Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 10:01 Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast. Háir vextir og verðbólga gera það að verkum að ungt fólk og þeir sem hafa ekki átt íbúð áður þurfa að sæta afar kjörum á óstöðugum leigumarkaði. Það þarf nýjar lausnir sem taka mið af íslenskum aðstæðum og skapa fólki raunhæfa möguleika að eignast íbúð. Innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég talað fyrir lausn sem vert er að skoða nánar. Húsnæðismálin hafa verið eitt helsta baráttumálið mitt í framboði til formanns VR. Ég vil tryggja öllu félagsfólki VR, sérstaklega ungu fólki og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum, raunverulega leið til að eignast eigið heimili. Ég mun berjast fyrir að byggðar verði eignaíbúðir á hagkvæmu verði. Þetta byggir á hugmyndum norrænna húsnæðissamvinnufélaga þar sem hefð er fyrir að bjóða upp á nýjar og sveigjanlegar leiðir til að auðvelda fleirum að eignast eigin húsnæði. Húsnæðiskerfi sem gjörbreytir möguleikum fyrir fyrstu kaupendur Hugmyndin er einföld, þú kaupir frá 50% af íbúðinni. Seinna, ef það hentar þér og fjárhag þínum, geturðu aukið eignarhlut þinn – þar til þú átt alla eignina, en greiðir leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki í íbúðinni. Þetta þýðir að krafan um eigið fé er aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta – helmingi minni upphæð en í hefðbundnum fasteignakaupum. Þannig er hægt að byrja með minni fjárhagslegar skuldbindingar og smám saman auka eignarhlut eftir því sem fjárhagsstaða leyfir. Í stað þess að safna háum upphæðum og standast strangt og oft ósanngjarnt greiðslumat verður það auðveldara að eignast íbúð. Með þessar nýju lausn verður fasteignamarkaðurinn aðgengilegur fyrir fleiri og býður upp á tækifæri til að breyta draumi um að eignast húsnæði í veruleika. Innan verkalýðshreyfingarinnar er mikil þekking á að byggja hagkvæmar leiguíbúðir. Bjarg íbúðafélag tók nýlega að sér að byggja 36 leiguíbúðir. Þetta eru hagkvæmar íbúðir fyrir VR félaga. Byggingarkostnaður var töluvert lægri miðað við sambærilegar íbúðir. Þetta býður upp á þann möguleika að kaupa íbúð á 10-15% lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði. Af hverju að velja þetta húsnæðiskerfi? Það þarf ekki að finna upp hjólið aftur heldur að nýta áratuga reynslu og nýta hugmyndir sem hafa reynst árangursríkar á Norðurlöndum hér á landi. Lægra eigið fé – Aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta. Sveigjanleg greiðsluáætlun – Greiðsla leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki. Getur eignast íbúðina smám saman – Þú getur aukið eignarhlut þegar þér hentar. Lægri byggingarkostnaður - lægra kaupverð – 10-15% lægra íbúðaverð en gengur á markaði. Leiðin að fyrsta heimilinu – Fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Þetta nýja húsnæðiskerfi opnar dyrnar fyrir alla fyrstu kaupendur – bæði ungt fólk og þá sem hafa verið lengi á leigumarkaði eða ekki átt íbúð áður. Það býður upp á raunverulegar lausnir fyrir þá sem hafa átt erfitt með að safna nægu eigin fé og hafa fundið fyrir allt of hárri leigu og óstöðugleika á leigumarkaði. Ég hef ekki aðeins talað um lausnir í húsnæðismálum – ég hef komið þeim í framkvæmd. Með reynslu úr húsnæðisnefnd VR og ASÍ, í stjórn Bjargs íbúðafélags og störfum mínum að húsnæðismálum, veit ég hvað þarf til að koma raunverulegum lausnum í framkvæmd. Ég býð mig fram sem formann VR til að tryggja öllum félagsmönnum betri og raunhæfari möguleika á að eignast eigið heimili. Veljum framtíð með raunhæfum lausnum í húsnæðismálum – Veljum frambjóðanda með reynslu til að koma þeim í framkvæmd. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Húsnæðismál Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast. Háir vextir og verðbólga gera það að verkum að ungt fólk og þeir sem hafa ekki átt íbúð áður þurfa að sæta afar kjörum á óstöðugum leigumarkaði. Það þarf nýjar lausnir sem taka mið af íslenskum aðstæðum og skapa fólki raunhæfa möguleika að eignast íbúð. Innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég talað fyrir lausn sem vert er að skoða nánar. Húsnæðismálin hafa verið eitt helsta baráttumálið mitt í framboði til formanns VR. Ég vil tryggja öllu félagsfólki VR, sérstaklega ungu fólki og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum, raunverulega leið til að eignast eigið heimili. Ég mun berjast fyrir að byggðar verði eignaíbúðir á hagkvæmu verði. Þetta byggir á hugmyndum norrænna húsnæðissamvinnufélaga þar sem hefð er fyrir að bjóða upp á nýjar og sveigjanlegar leiðir til að auðvelda fleirum að eignast eigin húsnæði. Húsnæðiskerfi sem gjörbreytir möguleikum fyrir fyrstu kaupendur Hugmyndin er einföld, þú kaupir frá 50% af íbúðinni. Seinna, ef það hentar þér og fjárhag þínum, geturðu aukið eignarhlut þinn – þar til þú átt alla eignina, en greiðir leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki í íbúðinni. Þetta þýðir að krafan um eigið fé er aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta – helmingi minni upphæð en í hefðbundnum fasteignakaupum. Þannig er hægt að byrja með minni fjárhagslegar skuldbindingar og smám saman auka eignarhlut eftir því sem fjárhagsstaða leyfir. Í stað þess að safna háum upphæðum og standast strangt og oft ósanngjarnt greiðslumat verður það auðveldara að eignast íbúð. Með þessar nýju lausn verður fasteignamarkaðurinn aðgengilegur fyrir fleiri og býður upp á tækifæri til að breyta draumi um að eignast húsnæði í veruleika. Innan verkalýðshreyfingarinnar er mikil þekking á að byggja hagkvæmar leiguíbúðir. Bjarg íbúðafélag tók nýlega að sér að byggja 36 leiguíbúðir. Þetta eru hagkvæmar íbúðir fyrir VR félaga. Byggingarkostnaður var töluvert lægri miðað við sambærilegar íbúðir. Þetta býður upp á þann möguleika að kaupa íbúð á 10-15% lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði. Af hverju að velja þetta húsnæðiskerfi? Það þarf ekki að finna upp hjólið aftur heldur að nýta áratuga reynslu og nýta hugmyndir sem hafa reynst árangursríkar á Norðurlöndum hér á landi. Lægra eigið fé – Aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta. Sveigjanleg greiðsluáætlun – Greiðsla leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki. Getur eignast íbúðina smám saman – Þú getur aukið eignarhlut þegar þér hentar. Lægri byggingarkostnaður - lægra kaupverð – 10-15% lægra íbúðaverð en gengur á markaði. Leiðin að fyrsta heimilinu – Fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Þetta nýja húsnæðiskerfi opnar dyrnar fyrir alla fyrstu kaupendur – bæði ungt fólk og þá sem hafa verið lengi á leigumarkaði eða ekki átt íbúð áður. Það býður upp á raunverulegar lausnir fyrir þá sem hafa átt erfitt með að safna nægu eigin fé og hafa fundið fyrir allt of hárri leigu og óstöðugleika á leigumarkaði. Ég hef ekki aðeins talað um lausnir í húsnæðismálum – ég hef komið þeim í framkvæmd. Með reynslu úr húsnæðisnefnd VR og ASÍ, í stjórn Bjargs íbúðafélags og störfum mínum að húsnæðismálum, veit ég hvað þarf til að koma raunverulegum lausnum í framkvæmd. Ég býð mig fram sem formann VR til að tryggja öllum félagsmönnum betri og raunhæfari möguleika á að eignast eigið heimili. Veljum framtíð með raunhæfum lausnum í húsnæðismálum – Veljum frambjóðanda með reynslu til að koma þeim í framkvæmd. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun