Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 08:01 Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin eru einföld. Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara. Að minnsta kosti þriðjungur krabbameina hefur tengsl við óheilbrigðar lífsvenjur. Þriðji hver Íslendingur getur í dag vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og árlega fá að meðaltali 1.017 karlmenn krabbamein. Þekking á krabbameinum eykst stöðugt með öflugu vísindastarfi um allan heim. Rannsóknirnar hafa leitt til verulegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina en það þarf að nýta þær betur í forvarnarskyni. Við vitum að mörg krabbamein eiga sér lífsstílstengda áhættuþætti og þá vitneskju er mikilvægt að við tökum til okkar hvert og eitt og reynum að draga eins mikið úr krabbameinsáhættu okkar og við getum. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Því miður getum við ekki tryggt okkur gegn krabbameinum. Við getum samt gert ýmislegt til að draga úr líkunum á að við fáum krabbamein eins og að: - Reykja hvorki né nota tóbak - Hreyfa okkur reglulega - Sleppa eða draga úr áfengisneyslu - Huga að heilsusamlegu mataræði - Stefna að hæfilegri líkamsþyngd - Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Meðal algengustu krabbameina hjá karlmönnum eru lungnakrabbamein og krabbamein í ristli og endaþarmi, krabbamein sem hafa þekkta áhættuþætti. Lækkun í nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina er frábært dæmi um árangur af forvarnarstarfi sem leiddi til breytingar á lífsstíl fólks, hverfandi tóbaksreykinga. Það gefur auga leið að hvert einasta tilvik sem hægt er að koma í veg fyrir skiptir máli, fyrir einstaklinginn sjálfan, fjölskyldur og samfélagið allt. Grínast stjórnvöld með lífsstílinn? Krabbameinsfélagið vill auka þekkingu almennings á áhættuþáttum og að fleiri tileinki sér lífsvenjur sem draga úr krabbameinsáhættu. En fleira þarf til. Við biðlum til stjórnvalda sem nýverið óskuðu eftir tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri að fjárfesta í stefnum og aðgerðum sem auðvelda almenningi að taka heilsusamlegar ákvarðanir í daglegu lífi. Stjórnvöld hafa margt í hendi sér, aðgengi að hreyfingu á öllum skólastigum, skattlagningu á matvælum, takmörkun á aðgengi að vörum sem eru þekktir áhættuþættir, líkt og áfengi og fleira má nefna. Í mörgum löndum er horft til Íslands varðandi árangur í tóbaksvörnum og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur til að önnur lönd horfi til Íslands og annarra Norðurlanda varðandi fyrirkomulag sölu á áfengi. Við getum verið fyrirmynd annarra. Ekkert er of lítið og það er aldrei of seint Daglegar venjur okkar skipta máli varðandi krabbamein, það er óumdeilt. Öll skref í rétta átt eru til bóta og það er aldrei of seint að taka þau. Það þarf ekki endilega svo mikið til, svolítið meiri neysla á grænmeti og ávöxtum og örlítið meiri hreyfing eru til dæmis mikilvæg skref í rétta átt. Heilsusamlegar lífsvenjur draga úr líkum á krabbameinum og þeir sem hafa tileinkað sér hann standa að auki betur ef þeir fá krabbamein. En af hverju fjáröflun? Af því að lífið liggur við. Krabbameinsfélagið er 74 ára félag, stofnað af fólkinu í landinu og hefur alla tíð verið rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja. Félagið, með 27 aðildarfélögum sínum, lætur sig allt varða þegar kemur að krabbameinum; forvarnir, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknir, ráðgjöf og stuðning við sjúklinga og aðstandendur um allt land. Í Mottumars söfnum við fyrir öllu þessu. Við viljum fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og vinna að því að þeir og fjölskyldur þeirra lifi sem bestu lífi með og eftir krabbamein. Krabbamein varða okkur öll. Með því að safna og skarta myndarlegri mottu, taka þátt í Mottumarshlaupinu, veita fræðsluskilaboðum athygli og ekki síst með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju Havarís leggur þú þitt af mörkum. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn. Ekki grínast með lífsstílinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin eru einföld. Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara. Að minnsta kosti þriðjungur krabbameina hefur tengsl við óheilbrigðar lífsvenjur. Þriðji hver Íslendingur getur í dag vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og árlega fá að meðaltali 1.017 karlmenn krabbamein. Þekking á krabbameinum eykst stöðugt með öflugu vísindastarfi um allan heim. Rannsóknirnar hafa leitt til verulegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina en það þarf að nýta þær betur í forvarnarskyni. Við vitum að mörg krabbamein eiga sér lífsstílstengda áhættuþætti og þá vitneskju er mikilvægt að við tökum til okkar hvert og eitt og reynum að draga eins mikið úr krabbameinsáhættu okkar og við getum. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Því miður getum við ekki tryggt okkur gegn krabbameinum. Við getum samt gert ýmislegt til að draga úr líkunum á að við fáum krabbamein eins og að: - Reykja hvorki né nota tóbak - Hreyfa okkur reglulega - Sleppa eða draga úr áfengisneyslu - Huga að heilsusamlegu mataræði - Stefna að hæfilegri líkamsþyngd - Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Meðal algengustu krabbameina hjá karlmönnum eru lungnakrabbamein og krabbamein í ristli og endaþarmi, krabbamein sem hafa þekkta áhættuþætti. Lækkun í nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina er frábært dæmi um árangur af forvarnarstarfi sem leiddi til breytingar á lífsstíl fólks, hverfandi tóbaksreykinga. Það gefur auga leið að hvert einasta tilvik sem hægt er að koma í veg fyrir skiptir máli, fyrir einstaklinginn sjálfan, fjölskyldur og samfélagið allt. Grínast stjórnvöld með lífsstílinn? Krabbameinsfélagið vill auka þekkingu almennings á áhættuþáttum og að fleiri tileinki sér lífsvenjur sem draga úr krabbameinsáhættu. En fleira þarf til. Við biðlum til stjórnvalda sem nýverið óskuðu eftir tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri að fjárfesta í stefnum og aðgerðum sem auðvelda almenningi að taka heilsusamlegar ákvarðanir í daglegu lífi. Stjórnvöld hafa margt í hendi sér, aðgengi að hreyfingu á öllum skólastigum, skattlagningu á matvælum, takmörkun á aðgengi að vörum sem eru þekktir áhættuþættir, líkt og áfengi og fleira má nefna. Í mörgum löndum er horft til Íslands varðandi árangur í tóbaksvörnum og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur til að önnur lönd horfi til Íslands og annarra Norðurlanda varðandi fyrirkomulag sölu á áfengi. Við getum verið fyrirmynd annarra. Ekkert er of lítið og það er aldrei of seint Daglegar venjur okkar skipta máli varðandi krabbamein, það er óumdeilt. Öll skref í rétta átt eru til bóta og það er aldrei of seint að taka þau. Það þarf ekki endilega svo mikið til, svolítið meiri neysla á grænmeti og ávöxtum og örlítið meiri hreyfing eru til dæmis mikilvæg skref í rétta átt. Heilsusamlegar lífsvenjur draga úr líkum á krabbameinum og þeir sem hafa tileinkað sér hann standa að auki betur ef þeir fá krabbamein. En af hverju fjáröflun? Af því að lífið liggur við. Krabbameinsfélagið er 74 ára félag, stofnað af fólkinu í landinu og hefur alla tíð verið rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja. Félagið, með 27 aðildarfélögum sínum, lætur sig allt varða þegar kemur að krabbameinum; forvarnir, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknir, ráðgjöf og stuðning við sjúklinga og aðstandendur um allt land. Í Mottumars söfnum við fyrir öllu þessu. Við viljum fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og vinna að því að þeir og fjölskyldur þeirra lifi sem bestu lífi með og eftir krabbamein. Krabbamein varða okkur öll. Með því að safna og skarta myndarlegri mottu, taka þátt í Mottumarshlaupinu, veita fræðsluskilaboðum athygli og ekki síst með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju Havarís leggur þú þitt af mörkum. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn. Ekki grínast með lífsstílinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar