Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar 3. mars 2025 07:30 Ég var fjögurra ára þegar ég greindist með heyrnarskerðingu. Þó að foreldrar mínir segðu mér að það hefði verið eins og önnur tilvera hefði orðið til hjá mér, þá breyttist það fljótlega eftir því sem ég varð meðvitaðri um mig. Ég skildi ekkert í því hvers vegna ég ætti að ganga með þessi skrítnu heyrnartæki í eyrunum. Foreldrar mínir sögðu að tækin myndu hjálpa mér að heyra betur, að þau væru lykillinn að því að taka fullan þátt í heiminum. En mér var sama. Ég vildi ekki vera öðruvísi. Mér fannst ég nógu utangátta fyrir. Ég var mikið ein með sjálfri mér að lesa allar þær bækur sem ég komst yfir. Því bækurnar kröfðust þess ekki að ég væri að hlusta. Kröfðust þess ekki að ég væri að eyða orku í að fylgjast með, vera með. Í bókalestrinum gat ég verið hver sem ég vildi, hvernig sem ég vildi. Í barnæsku var ég því stöðugt að taka tækin úr eyrunum og fela þau, eða jafnvel, foreldrum mínum til armæðu, skemma þau. Ég vildi ekki að önnur börn sæju þau. Jafnvel ekki fullorðna fólkið sem átti það til að hækka röddina töluvert þegar ég var með heyrnartækin, tækin sem gerðu mér jú kleyft að heyra í venjulegri raddhæð. Fullorðið fólk átti það líka til að tala til mín eins og ég væri yngri en ég væri í raun, þó ég ætti í engum vandræðum með að skilja þau. Ég var eina heyrnarskerta barnið í mínu umhverfi og skar mig því úr. Öll sem þekktu mig, vissu að ég væri heyrnarskert og fyrir vikið varð ég fyrir stríðni og slæmum athugasemdum. Þegar kennarar eða foreldrar sögðu mér að setja tækin á mig aftur, fann ég fyrir gremju. Af hverju þurfti ég að vera sú sem heyrði ekki vel? Af hverju gat ég ekki bara verið eins og allir aðrir krakkar? Á unglingsárunum varð þetta enn flóknara. Unglingar vilja ekki vera öðruvísi. Ég var svo meðvituð um heyrnartækin mín að mér fannst þau nánast öskra á alla í kringum mig. Þau voru áberandi, þau gerðu mig að einhverri sem ég vildi ekki vera. Ég komst upp með að sleppa þeim stundum í skólanum, jafnvel þó það gerði það að verkum að ég missti af samtölum og var sífellt að biðja um að fólk endurtæki sig. Þótt ég vissi að ég var að skaða sjálfa mig með því að hafna þeim, var tilhugsunin um að viðurkenna að ég þyrfti þau óbærileg. Það var ekki fyrr en ég var komin á háskólaaldur að ég tók heyrnartækin í sátt. Ég hitti fólk sem var líka heyrnarskert og höfðu sömu sögu að segja og ég um ferlið við að taka heyrnarskerðinguna í sátt, fólk sem bar tækin sín með stolti. Ég fór að átta mig á því að heyrnartækin skilgreina mig ekki. Þau eru ekki galli, heldur hluti af því sem gerir mig að mér. Ég fór að líta á þau sem tæki sem gefa mér aðgang að heiminum frekar en eitthvað sem gerir mig öðruvísi. Ég sá hvernig þau gerðu líf mitt auðveldara, hvernig þau hjálpuðu mér að tengjast öðrum og taka þátt án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af því sem ég missti af. Jafnvel þótt að samfélagið búi ennþá til gjá milli þess og heyrnarskertra einstaklinga vegna skorts á aðgengi, þá tek ég þeim hindrunum sem ég mæti með mun meira öryggi en ég gerði áður. Ég er órög við að biðja um aukið aðgengi. Í dag eru heyrnartækin órjúfanlegur hluti af mér. Ég vakna og set þau í áður en ég geri nokkuð annað. Þau eru hluti af minni sjálfsmynd og ég er ekki lengur feimin við þau. Ef eitthvað, þá er ég stolt af því að vera sú sem ég er, með eða án tækninnar sem styður við mig. Það tók mig langan tíma að sættast við þetta en í dag er ég þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þessa vegferð. Því loks hef ég lært að vera sátt í eigin skinni. Elín Ýr Arnar, kona með skerta heyrn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var fjögurra ára þegar ég greindist með heyrnarskerðingu. Þó að foreldrar mínir segðu mér að það hefði verið eins og önnur tilvera hefði orðið til hjá mér, þá breyttist það fljótlega eftir því sem ég varð meðvitaðri um mig. Ég skildi ekkert í því hvers vegna ég ætti að ganga með þessi skrítnu heyrnartæki í eyrunum. Foreldrar mínir sögðu að tækin myndu hjálpa mér að heyra betur, að þau væru lykillinn að því að taka fullan þátt í heiminum. En mér var sama. Ég vildi ekki vera öðruvísi. Mér fannst ég nógu utangátta fyrir. Ég var mikið ein með sjálfri mér að lesa allar þær bækur sem ég komst yfir. Því bækurnar kröfðust þess ekki að ég væri að hlusta. Kröfðust þess ekki að ég væri að eyða orku í að fylgjast með, vera með. Í bókalestrinum gat ég verið hver sem ég vildi, hvernig sem ég vildi. Í barnæsku var ég því stöðugt að taka tækin úr eyrunum og fela þau, eða jafnvel, foreldrum mínum til armæðu, skemma þau. Ég vildi ekki að önnur börn sæju þau. Jafnvel ekki fullorðna fólkið sem átti það til að hækka röddina töluvert þegar ég var með heyrnartækin, tækin sem gerðu mér jú kleyft að heyra í venjulegri raddhæð. Fullorðið fólk átti það líka til að tala til mín eins og ég væri yngri en ég væri í raun, þó ég ætti í engum vandræðum með að skilja þau. Ég var eina heyrnarskerta barnið í mínu umhverfi og skar mig því úr. Öll sem þekktu mig, vissu að ég væri heyrnarskert og fyrir vikið varð ég fyrir stríðni og slæmum athugasemdum. Þegar kennarar eða foreldrar sögðu mér að setja tækin á mig aftur, fann ég fyrir gremju. Af hverju þurfti ég að vera sú sem heyrði ekki vel? Af hverju gat ég ekki bara verið eins og allir aðrir krakkar? Á unglingsárunum varð þetta enn flóknara. Unglingar vilja ekki vera öðruvísi. Ég var svo meðvituð um heyrnartækin mín að mér fannst þau nánast öskra á alla í kringum mig. Þau voru áberandi, þau gerðu mig að einhverri sem ég vildi ekki vera. Ég komst upp með að sleppa þeim stundum í skólanum, jafnvel þó það gerði það að verkum að ég missti af samtölum og var sífellt að biðja um að fólk endurtæki sig. Þótt ég vissi að ég var að skaða sjálfa mig með því að hafna þeim, var tilhugsunin um að viðurkenna að ég þyrfti þau óbærileg. Það var ekki fyrr en ég var komin á háskólaaldur að ég tók heyrnartækin í sátt. Ég hitti fólk sem var líka heyrnarskert og höfðu sömu sögu að segja og ég um ferlið við að taka heyrnarskerðinguna í sátt, fólk sem bar tækin sín með stolti. Ég fór að átta mig á því að heyrnartækin skilgreina mig ekki. Þau eru ekki galli, heldur hluti af því sem gerir mig að mér. Ég fór að líta á þau sem tæki sem gefa mér aðgang að heiminum frekar en eitthvað sem gerir mig öðruvísi. Ég sá hvernig þau gerðu líf mitt auðveldara, hvernig þau hjálpuðu mér að tengjast öðrum og taka þátt án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af því sem ég missti af. Jafnvel þótt að samfélagið búi ennþá til gjá milli þess og heyrnarskertra einstaklinga vegna skorts á aðgengi, þá tek ég þeim hindrunum sem ég mæti með mun meira öryggi en ég gerði áður. Ég er órög við að biðja um aukið aðgengi. Í dag eru heyrnartækin órjúfanlegur hluti af mér. Ég vakna og set þau í áður en ég geri nokkuð annað. Þau eru hluti af minni sjálfsmynd og ég er ekki lengur feimin við þau. Ef eitthvað, þá er ég stolt af því að vera sú sem ég er, með eða án tækninnar sem styður við mig. Það tók mig langan tíma að sættast við þetta en í dag er ég þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þessa vegferð. Því loks hef ég lært að vera sátt í eigin skinni. Elín Ýr Arnar, kona með skerta heyrn.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar