Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 12:47 Ímyndaðu þér töfrakistu. Þú opnar hana og upp spretta tækifæri sem þú hafðir ekki einu sinni getað ímyndað þér. Þetta eru tækifæri sem gervigreindin býður upp á í dag. En þó kistan sé full af sérlega góðum tækifærum þá er það samt sem áður í okkar höndum að velja þau réttu og nota á skynsamlegan hátt. Það á svo sannarlega við um nýtingu gervigreindar í endurhæfingarstarfi. Gervigreind góður aðstoðarmaður Í endurhæfingu snýst allt um fólk. Að hlusta, styðja og finna lausnir sem hjálpa fólki að endurheimta færni og lífsgæði. Gervigreind getur aldrei tekið við því hlutverki en hún getur svo sannarlega orðið góður aðstoðarmaður. Hún getur hjálpað okkur að skipuleggja verkefni, finna upplýsingar hraðar og einfaldað vinnuflæði. Fyrir okkur sem vinnum í endurhæfingu þýðir þetta meiri tími fyrir skjólstæðinga og betri nýting á sérfræðiþekkingu. Til dæmis getur ChatGPT og svipuð verkfæri gert hnitmiðaðar samantektir, þýtt efni, hjálpað við að skrifa skýrslur eða við að undirbúa fyrirlestra. Það er líka hægt að nota gervigreind til að búa til drög að tölvupóstum, setja upp skjöl og einfalda alla skjalaumsýslu. Hins vegar þurfum við alltaf að passa að yfirfara og staðfesta það sem gervigreindin býr til – hún getur vissulega sparað tíma en getur ekki tekið yfir faglegri ábyrgð. Gervigreindin getur hjálpað okkur að leita að nýjustu rannsóknum og setja niðurstöður fram á mjög hnitmiðaðan hátt. Hún getur aðstoðað við að finna viðeigandi heimildir, borið saman rannsóknarniðurstöður, gert samantektir úr löngum greinum eða skýrslum og útskýrt flókin málefni á einfaldan hátt. Gervigreindin getur líka hjálpað til við að finna nýjar leiðir til að útskýra æfingar fyrir skjólstæðinga, komið með hugmyndir um hvernig aðlaga megi umhverfi og verkefni betur að þörfum skjólstæðinganna eða hjálpað til við að þróa nýtt fræðsluefni eða leiðbeiningar. Verum meðvituð Þrátt fyrir alla þessa möguleika verðum við að hafa í huga er að þessi töfrakista á sér sínar skuggahliðar. Þegar við notum gervigreind, verðum við að vera meðvituð um hvaða gögnum við erum að deila og hvaða skilmála við erum að samþykkja. Gervigreind getur verið öflug en er langt frá því að vera fullkomin. Hún getur gert mistök, byggt upplýsingar á hlutdrægum gögnum og jafnvel brotið persónuverndarlög ef ekki er farið rétt með hana: • Gervigreindin býr til svör byggð á þeim gögnum sem hún hefur lært af. Þetta þýðir að svör frá gervigreind eru ekki alltaf rétt. Gervigreindin getur átt það til að búa til upplýsingar sem hljóma sannfærandi en eru rangar eða úreltar. Þess vegna er nauðsynlegt að yfirfara og staðfesta allar mikilvægar upplýsingar áður en þær eru notaðar við ákvarðanatöku. • Gervigreind lærir af þeim gögnum sem hún er þjálfuð á en þessi gögn geta endurspeglað fordóma eða skekkjur sem fyrir eru í samfélaginu. Ef gervigreind er notuð til að styðja við ákvarðanir í endurhæfingu eða greiningu, er mikilvægt að vera meðvitaður um mögulega hlutdrægni og tryggja að öll ákvörðunartaka sé byggð á faglegu mati og réttum upplýsingum. • Þegar við vinnum með viðkvæm gögn, sérstaklega í heilbrigðisgeiranum, skiptir höfuðmáli að tryggja öryggi og trúnað. Gervigreind ætti aldrei að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar nema með skýrum öryggisráðstöfunum og í samræmi við lög og reglugerðir um persónuvernd. Margir nýta sér ókeypis spjallmenni en það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að ef varan kostar okkur ekkert, þá erum við sjálf líklega varan. Við höfum þegar séð dæmi um að gervigreindarkerfi geymi gögn og noti þau áfram - jafnvel án skýrrar vitundar notenda. Þetta er ekki bara spurning um öryggi heldur einnig um ábyrgð, sérstaklega ef óafvitandi er verið að miðla viðkvæmum upplýsingum eða efni sem er höfundaréttavarið. Mannleg samskipti hjartað í endurhæfingu Þrátt fyrir alla heimsins möguleika gervigreindar er það eitt sem hún getur aldrei leyst af hólmi og það eru mannleg samskipti. Þegar kemur að endurhæfingu eru traust, samkennd og raunveruleg tenging við skjólstæðinga það sem skiptir mestu máli. Gervigreind getur stutt við starfsfólk og gert vinnuflæði skilvirkara en hún getur ekki veitt þann hlýja stuðning og það innsæi sem aðeins manneskjur geta gefið hver annarri. Þess vegna er lykilatriði að við notum gervigreind til að styðja við mannleg tengsl – en ekki til að skipta þeim út. Þau verða alltaf hjartað í allri endurhæfingu. Það eru mörg tækifæri til að nýta gervigreindina í endurhæfingu – sem og reyndar í allri heilbrigðisþjónustu. Með því að nýta gervigreindina skynsamlega getum við aukið gæði þjónustunnar og bætt upplifun skjólstæðinga okkar af endurhæfingarferlinu. Lokinu af töfrakistunni hefur verið lyft og tækifærin sem blasa við eru mörg. Göngum hægt um gleðinnar dyr og gerum það af ábyrgð og með gagnrýna hugsun að leiðarljósi. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalund, meistaranemi í Digital Health við HR og aðjúnkt við HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér töfrakistu. Þú opnar hana og upp spretta tækifæri sem þú hafðir ekki einu sinni getað ímyndað þér. Þetta eru tækifæri sem gervigreindin býður upp á í dag. En þó kistan sé full af sérlega góðum tækifærum þá er það samt sem áður í okkar höndum að velja þau réttu og nota á skynsamlegan hátt. Það á svo sannarlega við um nýtingu gervigreindar í endurhæfingarstarfi. Gervigreind góður aðstoðarmaður Í endurhæfingu snýst allt um fólk. Að hlusta, styðja og finna lausnir sem hjálpa fólki að endurheimta færni og lífsgæði. Gervigreind getur aldrei tekið við því hlutverki en hún getur svo sannarlega orðið góður aðstoðarmaður. Hún getur hjálpað okkur að skipuleggja verkefni, finna upplýsingar hraðar og einfaldað vinnuflæði. Fyrir okkur sem vinnum í endurhæfingu þýðir þetta meiri tími fyrir skjólstæðinga og betri nýting á sérfræðiþekkingu. Til dæmis getur ChatGPT og svipuð verkfæri gert hnitmiðaðar samantektir, þýtt efni, hjálpað við að skrifa skýrslur eða við að undirbúa fyrirlestra. Það er líka hægt að nota gervigreind til að búa til drög að tölvupóstum, setja upp skjöl og einfalda alla skjalaumsýslu. Hins vegar þurfum við alltaf að passa að yfirfara og staðfesta það sem gervigreindin býr til – hún getur vissulega sparað tíma en getur ekki tekið yfir faglegri ábyrgð. Gervigreindin getur hjálpað okkur að leita að nýjustu rannsóknum og setja niðurstöður fram á mjög hnitmiðaðan hátt. Hún getur aðstoðað við að finna viðeigandi heimildir, borið saman rannsóknarniðurstöður, gert samantektir úr löngum greinum eða skýrslum og útskýrt flókin málefni á einfaldan hátt. Gervigreindin getur líka hjálpað til við að finna nýjar leiðir til að útskýra æfingar fyrir skjólstæðinga, komið með hugmyndir um hvernig aðlaga megi umhverfi og verkefni betur að þörfum skjólstæðinganna eða hjálpað til við að þróa nýtt fræðsluefni eða leiðbeiningar. Verum meðvituð Þrátt fyrir alla þessa möguleika verðum við að hafa í huga er að þessi töfrakista á sér sínar skuggahliðar. Þegar við notum gervigreind, verðum við að vera meðvituð um hvaða gögnum við erum að deila og hvaða skilmála við erum að samþykkja. Gervigreind getur verið öflug en er langt frá því að vera fullkomin. Hún getur gert mistök, byggt upplýsingar á hlutdrægum gögnum og jafnvel brotið persónuverndarlög ef ekki er farið rétt með hana: • Gervigreindin býr til svör byggð á þeim gögnum sem hún hefur lært af. Þetta þýðir að svör frá gervigreind eru ekki alltaf rétt. Gervigreindin getur átt það til að búa til upplýsingar sem hljóma sannfærandi en eru rangar eða úreltar. Þess vegna er nauðsynlegt að yfirfara og staðfesta allar mikilvægar upplýsingar áður en þær eru notaðar við ákvarðanatöku. • Gervigreind lærir af þeim gögnum sem hún er þjálfuð á en þessi gögn geta endurspeglað fordóma eða skekkjur sem fyrir eru í samfélaginu. Ef gervigreind er notuð til að styðja við ákvarðanir í endurhæfingu eða greiningu, er mikilvægt að vera meðvitaður um mögulega hlutdrægni og tryggja að öll ákvörðunartaka sé byggð á faglegu mati og réttum upplýsingum. • Þegar við vinnum með viðkvæm gögn, sérstaklega í heilbrigðisgeiranum, skiptir höfuðmáli að tryggja öryggi og trúnað. Gervigreind ætti aldrei að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar nema með skýrum öryggisráðstöfunum og í samræmi við lög og reglugerðir um persónuvernd. Margir nýta sér ókeypis spjallmenni en það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að ef varan kostar okkur ekkert, þá erum við sjálf líklega varan. Við höfum þegar séð dæmi um að gervigreindarkerfi geymi gögn og noti þau áfram - jafnvel án skýrrar vitundar notenda. Þetta er ekki bara spurning um öryggi heldur einnig um ábyrgð, sérstaklega ef óafvitandi er verið að miðla viðkvæmum upplýsingum eða efni sem er höfundaréttavarið. Mannleg samskipti hjartað í endurhæfingu Þrátt fyrir alla heimsins möguleika gervigreindar er það eitt sem hún getur aldrei leyst af hólmi og það eru mannleg samskipti. Þegar kemur að endurhæfingu eru traust, samkennd og raunveruleg tenging við skjólstæðinga það sem skiptir mestu máli. Gervigreind getur stutt við starfsfólk og gert vinnuflæði skilvirkara en hún getur ekki veitt þann hlýja stuðning og það innsæi sem aðeins manneskjur geta gefið hver annarri. Þess vegna er lykilatriði að við notum gervigreind til að styðja við mannleg tengsl – en ekki til að skipta þeim út. Þau verða alltaf hjartað í allri endurhæfingu. Það eru mörg tækifæri til að nýta gervigreindina í endurhæfingu – sem og reyndar í allri heilbrigðisþjónustu. Með því að nýta gervigreindina skynsamlega getum við aukið gæði þjónustunnar og bætt upplifun skjólstæðinga okkar af endurhæfingarferlinu. Lokinu af töfrakistunni hefur verið lyft og tækifærin sem blasa við eru mörg. Göngum hægt um gleðinnar dyr og gerum það af ábyrgð og með gagnrýna hugsun að leiðarljósi. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalund, meistaranemi í Digital Health við HR og aðjúnkt við HA.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun