Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar 26. febrúar 2025 10:01 Það hefur ekki tíðkast hér á landi að fólk sé dregið til ábyrgðar hjá því opinbera þegar það hefur gert upp á bak. Það sama fólk stendur næst fjárveitingavaldinu og ákvarðar hvað sé gert og þetta fólk er með hæstu launin af þeirri ástæðu að ábyrgðin er svo mikil hjá því fólki. En þegar til kastanna kemur eftir að hafa gert upp á bak situr það sem fastast í sínum stólum í fílabeinsturninum og bendir bara út og suður eins og í ævintýrinu um „Litlu gulu hænuna“ þar sem allir segja, „ekki ég!“ Þó svo að það hafi verið hægt að finna brunalyktina úr kerfinu löngu fyrir brunann á Stuðlum og það þarf ekki nema að horfa til Kveiksþáttarins á RÚV á síðasta ári til að sjá að reykurinn var þá þegar kominn upp vegna álags á starfseminni. Núna er staðan þannig að í málaflokki barna í vanda sem þurfa á meðferð á að halda er algjörlega óviðunandi, og hefur verið það lengi, og hver ber ábyrgð á því? Í mínum huga er það barna- og fjölskyldustofa og þeir æðstu yfirmenn sem innan þeirrar stofnunar starfa sem á að draga til ábyrgðar að mínu viti, enda hefur sú stofnun samkvæmt lögum eftirlit með meðferðarheimilunum landsins og hún hefur ekki sinnt því hlutverki nógu vel í gegnum árin eins og dæmin sýna svart á hvítu. Var sagt upp Ekki ætla ég heldur að fría fyrrverandi ríkisstjórn, hún ber heldur betur þá ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þessum málaflokki með loforðaflaumi og innihaldslausu þvættingi og sér í lagi fyrrverandi ráðherra sem var yfir málaflokknum í það minnsta sjö ár. En fyrrverandi ráðherra fékk skellinn og honum var sagt upp og hann er horfinn af sjónarsviðinu frá þessum málaflokki og sem betur fer. Máli mínu til stuðnings vísa ég í loforðið um að byggja sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ sem var ekkert annað en loftbóla þó svo að það hafi verið blásið til blaðamannafundar og haldin heilmikil flugeldasýning við undirskriftina. Það bólar ekkert á sérhæfða meðferðarheimilinu sem var skrifað undir 2018 milli Barnaverndarstofu, þáverandi Barnamálaráðherra og bæjarstjórnar Garðabæjar. Síðan var það leikritið sem var sett á svið að Skálatúni í Mosfellsbæ. Enn og aftur var blásið til mikillar flugeldasýningar enda voru bara nokkrar vikur í þingkosningar en þegar leiktjöldin voru dregin frá hrundi leikmyndin því heimilið uppfyllti ekki þá öryggisstaðla sem þarf til að það sé hægt að starfrækja starfsemina. Sérhæft meðferðarheimili Svo þetta að vista börn í óviðunandi fangaklefum í Hafnafirði og á sama tíma stendur fullbúið sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem heitir Háholt tómt frá árinu 2017. Sjálfur sat ég í nefnd um unga afbrotamenn sem var á vegum þáverandi dómsmálaráðherra, þar sem ákveðið var að eitt pláss þar ætti að vera eyrnamerkt sem afplánunarúrræði fyrir börn innan sjálfræðisaldurs og það eru komin meira en 26 ár síðan það var. Og núna síðast var frétt um það að drengurinn sem stakk stúlkuna á menningarnótt hafi verið í samskiptum í gegnum samfélagsmiðla við aðalvitnið í því máli og sá drengur á að vera öryggisvistaður. Hvað verður það næst? Ég verð að koma því á framfæri að ég er alls ekki að tala um fólkið sem vinnur á gólfinu í þessu samhengi, sjálfur vann ég á Stuðlum í næstum 17 ár og ég veit að það fólk er þar fyrst og fremst af hugsjón og fær heldur ekkert um málin að segja þó að það vildi, þó svo að margir hafi margra tuga reynslu að baki og hafa jafnvel setið báðum megin við borðið. Ég fullyrði að sumir sem þar starfa myndu gera 100 sinnum meira gagn en þeir sem sitja í fílabeinsturninum núna og stjórna. Ég hef verið þeirra skoðunar að sérfræðivæðing og að sjúkdómamerkimiða börn sé einn helsti flöskuhálsinn í kerfinu og svarið er ekki alltaf að gefa pillu við vandanum. Það er alltof mikið af fólki sem telur sig vita betur af því að það hefur nagað blýanta í háskóla og þar af leiðandi hlustar það ekki á fólk sem hefur kannski reynslu af því að vera báðum megin við borðið, einfaldlega vegna þess að það hefur ekki nógu flott próf upp á vasann. Þarna er gjáin eins og á Þingvöllum eða Evrasíuflekinn. Það hefur verið lítill áhugi á að brúa hann. Sjálfur var ég olnbogabarn og sat fyrir framan alls konar sérfræðinga sem vissu „þetta allt saman“. Enginn af þessum sérfræðingum situr eftir í minningunni heldur eru það gamall bóndi og kona hans sem heyrðu mig og sáu. Þegar heimilin voru sem flest voru þau 9 um allt land þá voru íbúar landsins 100.000 færri en við erum í dag. Ef eitthvað, þá er þörfin meiri í dag og það ættu að vera að minnsta kosti 10 heimili hér á landi til að sinna þessum börnum ef við viljum kalla okkur velferðarsamfélag, en í dag eru þau bara tvö, annað er sérhannað fyrir stúlkur og hitt er varla starfhæft vegna brunans á Stuðlum og er núna komið undir þak fyrir náð og miskunn SÁÁ á Vogi. Það er mín skoðun að flöskuhálsinn séu ekki börnin heldur vanhæfir einstaklingar sem stjórna kerfinu. Það sama fólk ætti að segja sig frá verkefninu því þessir einstaklingar standa ekki undir þeirri ábyrgð sem þeim var treyst fyrir og það sanna þessi dæmi sem ég hef tíundað hér að framan og þetta klúður eitt og sér í Skálatúni ætti eitt og sér að vera nóg. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Það hefur ekki tíðkast hér á landi að fólk sé dregið til ábyrgðar hjá því opinbera þegar það hefur gert upp á bak. Það sama fólk stendur næst fjárveitingavaldinu og ákvarðar hvað sé gert og þetta fólk er með hæstu launin af þeirri ástæðu að ábyrgðin er svo mikil hjá því fólki. En þegar til kastanna kemur eftir að hafa gert upp á bak situr það sem fastast í sínum stólum í fílabeinsturninum og bendir bara út og suður eins og í ævintýrinu um „Litlu gulu hænuna“ þar sem allir segja, „ekki ég!“ Þó svo að það hafi verið hægt að finna brunalyktina úr kerfinu löngu fyrir brunann á Stuðlum og það þarf ekki nema að horfa til Kveiksþáttarins á RÚV á síðasta ári til að sjá að reykurinn var þá þegar kominn upp vegna álags á starfseminni. Núna er staðan þannig að í málaflokki barna í vanda sem þurfa á meðferð á að halda er algjörlega óviðunandi, og hefur verið það lengi, og hver ber ábyrgð á því? Í mínum huga er það barna- og fjölskyldustofa og þeir æðstu yfirmenn sem innan þeirrar stofnunar starfa sem á að draga til ábyrgðar að mínu viti, enda hefur sú stofnun samkvæmt lögum eftirlit með meðferðarheimilunum landsins og hún hefur ekki sinnt því hlutverki nógu vel í gegnum árin eins og dæmin sýna svart á hvítu. Var sagt upp Ekki ætla ég heldur að fría fyrrverandi ríkisstjórn, hún ber heldur betur þá ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þessum málaflokki með loforðaflaumi og innihaldslausu þvættingi og sér í lagi fyrrverandi ráðherra sem var yfir málaflokknum í það minnsta sjö ár. En fyrrverandi ráðherra fékk skellinn og honum var sagt upp og hann er horfinn af sjónarsviðinu frá þessum málaflokki og sem betur fer. Máli mínu til stuðnings vísa ég í loforðið um að byggja sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ sem var ekkert annað en loftbóla þó svo að það hafi verið blásið til blaðamannafundar og haldin heilmikil flugeldasýning við undirskriftina. Það bólar ekkert á sérhæfða meðferðarheimilinu sem var skrifað undir 2018 milli Barnaverndarstofu, þáverandi Barnamálaráðherra og bæjarstjórnar Garðabæjar. Síðan var það leikritið sem var sett á svið að Skálatúni í Mosfellsbæ. Enn og aftur var blásið til mikillar flugeldasýningar enda voru bara nokkrar vikur í þingkosningar en þegar leiktjöldin voru dregin frá hrundi leikmyndin því heimilið uppfyllti ekki þá öryggisstaðla sem þarf til að það sé hægt að starfrækja starfsemina. Sérhæft meðferðarheimili Svo þetta að vista börn í óviðunandi fangaklefum í Hafnafirði og á sama tíma stendur fullbúið sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem heitir Háholt tómt frá árinu 2017. Sjálfur sat ég í nefnd um unga afbrotamenn sem var á vegum þáverandi dómsmálaráðherra, þar sem ákveðið var að eitt pláss þar ætti að vera eyrnamerkt sem afplánunarúrræði fyrir börn innan sjálfræðisaldurs og það eru komin meira en 26 ár síðan það var. Og núna síðast var frétt um það að drengurinn sem stakk stúlkuna á menningarnótt hafi verið í samskiptum í gegnum samfélagsmiðla við aðalvitnið í því máli og sá drengur á að vera öryggisvistaður. Hvað verður það næst? Ég verð að koma því á framfæri að ég er alls ekki að tala um fólkið sem vinnur á gólfinu í þessu samhengi, sjálfur vann ég á Stuðlum í næstum 17 ár og ég veit að það fólk er þar fyrst og fremst af hugsjón og fær heldur ekkert um málin að segja þó að það vildi, þó svo að margir hafi margra tuga reynslu að baki og hafa jafnvel setið báðum megin við borðið. Ég fullyrði að sumir sem þar starfa myndu gera 100 sinnum meira gagn en þeir sem sitja í fílabeinsturninum núna og stjórna. Ég hef verið þeirra skoðunar að sérfræðivæðing og að sjúkdómamerkimiða börn sé einn helsti flöskuhálsinn í kerfinu og svarið er ekki alltaf að gefa pillu við vandanum. Það er alltof mikið af fólki sem telur sig vita betur af því að það hefur nagað blýanta í háskóla og þar af leiðandi hlustar það ekki á fólk sem hefur kannski reynslu af því að vera báðum megin við borðið, einfaldlega vegna þess að það hefur ekki nógu flott próf upp á vasann. Þarna er gjáin eins og á Þingvöllum eða Evrasíuflekinn. Það hefur verið lítill áhugi á að brúa hann. Sjálfur var ég olnbogabarn og sat fyrir framan alls konar sérfræðinga sem vissu „þetta allt saman“. Enginn af þessum sérfræðingum situr eftir í minningunni heldur eru það gamall bóndi og kona hans sem heyrðu mig og sáu. Þegar heimilin voru sem flest voru þau 9 um allt land þá voru íbúar landsins 100.000 færri en við erum í dag. Ef eitthvað, þá er þörfin meiri í dag og það ættu að vera að minnsta kosti 10 heimili hér á landi til að sinna þessum börnum ef við viljum kalla okkur velferðarsamfélag, en í dag eru þau bara tvö, annað er sérhannað fyrir stúlkur og hitt er varla starfhæft vegna brunans á Stuðlum og er núna komið undir þak fyrir náð og miskunn SÁÁ á Vogi. Það er mín skoðun að flöskuhálsinn séu ekki börnin heldur vanhæfir einstaklingar sem stjórna kerfinu. Það sama fólk ætti að segja sig frá verkefninu því þessir einstaklingar standa ekki undir þeirri ábyrgð sem þeim var treyst fyrir og það sanna þessi dæmi sem ég hef tíundað hér að framan og þetta klúður eitt og sér í Skálatúni ætti eitt og sér að vera nóg. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun