Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2025 07:30 Á slaginu 10 í dag hefjast kosningar til formanns VR. Ég tók við embættinu fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar forveri minn leitaði á ný mið en ég var þá varaformaður félagins. Þessir mánuðir hafa verið ævintýri líkastir. Ég hef farið víða um félagssvæði VR, sem spannar ágætis hluta af landinu, átt samtöl við á annað þúsund VR-inga og heimsótt yfir hundrað vinnustaði. Á þessu flandri hef ég hitt fyrir VR-inga sem starfa á skrifstofu, í verslun og á vöruhótelum (þar sem má m.a. fræðast um miklar tæknibreytingar sem hafa orðið í plöstun bretta frá því að ég vann á lager fyrir dálítið löngu síðan). Ég hef hitt VR-inga á ólíkum aldri, úr mismunandi tekjuhópum og af fjölmörgum þjóðernum. Ég er farin að sjá félagssvæðið í nýju ljósi, vitandi hversu víða VR-félagar eru að störfum. Byggingar sem áður voru nánast ósýnilegar blasa nú við sem líflegir vinnustaðir. Formaður alls félagsfólks Samtölin og heimsóknirnar hafa verið ótrúlega lærdómsrík. Ég hef öðlast innsýn inn í ólíkt starfsumhverfi, kjör og aðstæður félagsfólks, en einnig fengið tækifæri til að kynna sjálfa mig og sýna í verki að hver einasti VR-félagi skiptir mig máli. Ég er og mun vera formaður alls félagsfólks. Forysta VR stendur frammi fyrir mikilvægum verkefnum á næstu misserum. Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem voru undirritaðir fyrir tæpu ári síðan og tryggja að þær hækkanir sem þar var samið um hverfi ekki jafnóðum í aukin gjöld og hækkað vöruverð, að ógleymdri hinni botnlausu hít sem húsnæðiskostnaður er fyrir flest vinnandi fólk. Stjórnvöld eiga að standa við sín fyrirheit, þar á meðal um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, og fyrirtækin eiga ekki að komast upp með að auka gróða sinn á tíma þar sem almenningur allur greiðir verðbólguna dýru verði. Enn fremur þarf að koma í veg fyrir að byrðum af sveiflukenndu efnahagslífi sé sífellt varpað á herðar launafólks. Samhent og skipulögð Hljóti ég umboð til áframhaldandi setu sem formaður mun undirbúningur næstu kjaraviðræðna hefjast í apríl eða strax eftir aðalfund félagsins. Okkur ber að mæta samhent og vel skipulögð til leiks og við eigum að geta komið í veg fyrir að við lendum uppi við vegg í kjaraviðræðum. Til þess þarf bæði samningavilja og seiglu, reynslu og vinnugleði. VR-ingar eru fyrst og fremst að kjósa manneskju sem þeir treysta til að vera vakin og sofin yfir kjörum og réttindum félagsfólks. Einstakling sem ber virðingu fyrir arfleifð félagsins, starfsemi þess og þjónustu og vill halda áfram að byggja félagið upp í samvinnu við stjórn, trúnaðarráð, trúnaðarmenn, félagsfólk og starfsfólk. Á þeim stutta tíma sem ég hef gegnt formennsku hef ég lagt mig fram um að sýna VR-ingum hvað í mér býr. Ég óska eftir umboði til að halda áfram að nýta mína krafta í þágu VR – enda er ég bara rétt að byrja! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum í félaginu sem standa yfir á vr.is 6. til 13. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Fyrrum UWC nemar skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á slaginu 10 í dag hefjast kosningar til formanns VR. Ég tók við embættinu fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar forveri minn leitaði á ný mið en ég var þá varaformaður félagins. Þessir mánuðir hafa verið ævintýri líkastir. Ég hef farið víða um félagssvæði VR, sem spannar ágætis hluta af landinu, átt samtöl við á annað þúsund VR-inga og heimsótt yfir hundrað vinnustaði. Á þessu flandri hef ég hitt fyrir VR-inga sem starfa á skrifstofu, í verslun og á vöruhótelum (þar sem má m.a. fræðast um miklar tæknibreytingar sem hafa orðið í plöstun bretta frá því að ég vann á lager fyrir dálítið löngu síðan). Ég hef hitt VR-inga á ólíkum aldri, úr mismunandi tekjuhópum og af fjölmörgum þjóðernum. Ég er farin að sjá félagssvæðið í nýju ljósi, vitandi hversu víða VR-félagar eru að störfum. Byggingar sem áður voru nánast ósýnilegar blasa nú við sem líflegir vinnustaðir. Formaður alls félagsfólks Samtölin og heimsóknirnar hafa verið ótrúlega lærdómsrík. Ég hef öðlast innsýn inn í ólíkt starfsumhverfi, kjör og aðstæður félagsfólks, en einnig fengið tækifæri til að kynna sjálfa mig og sýna í verki að hver einasti VR-félagi skiptir mig máli. Ég er og mun vera formaður alls félagsfólks. Forysta VR stendur frammi fyrir mikilvægum verkefnum á næstu misserum. Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem voru undirritaðir fyrir tæpu ári síðan og tryggja að þær hækkanir sem þar var samið um hverfi ekki jafnóðum í aukin gjöld og hækkað vöruverð, að ógleymdri hinni botnlausu hít sem húsnæðiskostnaður er fyrir flest vinnandi fólk. Stjórnvöld eiga að standa við sín fyrirheit, þar á meðal um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, og fyrirtækin eiga ekki að komast upp með að auka gróða sinn á tíma þar sem almenningur allur greiðir verðbólguna dýru verði. Enn fremur þarf að koma í veg fyrir að byrðum af sveiflukenndu efnahagslífi sé sífellt varpað á herðar launafólks. Samhent og skipulögð Hljóti ég umboð til áframhaldandi setu sem formaður mun undirbúningur næstu kjaraviðræðna hefjast í apríl eða strax eftir aðalfund félagsins. Okkur ber að mæta samhent og vel skipulögð til leiks og við eigum að geta komið í veg fyrir að við lendum uppi við vegg í kjaraviðræðum. Til þess þarf bæði samningavilja og seiglu, reynslu og vinnugleði. VR-ingar eru fyrst og fremst að kjósa manneskju sem þeir treysta til að vera vakin og sofin yfir kjörum og réttindum félagsfólks. Einstakling sem ber virðingu fyrir arfleifð félagsins, starfsemi þess og þjónustu og vill halda áfram að byggja félagið upp í samvinnu við stjórn, trúnaðarráð, trúnaðarmenn, félagsfólk og starfsfólk. Á þeim stutta tíma sem ég hef gegnt formennsku hef ég lagt mig fram um að sýna VR-ingum hvað í mér býr. Ég óska eftir umboði til að halda áfram að nýta mína krafta í þágu VR – enda er ég bara rétt að byrja! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum í félaginu sem standa yfir á vr.is 6. til 13. mars.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar