inn í hið óþekkta og hafa því slíkar aðstæður einnig áhrif á það hvernig seigla barnsins þróast samhliða. Þrátt fyrir að hér sé verið að ræða um fyrstu æviárin á þetta ekki síður við um eldri börn, því þau þurfa einnig á stuðningi foreldra/forráðamanna sinna að halda í krefjandi aðstæðum. Á tímum tækniframfara hefur það reynst mörgum foreldrum/forráðamönnum erfið þraut að viðhafa þeirri orku sem þarf til að vera fullkomlega viðstatt á öllum stundum. Þá er gott að minna sig á að engin er fullkomin og dagsformið mismunandi. Það er staður og stund fyrir allt og litlu augnablikin sem skipta mestu máli; þegar þú hlustar á barnið þitt segja frá deginum, þegar þið deilið saman góðri og/eða erfiðri reynslu eða eigið samtöl um lífið og tilveruna. Nokkrar leiðir til að bæta tengslin og gera snjalltækin í fjölskylduvænni Svo það sé tekið fram, þá eru snjalltæki ekki slæm í sjálfu sér heldur er það óhófleg notkun snjalltækja sem getur haft í för með sér neikvæð áhrif. Lykilatriðið hér er jafnvægið. Hér eru nokkur ráð til að hjálpa foreldrum/forráðamönnum að takast á við fyrrnefndar áskoranirnar, sem og að byggja upp sterkari tengsl við börnin. 1. Staður og stund Þetta snýst allt um jafnvægið og er því staður og stund fyrir allt saman. Gott væri að taka fjölskyldufund og ákveða hvenær snjalltæki eru í boði og hvenær ekki, þar sem allir í fjölskyldunni leggja tækin til hliðar. Þetta gæti til dæmis verið frá og með kvöldmatnum þar til börnin fara að sofa, því sá tími getur verið dýrmætur í að byggja upp tengsl og skapa öruggt umhverfi fyrir börnin. 2. Veittu barninu þínu athygli Þegar þú ert með barninu þínu, reyndu eftir fremsta megni að einbeita þér að þeirri samverustund. Gott er að leggja símann frá sér á ákveðnum stað innan heimilisins, þar sem það getur reynst auðveldara að sleppa því að fara í símann en að slíta sig frá honum. Þegar barnið þitt óskar eftir athygli, reyndu að taka eftir og bregðast við. Það sýnir barninu að það skiptir máli og að þú ert til staðar fyrir það. 3. Láttu tæknina vinna með þér, ekki gegn þér. Tæknin er ekki neikvæð í sjálfu sér. Hún getur verið gagnleg í að styrkja samskipti foreldra og barna. Hægt er að spila leiki eða horfa á myndir og/eða myndbönd saman. Það sem skiptir máli er að tæknin sé notuð sem tæki til að efla tengsl, ekki sem leið til að trufla þau. 4. Taktu þér tíma fyrir sjálfan þig Ef þú hefur átt erfiðan dag, leyfðu þér að eiga erfiðan dag. Reyndu að gefa þér tíma til að slaka á, hvort sem þú gerir það með því að fara í göngutúr, fara á æfingu, taka hugleiðslu, fara í vinahitting eða að sitja með kaffibolla í rólegheitum. 5. Upplýstu barnið um áhrif snjalltækja Upplýstu barnið þitt hvers vegna það er mikilvægt að takmarka skjánotkun. Útskýrðu hvernig tæknin getur verið gagnleg ef hún er notuð rétt en einnig hvernig hún getur truflað samskipti og tengsl ef hún er notuð óhóflega mikið. Það breytir samhenginu og því auðveldara fyrir barnið að skilja forsendur foreldri/forráðamanns. 6. Settu barnið í fyrsta sæti Þegar þú kýst að leggja símann frá þér og einbeita þér að barninu ertu að sýna að það skipti þig máli. Þetta hjálpar barninu að finna fyrir öryggi og nánd, sem er grundvöllur allra góðra tengsla. Að lokum Tilkoma snjalltækja hefur haft víðtæk samfélagsleg áhrif og sú þróun hefur breytt samskiptum foreldra og barna. Þróun þessi hefur gert mörgum foreldrum erfitt að halda jafnvægi milli skjánotkunar og tengsla. Rannsóknir sýna að tæknitruflun getur dregið úr samskiptum og haft áhrif á þroska barns en að því sögðu er hægt að snúa þróuninni við. Þó að það sé áskorun að draga úr skjánotkun eftir amstur dagsins, er það mögulegt með einföldum skrefum: Skapa reglur um skjátíma, vera meðvituð um eigin notkun og nota tæknina með barninu þegar svo ber undir. Það getur engin búist við því að verða fullkomin í þessum efnum en það er ferðalagið þangað sem raunverulegu máli skiptir. Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun