Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar 20. febrúar 2025 14:03 Kennarastarfið er flókið starf sem byggist á mörgum þáttum. Undirbúningur kennslu, kennslu, samskipti við nemendur, samskipti við foreldra, teymisfundur vegna nemenda, teymisfundir skóla, kennarafunda, námsmati, námsefnagerð, samskipti við aðra kennara og örugglega einhver fleiri atriði sem ég tel ekki upp. Ég er kennari því mér finnst gaman að kenna, mér finnst gaman að hafa áhrif, mér finnst gaman að tala við nemendur og eiga í samskiptum allan daginn. Enginn dagur er eins og það er skemmtilegt. Við erum búin að mennta okkur í 5 ár og launin eru ekki sambærileg öðrum á vinnumarkaði með 5 ára háskólanám, langt því frá. Ég er ánægð með forystu KÍ stend með í kjarabaráttunni. Fréttir undanfarna daga ýta því miður ekki undir ánægju kennarastarfsins fyrir fólk sem er að velta því fyrir sér að fara í kennaranám. Ofbeldi í skóla í Reykjavík sem stjórnendur virðast ekki hafa tök á og nemendur eru þolendur. Þá var frétt um 3 starfsmenn Vogaskóla sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni og Reykjavík vann málið gerandans í hag. Og þetta fer ofan í kjarabaráttuna og umræðuna um lág laun kennara. Ekki heillandi fyrir fólk sem vill verða kennarar. Síðan ég byrjaði að kenna í grunnskóla 2016 hefur umræðan alltaf verið neikvæð í kjarabaráttu. Of lág laun, kennarar búnir að semja allt af sér sem hægt er að semja…já fyrir utan kennarastólinn sjálfan. Ekki hrífandi fyrir nýútskrifaðan kennara að þetta sé tónninn sem er árlega, já árlega því nánast alltaf hefur verið samið í eitt ár í einu og lofað öllu góðu eftir það….sem hefur aldrei gerst. En það er einhver breyting núna, sem er jákvæð. Ég vil fá þá virðingu sem mér ber að fá að vinna við fræðslu barna, vera með þeim stóran part af deginum alla virka daga og vera áhrifavaldur. Virðingin felst í sómasamlegum launum og síðan mættu sveitarfélögin vera örlátari á fríðindi til starfsfólksins. Sveitarfélögin ráða ekki við rekstur grunnskóla og ég velti því fyrir mér af hverju ríkið grípur ekki boltann á lofti og tekur rekstur grunnskóla aftur yfir? Skóli án aðgreiningar er meingallað og þarf að skoða og taka upp annað kerfi sem hentar bæði öllum nemendum, þeim með greiningar, erfið tilfinningavandamál, hegðunarvanda og „venjulegu“ nemendunum. Fagfólk vantar í skólana til að sinna nemendum sem eiga við námserfiðleika að stríða og hegðunarvanda. Þá bera foreldrar ábyrgð á hegðun barna sinna, líka í skólanum (skv. grunnskólalögum), við kennarar megum ekki gleyma því. Margt þarf að betrumbæta til að gera kennarastarfið aðdáunarvert. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Sjá meira
Kennarastarfið er flókið starf sem byggist á mörgum þáttum. Undirbúningur kennslu, kennslu, samskipti við nemendur, samskipti við foreldra, teymisfundur vegna nemenda, teymisfundir skóla, kennarafunda, námsmati, námsefnagerð, samskipti við aðra kennara og örugglega einhver fleiri atriði sem ég tel ekki upp. Ég er kennari því mér finnst gaman að kenna, mér finnst gaman að hafa áhrif, mér finnst gaman að tala við nemendur og eiga í samskiptum allan daginn. Enginn dagur er eins og það er skemmtilegt. Við erum búin að mennta okkur í 5 ár og launin eru ekki sambærileg öðrum á vinnumarkaði með 5 ára háskólanám, langt því frá. Ég er ánægð með forystu KÍ stend með í kjarabaráttunni. Fréttir undanfarna daga ýta því miður ekki undir ánægju kennarastarfsins fyrir fólk sem er að velta því fyrir sér að fara í kennaranám. Ofbeldi í skóla í Reykjavík sem stjórnendur virðast ekki hafa tök á og nemendur eru þolendur. Þá var frétt um 3 starfsmenn Vogaskóla sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni og Reykjavík vann málið gerandans í hag. Og þetta fer ofan í kjarabaráttuna og umræðuna um lág laun kennara. Ekki heillandi fyrir fólk sem vill verða kennarar. Síðan ég byrjaði að kenna í grunnskóla 2016 hefur umræðan alltaf verið neikvæð í kjarabaráttu. Of lág laun, kennarar búnir að semja allt af sér sem hægt er að semja…já fyrir utan kennarastólinn sjálfan. Ekki hrífandi fyrir nýútskrifaðan kennara að þetta sé tónninn sem er árlega, já árlega því nánast alltaf hefur verið samið í eitt ár í einu og lofað öllu góðu eftir það….sem hefur aldrei gerst. En það er einhver breyting núna, sem er jákvæð. Ég vil fá þá virðingu sem mér ber að fá að vinna við fræðslu barna, vera með þeim stóran part af deginum alla virka daga og vera áhrifavaldur. Virðingin felst í sómasamlegum launum og síðan mættu sveitarfélögin vera örlátari á fríðindi til starfsfólksins. Sveitarfélögin ráða ekki við rekstur grunnskóla og ég velti því fyrir mér af hverju ríkið grípur ekki boltann á lofti og tekur rekstur grunnskóla aftur yfir? Skóli án aðgreiningar er meingallað og þarf að skoða og taka upp annað kerfi sem hentar bæði öllum nemendum, þeim með greiningar, erfið tilfinningavandamál, hegðunarvanda og „venjulegu“ nemendunum. Fagfólk vantar í skólana til að sinna nemendum sem eiga við námserfiðleika að stríða og hegðunarvanda. Þá bera foreldrar ábyrgð á hegðun barna sinna, líka í skólanum (skv. grunnskólalögum), við kennarar megum ekki gleyma því. Margt þarf að betrumbæta til að gera kennarastarfið aðdáunarvert. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar