Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen og Jón Ólafsson skrifa 20. febrúar 2025 12:01 Öflugt háskóla- og rannsóknasamfélag er grunnstoð framfara, nýsköpunar og þróunar samfélagsins, sem tryggir samkeppnishæfni þjóða í síbreytilegum heimi. En íslensk stjórnvöld virðast á undanförnum árum hafa misst sjónar á þessu lykilatriði. Fjármunir hafa ítrekað verið færðir frá Háskóla Íslands til að fjármagna óljóst skilgreind og jafnvel óþörf verkefni. Háskólinn hefur veikst og hann er í öllum alþjóðlegum samanburði vanfjármagnaður. Það er þessi veruleiki sem blasir við nýjum rektor Háskóla Íslands sem tekur við keflinu af Jóni Atla Benediktssyni 1. júlí næstkomandi. Rektor Háskólans er ekki ráðinn með sama hætti og opinberir embættismenn, heldur er kosið í embættið á milli þeirra sem uppfylla skilyrði um hæfi. Allt háskólasamfélagið tekur þátt í kosningu rektors – starfsfólk stjórnsýslu, akademískt starfsfólk og nemendur – í kringum 20 þúsund manns. Og það er komið að kosningum: Þær verða haldnar 18. og 19. mars næstkomandi. Það mun koma í hlut næsta rektors Háskóla Íslands að berjast fyrir betri fjármögnun, enda er ljóst að vanfjármögnun skólans hefur þrengt að gæðum hans og um leið grafið undan öllum innviðum. Rektor þarf að tala skýrt um mikilvægi Háskóla Íslands fyrir íslenskt samfélag og sannfæra stjórnvöld um að hressilegs átaks sé þörf til að tryggja að þessi mikilvæga menntastofnun – miðstöð rannsókna og kennslu í landinu – njóti þess aðbúnaðar, tækifæra og fjármagns sem nauðsynlegt er fyrir samfélagslegan styrk Íslands til framtíðar. Magnús Karl Magnússon hefur þá þekkingu og reynslu sem þarf til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands við þær flóknu aðstæður sem nú eru um framtíð og uppbyggingu skólans. Hann hefur gegnt stöðu prófessors við Læknadeild í tæp sextán ár og sinnt bæði kennslu og rannsóknum á þeim tíma. Auk þess hefur Magnús Karl víðtæka stjórnunarreynslu og hefur í tengslum við hana verið óhræddur við að taka skýrt til máls um rannsókna-, þróunar- og vísindastarf og sýnt að hann skilur þarfir þess. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, sem talar skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn samfélagslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Við styðjum Magnús Karl því í rektorskosningum sem fram undan eru og hvetjum þig til að gera hið sama. Lotta María Ellingsen er prófessor og deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands. Jón Ólafsson er prófessor við Íslensku- og menningardeild og Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt háskóla- og rannsóknasamfélag er grunnstoð framfara, nýsköpunar og þróunar samfélagsins, sem tryggir samkeppnishæfni þjóða í síbreytilegum heimi. En íslensk stjórnvöld virðast á undanförnum árum hafa misst sjónar á þessu lykilatriði. Fjármunir hafa ítrekað verið færðir frá Háskóla Íslands til að fjármagna óljóst skilgreind og jafnvel óþörf verkefni. Háskólinn hefur veikst og hann er í öllum alþjóðlegum samanburði vanfjármagnaður. Það er þessi veruleiki sem blasir við nýjum rektor Háskóla Íslands sem tekur við keflinu af Jóni Atla Benediktssyni 1. júlí næstkomandi. Rektor Háskólans er ekki ráðinn með sama hætti og opinberir embættismenn, heldur er kosið í embættið á milli þeirra sem uppfylla skilyrði um hæfi. Allt háskólasamfélagið tekur þátt í kosningu rektors – starfsfólk stjórnsýslu, akademískt starfsfólk og nemendur – í kringum 20 þúsund manns. Og það er komið að kosningum: Þær verða haldnar 18. og 19. mars næstkomandi. Það mun koma í hlut næsta rektors Háskóla Íslands að berjast fyrir betri fjármögnun, enda er ljóst að vanfjármögnun skólans hefur þrengt að gæðum hans og um leið grafið undan öllum innviðum. Rektor þarf að tala skýrt um mikilvægi Háskóla Íslands fyrir íslenskt samfélag og sannfæra stjórnvöld um að hressilegs átaks sé þörf til að tryggja að þessi mikilvæga menntastofnun – miðstöð rannsókna og kennslu í landinu – njóti þess aðbúnaðar, tækifæra og fjármagns sem nauðsynlegt er fyrir samfélagslegan styrk Íslands til framtíðar. Magnús Karl Magnússon hefur þá þekkingu og reynslu sem þarf til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands við þær flóknu aðstæður sem nú eru um framtíð og uppbyggingu skólans. Hann hefur gegnt stöðu prófessors við Læknadeild í tæp sextán ár og sinnt bæði kennslu og rannsóknum á þeim tíma. Auk þess hefur Magnús Karl víðtæka stjórnunarreynslu og hefur í tengslum við hana verið óhræddur við að taka skýrt til máls um rannsókna-, þróunar- og vísindastarf og sýnt að hann skilur þarfir þess. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, sem talar skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn samfélagslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Við styðjum Magnús Karl því í rektorskosningum sem fram undan eru og hvetjum þig til að gera hið sama. Lotta María Ellingsen er prófessor og deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands. Jón Ólafsson er prófessor við Íslensku- og menningardeild og Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar