Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar 4. mars 2025 12:03 Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum (ESG) í rekstri fyrirtækja hafa fengið aukið vægi í fjármálaheiminum, ekki aðeins vegna siðferðilegra sjónarmiða eða umhverfismála, já eða vegna lögbundinna krafna á hendur fyrirtækja heldur einnig vegna þess að það virðist sem þær hafi bein áhrif á fjárfestingar og kaupverð fyrirtækja. Nýlegar rannsóknir, meðal annars frá KPMG, sýna að fyrirtæki á Norðurlöndunum eru sérstaklega framarlega í að nýta niðurstöður áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum til ákvarðanatöku í fjárfestingum, samanborið við fyrirtæki í sunnanverðri Evrópu. Hvað felst í áreiðanleikakönnun á sjálfbærniþáttum? Áreiðanleikakönnun á sviði sjálfbærni felur í sér að greina hvernig fyrirtæki uppfyllir sjálfbærnikröfur á sviðum umhverfismála, félagslegra réttinda og góðra stjórnarhátta. Þetta getur falið í sér að skoða kolefnislosun, vinnuaðstæður starfsfólks, stjórnarhætti og hvort fyrirtæki fari að lögum um skattamál og aðgerðum gegn spillingu og mútuþægni. Skoðað er hvort til staðar sé gott utanumhald og eftirfylgni með því að þessum þáttum sé sinnt með skipulögðum hætti. Slík könnun er mikilvæg til að draga úr áhættu fyrir fjárfesta þar sem þeir telja meiri líkur á orðsporslegum og fjárhagslegum skaða eftir því sem fyrirtæki er minna meðvitað um ESG-viðmiðin í sinni starfsemi. Norðurlöndin í fararbroddi Samkvæmt nýjustu gögnum frá KPMG leggja fyrirtæki á Norðurlöndunum aukna áherslu á að framkvæma áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en tekin er stór fjárfestingarákvörðun eða við kaup á öðrum fyrirtækjum. Þetta endurspeglar almenna áherslu Norðurlanda á sjálfbærni, þar sem fyrirtæki eru líklegri til að samþætta sjálfbærniþætti í daglegan rekstur og viðskiptahætti. Þetta skilar sér í aukinni eftirspurn eftir gagnsæi og ábyrgum viðskiptaháttum. Fyrirtæki á Norðurlöndunum virðast framkvæma reglubundið áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en ráðist er í stórar fjárfestingar. Slíkar kannanir tryggja að fjárfestingar samræmist þeim sjálfbærniviðmiðum sem bæði almenningur og fjárfestar á þessum svæðum gera kröfur um. Fyrirtæki sunnar í Evrópu virðast samkvæmt könnuninni vera komin skemur í sinni vegferð. Áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir Áhrif áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum á fjárfestingar eru að verða áþreifanlegri, sérstaklega í þeim löndum þar sem slíkar kannanir eru teknar alvarlega. Gögn sýna að fyrirtæki sem standast slíkar áreiðanleikakannanir og uppfylla sjálfbærnikröfur fá hærra kaupverð við sölu eða samruna. Á Norðurlöndunum hefur þetta leitt til þess að fyrirtæki sem fylgja ESG-viðmiðum eru líklegri til að ná hærra verði, þar sem fjárfestar meta áhættu lægri. Það hefur einnig verið bent á að ef fyrirtæki hefur innleitt ESG-viðmið í sinn daglega rekstur, þá sé oft minni líkur á að til staðar séu atriði sem geti haft áhrif á t.d. leiðréttingu kaupverðs með neikvæðum formerkjum. Góðir ferlar og áhættustýring á sviði fjármála, skatta og annarra rekstrarþátta skilar sér í hærra ESG skori og minni áhættu. Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum hafa í auknum mæli áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja á Norðurlöndum og víðar. Fyrirtæki sem taka sjálfbærnisjónarmið alvarlega geta vonast til að njóta fjárhagslegra ávinnings af því, en þau sem ekki sinna þessum þáttum geta orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Nánar um áreiðanleikakannanir á sviði sjálfbærni: Global ESG due diligence+ study 2024 Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum (ESG) í rekstri fyrirtækja hafa fengið aukið vægi í fjármálaheiminum, ekki aðeins vegna siðferðilegra sjónarmiða eða umhverfismála, já eða vegna lögbundinna krafna á hendur fyrirtækja heldur einnig vegna þess að það virðist sem þær hafi bein áhrif á fjárfestingar og kaupverð fyrirtækja. Nýlegar rannsóknir, meðal annars frá KPMG, sýna að fyrirtæki á Norðurlöndunum eru sérstaklega framarlega í að nýta niðurstöður áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum til ákvarðanatöku í fjárfestingum, samanborið við fyrirtæki í sunnanverðri Evrópu. Hvað felst í áreiðanleikakönnun á sjálfbærniþáttum? Áreiðanleikakönnun á sviði sjálfbærni felur í sér að greina hvernig fyrirtæki uppfyllir sjálfbærnikröfur á sviðum umhverfismála, félagslegra réttinda og góðra stjórnarhátta. Þetta getur falið í sér að skoða kolefnislosun, vinnuaðstæður starfsfólks, stjórnarhætti og hvort fyrirtæki fari að lögum um skattamál og aðgerðum gegn spillingu og mútuþægni. Skoðað er hvort til staðar sé gott utanumhald og eftirfylgni með því að þessum þáttum sé sinnt með skipulögðum hætti. Slík könnun er mikilvæg til að draga úr áhættu fyrir fjárfesta þar sem þeir telja meiri líkur á orðsporslegum og fjárhagslegum skaða eftir því sem fyrirtæki er minna meðvitað um ESG-viðmiðin í sinni starfsemi. Norðurlöndin í fararbroddi Samkvæmt nýjustu gögnum frá KPMG leggja fyrirtæki á Norðurlöndunum aukna áherslu á að framkvæma áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en tekin er stór fjárfestingarákvörðun eða við kaup á öðrum fyrirtækjum. Þetta endurspeglar almenna áherslu Norðurlanda á sjálfbærni, þar sem fyrirtæki eru líklegri til að samþætta sjálfbærniþætti í daglegan rekstur og viðskiptahætti. Þetta skilar sér í aukinni eftirspurn eftir gagnsæi og ábyrgum viðskiptaháttum. Fyrirtæki á Norðurlöndunum virðast framkvæma reglubundið áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en ráðist er í stórar fjárfestingar. Slíkar kannanir tryggja að fjárfestingar samræmist þeim sjálfbærniviðmiðum sem bæði almenningur og fjárfestar á þessum svæðum gera kröfur um. Fyrirtæki sunnar í Evrópu virðast samkvæmt könnuninni vera komin skemur í sinni vegferð. Áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir Áhrif áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum á fjárfestingar eru að verða áþreifanlegri, sérstaklega í þeim löndum þar sem slíkar kannanir eru teknar alvarlega. Gögn sýna að fyrirtæki sem standast slíkar áreiðanleikakannanir og uppfylla sjálfbærnikröfur fá hærra kaupverð við sölu eða samruna. Á Norðurlöndunum hefur þetta leitt til þess að fyrirtæki sem fylgja ESG-viðmiðum eru líklegri til að ná hærra verði, þar sem fjárfestar meta áhættu lægri. Það hefur einnig verið bent á að ef fyrirtæki hefur innleitt ESG-viðmið í sinn daglega rekstur, þá sé oft minni líkur á að til staðar séu atriði sem geti haft áhrif á t.d. leiðréttingu kaupverðs með neikvæðum formerkjum. Góðir ferlar og áhættustýring á sviði fjármála, skatta og annarra rekstrarþátta skilar sér í hærra ESG skori og minni áhættu. Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum hafa í auknum mæli áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja á Norðurlöndum og víðar. Fyrirtæki sem taka sjálfbærnisjónarmið alvarlega geta vonast til að njóta fjárhagslegra ávinnings af því, en þau sem ekki sinna þessum þáttum geta orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Nánar um áreiðanleikakannanir á sviði sjálfbærni: Global ESG due diligence+ study 2024 Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun