Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 15:17 Síðastliðið haust fór af stað ný námsleið við allar símenntunarstöðvar á landinu. Námsleiðin er afrakstur vinnu starfshóps Félags-og vinnumarkaðsráðuneytis um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og var unnin í samstarfi Fjölmenntar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Vinnumálastofnunar (VMST) og símenntunarstöðva um allt land. Námsleiðin, sem ber heitið Færni á vinnumarkaði, miðar að því að efla færni fatlaðs fólks til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Milli 60 og 70 manns stunduðu námið sem lauk á flestum stöðvum í desember. Það sem gerir námið sérstakt er að þetta er í fyrsta sinn sem nám fyrir fólk með þroskahömlun er skipulagt undir sömu formerkjum og aðrar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og samkvæmt vottuðu ferli FA. Námsleiðin er samtals 180 klukkustundir, 70 stundir í fræðslu á símenntunarstöð og 110 stundir í starfsnám á vinnustað og stendur námið yfir í þrjá mánuði. Boðið var upp á nám í 6 störfum: starf við endurvinnslu, starf í vöruhúsi/ lager, starf við umönnun, starf í leikskóla, starf í verslun og starf við þrif og þjónustu. Unnið er að því að auka starfsgreinar og frá því í haust hefur bæst við starf á frístundaheimili. Öll störfin voru hæfnigreind, unnið að námskrá og námslýsingum fyrir störfin og námið skipulagt út frá þeirri vinnu. Unnið er út frá hæfniviðmiðum og þeir sem ná þeim fá fagbréf atvinnulífsins sem staðfestingu á færni í starfi. Sú staðfesting ætti að auðvelda fólki að fá vinnu. Samstarf allra aðila sem að hönnun námsins komu hefur verið einkar ánægjulegt og árangursríkt. Þessir þrír aðilar komu að hönnun námsins hver með sitt hlutverk og sína þekkingu. Hlutverk Fjölmenntar var meðal annars að sjá um gerð fræðsluefnis. Í fræðslunni er farið yfir atriði sem nauðsynlegt er að kunna svo sem réttindi og skyldur á vinnumarkaði, mikilvægi góðra samskipta og ýmis réttindamál. Þar sem góður tími er ætlaður í fræðsluhlutann eru líka tekin fyrir ýmis valdeflandi málefni svo sem fræðsla um mannréttindi, margbreytileika, sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Einnig er gefinn tími fyrir heilsueflingu. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist. Nemar lýsa ánægju sinni með námið og hluti þeirra hefur nú þegar fengið starf. Það má heldur ekki gleyma þeirri valdeflingu og vinskap sem myndast hefur milli þátttakenda á meðan á náminu stóð. Þetta nám er komið til að vera, símenntunarstöðvar bjóða áfram upp á námsleiðina og er nám þegar hafið á nokkrum stöðvum. Til að koma til móts við mikla þörf á lengra námi að loknum framhaldsskóla hefur í gegnum tíðina verið boðið upp á námsbrautir hjá Fjölmennt. Heilsubraut sem haldin var í nokkur skipti var í byrjun tilraunaverkefni fjármagnað af Fræðslusjóði og unnin í samstarfi við FA. Námið fékk þó ekki vottun þar sem Fjölmennt hafði á þeim tíma engan aðgang að Fræðslusjóði. Námsbrautin Líf mitt með öðrum var haldin einu sinni með styrk frá Fræðslusjóði en hún var fyrir fólk á einhverfurófi sem þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Fyrir tveimur árum var tvisvar haldin Matar- og frameiðslubraut í samvinnu við Vinnumálastofnun og var fyrir þau sem áhuga höfðu á vinnu í eldhúsi og við framreiðslu. Fræðsla og starfsnám fór fram í Fjölmennt og nemar fengu einnig að spreyta sig í mötuneytinu hjá Ási styrktarfélagi. Á meðan á náminu stóð vann Vinnumálastofnun að því að útvega fólki vinnu eftir útskrift. Þessar námsbrautir í Fjölmennt voru mikilvægar en með námsleiðinni Færni á vinnumarkaði er nú orðið að veruleika nám sem búið er að staðsetja í sama kerfi og allra annarra sem vilja auka möguleika sína á vinnumarkaði með því að stunda nám við almennar símenntunarstöðvar. Nefnd á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis starfar áfram að því að koma með tillögur að auknum námstækifærum. Hingað til hefur vantað nám að loknu framhaldsskólanámi og nú er verið að taka skref sem vonandi marka upphaf aukins og fjölbreytts náms fyrir fatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri í atvinnutengdu námi fyrir fólk með þroskahömlun og fyrrverandi forstöðumaður Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust fór af stað ný námsleið við allar símenntunarstöðvar á landinu. Námsleiðin er afrakstur vinnu starfshóps Félags-og vinnumarkaðsráðuneytis um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og var unnin í samstarfi Fjölmenntar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Vinnumálastofnunar (VMST) og símenntunarstöðva um allt land. Námsleiðin, sem ber heitið Færni á vinnumarkaði, miðar að því að efla færni fatlaðs fólks til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Milli 60 og 70 manns stunduðu námið sem lauk á flestum stöðvum í desember. Það sem gerir námið sérstakt er að þetta er í fyrsta sinn sem nám fyrir fólk með þroskahömlun er skipulagt undir sömu formerkjum og aðrar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og samkvæmt vottuðu ferli FA. Námsleiðin er samtals 180 klukkustundir, 70 stundir í fræðslu á símenntunarstöð og 110 stundir í starfsnám á vinnustað og stendur námið yfir í þrjá mánuði. Boðið var upp á nám í 6 störfum: starf við endurvinnslu, starf í vöruhúsi/ lager, starf við umönnun, starf í leikskóla, starf í verslun og starf við þrif og þjónustu. Unnið er að því að auka starfsgreinar og frá því í haust hefur bæst við starf á frístundaheimili. Öll störfin voru hæfnigreind, unnið að námskrá og námslýsingum fyrir störfin og námið skipulagt út frá þeirri vinnu. Unnið er út frá hæfniviðmiðum og þeir sem ná þeim fá fagbréf atvinnulífsins sem staðfestingu á færni í starfi. Sú staðfesting ætti að auðvelda fólki að fá vinnu. Samstarf allra aðila sem að hönnun námsins komu hefur verið einkar ánægjulegt og árangursríkt. Þessir þrír aðilar komu að hönnun námsins hver með sitt hlutverk og sína þekkingu. Hlutverk Fjölmenntar var meðal annars að sjá um gerð fræðsluefnis. Í fræðslunni er farið yfir atriði sem nauðsynlegt er að kunna svo sem réttindi og skyldur á vinnumarkaði, mikilvægi góðra samskipta og ýmis réttindamál. Þar sem góður tími er ætlaður í fræðsluhlutann eru líka tekin fyrir ýmis valdeflandi málefni svo sem fræðsla um mannréttindi, margbreytileika, sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Einnig er gefinn tími fyrir heilsueflingu. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist. Nemar lýsa ánægju sinni með námið og hluti þeirra hefur nú þegar fengið starf. Það má heldur ekki gleyma þeirri valdeflingu og vinskap sem myndast hefur milli þátttakenda á meðan á náminu stóð. Þetta nám er komið til að vera, símenntunarstöðvar bjóða áfram upp á námsleiðina og er nám þegar hafið á nokkrum stöðvum. Til að koma til móts við mikla þörf á lengra námi að loknum framhaldsskóla hefur í gegnum tíðina verið boðið upp á námsbrautir hjá Fjölmennt. Heilsubraut sem haldin var í nokkur skipti var í byrjun tilraunaverkefni fjármagnað af Fræðslusjóði og unnin í samstarfi við FA. Námið fékk þó ekki vottun þar sem Fjölmennt hafði á þeim tíma engan aðgang að Fræðslusjóði. Námsbrautin Líf mitt með öðrum var haldin einu sinni með styrk frá Fræðslusjóði en hún var fyrir fólk á einhverfurófi sem þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Fyrir tveimur árum var tvisvar haldin Matar- og frameiðslubraut í samvinnu við Vinnumálastofnun og var fyrir þau sem áhuga höfðu á vinnu í eldhúsi og við framreiðslu. Fræðsla og starfsnám fór fram í Fjölmennt og nemar fengu einnig að spreyta sig í mötuneytinu hjá Ási styrktarfélagi. Á meðan á náminu stóð vann Vinnumálastofnun að því að útvega fólki vinnu eftir útskrift. Þessar námsbrautir í Fjölmennt voru mikilvægar en með námsleiðinni Færni á vinnumarkaði er nú orðið að veruleika nám sem búið er að staðsetja í sama kerfi og allra annarra sem vilja auka möguleika sína á vinnumarkaði með því að stunda nám við almennar símenntunarstöðvar. Nefnd á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis starfar áfram að því að koma með tillögur að auknum námstækifærum. Hingað til hefur vantað nám að loknu framhaldsskólanámi og nú er verið að taka skref sem vonandi marka upphaf aukins og fjölbreytts náms fyrir fatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri í atvinnutengdu námi fyrir fólk með þroskahömlun og fyrrverandi forstöðumaður Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun