Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2025 08:31 Fróðlegt var að hlusta á viðtal Spursmála við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á dögunum. Ekki sízt fyrir þær sakir hversu oft málflutningur hennar stangaðist á við veruleikann. Áslaug er ágætlega máli farin og kann að segja réttu hlutina. Hins vegar dugur það vitanlega skammt þegar gerðirnar eru síðan með allt öðrum hætti. Enginn skortur var á slíkri framgöngu í stjórnasamstarfi Sjálfstæðisflokksins við Vinstri græna þar sem Áslaug sat við ráðherraborðið í fimm ár. Hins vegar mætti iðulega halda að Áslaug hafi hvorki verið í ríkisstjórn um árabil, þar sem allar þær ákvarðanir voru teknar sem við sjálfstæðismenn erum svo ósáttir við, né í forystusveit Sjálfstæðisflokksins miðað við gagnrýni hennar á verk forystunnar á undanförnum vikum og hvernig haldið hefur verið á málum innan flokksins. Nema hún hafi verið algerlega áhrifalaus í þeim efnum. Það hafa aldrei verið talin meðmæli í ábyrgðarstöður að kannast ekki við sína eigin ábyrgð. Til að mynda talaði Áslaug í viðtalinu mikið um mikilvægi þess að minnka báknið. Á sama tíma liggur til dæmis fyrir að glænýtt ráðuneyti var sett á laggirnar fyrir hana eftir þingkosningarnar 2021 með tilheyrandi ærnum tilkostnaði. Þá var eitt helzta verk hennar sem ráðherra að koma einkareknum háskólum landsins alfarið á framfærslu ríkisins gegn því að fella niður skólagjöld, fyrir utan Háskólann í Reykjavík sem afþakkaði boðið, sem kostar nú skattgreiðendur 600 milljónir á ári. Þá gagnrýndi Áslaug það réttilega að of miklar málamiðlanir hefðu verið gerðar í stjórnarsamstarfinu við Vinstri græna um mikilvæg mál. Aftur við ríkisstjórnarborðið þar sem hún sat árum saman. Fyrir síðustu kosningar lýsti hún sig hins vegar til dæmis reiðubúna til þess að ræða um þjóðaratkvæði um það hvort stefna ætti að inngöngu í Evrópusambandið í viðræðum um stjórnarmyndun í hlaðvarpinu Bakherbergið þar sem hún sat fyrir svörum ásamt þingmanni Viðreisnar. Vert er einnig að nefna að Áslaug hefur talað um nýtt upphaf í Sjálfstæðisflokknum verði hún kjörin formaður flokksins þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur verið í forystusveit hans árum saman. Hún hefur einnig talað um að hún ætli að sameina Sjálfstæðisflokkinn og vísað þar til átaka fylkinga innan flokksins í gegnum tíðina þrátt fyrir að hún hafi farið fyrir einni slíkri fylkingu. Mögulega var það þess vegna sem hún sagði í viðtalinu að fólk sameinaðist í kringum hugsjónir. Veruleikinn hefur því miður gjarnan verið sá að hljóð og mynd hafa ekki farið saman þegar Áslaug er annars vegar. Sem fyrr segir er ekki nóg að segja réttu hlutina, það sem fólk vill heyra. Það sem skiptir mestu máli er það sem er gert. Það er við slíkar aðstæður sem virkilega reynir á fólk og ekki sízt stjórnmálamenn. Hvort hægt sé að taka mark á orðum þeirra. Meðal annars af þessum sökum ætla ég að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fróðlegt var að hlusta á viðtal Spursmála við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á dögunum. Ekki sízt fyrir þær sakir hversu oft málflutningur hennar stangaðist á við veruleikann. Áslaug er ágætlega máli farin og kann að segja réttu hlutina. Hins vegar dugur það vitanlega skammt þegar gerðirnar eru síðan með allt öðrum hætti. Enginn skortur var á slíkri framgöngu í stjórnasamstarfi Sjálfstæðisflokksins við Vinstri græna þar sem Áslaug sat við ráðherraborðið í fimm ár. Hins vegar mætti iðulega halda að Áslaug hafi hvorki verið í ríkisstjórn um árabil, þar sem allar þær ákvarðanir voru teknar sem við sjálfstæðismenn erum svo ósáttir við, né í forystusveit Sjálfstæðisflokksins miðað við gagnrýni hennar á verk forystunnar á undanförnum vikum og hvernig haldið hefur verið á málum innan flokksins. Nema hún hafi verið algerlega áhrifalaus í þeim efnum. Það hafa aldrei verið talin meðmæli í ábyrgðarstöður að kannast ekki við sína eigin ábyrgð. Til að mynda talaði Áslaug í viðtalinu mikið um mikilvægi þess að minnka báknið. Á sama tíma liggur til dæmis fyrir að glænýtt ráðuneyti var sett á laggirnar fyrir hana eftir þingkosningarnar 2021 með tilheyrandi ærnum tilkostnaði. Þá var eitt helzta verk hennar sem ráðherra að koma einkareknum háskólum landsins alfarið á framfærslu ríkisins gegn því að fella niður skólagjöld, fyrir utan Háskólann í Reykjavík sem afþakkaði boðið, sem kostar nú skattgreiðendur 600 milljónir á ári. Þá gagnrýndi Áslaug það réttilega að of miklar málamiðlanir hefðu verið gerðar í stjórnarsamstarfinu við Vinstri græna um mikilvæg mál. Aftur við ríkisstjórnarborðið þar sem hún sat árum saman. Fyrir síðustu kosningar lýsti hún sig hins vegar til dæmis reiðubúna til þess að ræða um þjóðaratkvæði um það hvort stefna ætti að inngöngu í Evrópusambandið í viðræðum um stjórnarmyndun í hlaðvarpinu Bakherbergið þar sem hún sat fyrir svörum ásamt þingmanni Viðreisnar. Vert er einnig að nefna að Áslaug hefur talað um nýtt upphaf í Sjálfstæðisflokknum verði hún kjörin formaður flokksins þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur verið í forystusveit hans árum saman. Hún hefur einnig talað um að hún ætli að sameina Sjálfstæðisflokkinn og vísað þar til átaka fylkinga innan flokksins í gegnum tíðina þrátt fyrir að hún hafi farið fyrir einni slíkri fylkingu. Mögulega var það þess vegna sem hún sagði í viðtalinu að fólk sameinaðist í kringum hugsjónir. Veruleikinn hefur því miður gjarnan verið sá að hljóð og mynd hafa ekki farið saman þegar Áslaug er annars vegar. Sem fyrr segir er ekki nóg að segja réttu hlutina, það sem fólk vill heyra. Það sem skiptir mestu máli er það sem er gert. Það er við slíkar aðstæður sem virkilega reynir á fólk og ekki sízt stjórnmálamenn. Hvort hægt sé að taka mark á orðum þeirra. Meðal annars af þessum sökum ætla ég að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun