Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 4. mars 2025 15:32 Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum. Röskunin birtist oft í siðblindu og andfélagslegri hegðun. Hægt er að greina eiginleika í fari og hegðun fólks sem gefa vísbendingar um röskunina en greiningar sýna ennfremur að fólk með þessa röskun er undirliggjandi oft vanmáttugt, með minnimáttarkennd og skekkta sjálfsmynd. Athyglisvert er að mun algengara er að karlar séu haldnir þessari geðröskun en konur. Meðferðarúrræði eru oftast samtalsmeðferð. Ef slegin eru inn í Google Scholar leitarvélina orðin „Trump og Narsissism“ þá birtast 18.700 niðurstöður á 0,10 sek., að mestu er um að ræða birtar vísindagreinar, bókarkafla, ritgerðir og bækur um viðfangsefnið. Í mörgum rannsóknanna hefur gögnum verið safnað og þau greind byggt á hegðun, viðtölum, ræðum, samtölum og eða upplifun annarra á samskiptum við Trump. Greinarnar ná til fjölmargra fræðasviða; stjórnunar, leiðtogafræða, samningatækni, stjórnmálafræði, læknisfræði, sálfræði svo nokkur svið séu nefnd. Fróðlegt er að rýna í margar þessar greina en þar er að finna helstu einkenni narsissisma í fari Trump en þar má helst nefna: Sjálfsupphafning, ofmat á eigin mikilvægi og krafa um skilyrðislausa aðdáun. Upptekinn af eigin völdum, velgengni, fegurð og hæfileikum. Ýkir gjörðir sínar, en það sem hann gerir er best, stærst og mest. Upplifir mjög sterkt að hann eigi skilið sérstaka meðferð og forréttindi. Gerir ráð fyrir að hann birtist öðrum sem yfirburðamanneskja. Yfirlæti og sjálfshól einkenna hegðun og tilhneiging til að líta niður á venjulegt fólk. Misnotar sér aðra í eigin þágu. Hefur ekki getu til að finna eða sýna samúð eða samkennd. Verður reiður ef hann fær ekki aðdáun og virðingu. Á mjög erfitt með samskipti og samtöl við aðra og fer fljótt að leiðast. Skortur á einbeitingu og veður úr einu máli í annað. ·Á mjög erfitt að hafa stjórn á skapi sínu, tilfinningum og hegðun. Sorglegt var að sjá nokkur þessara einkenna birtast hjá forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu á fundi hans og Zelensky í Hvíta húsinu í síðustu viku. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt er að semja við fólk með þessa röskun. Ef samningar eiga að nást er það nánast gefin forsenda að narssisistinn upplifi að hann sé sigurvegari viðræðna burt sé frá efnislegum niðurstöðum. Hvort yfir höfuð er mögulegt er að semja við Bandaríkin um lok stríðsins í Úkraínu á eftir að koma í ljós en afar ólíklegt er að tryggingar fáist inn í samninga sem eitthvert hald er í á meðan Trump er við völd. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum. Röskunin birtist oft í siðblindu og andfélagslegri hegðun. Hægt er að greina eiginleika í fari og hegðun fólks sem gefa vísbendingar um röskunina en greiningar sýna ennfremur að fólk með þessa röskun er undirliggjandi oft vanmáttugt, með minnimáttarkennd og skekkta sjálfsmynd. Athyglisvert er að mun algengara er að karlar séu haldnir þessari geðröskun en konur. Meðferðarúrræði eru oftast samtalsmeðferð. Ef slegin eru inn í Google Scholar leitarvélina orðin „Trump og Narsissism“ þá birtast 18.700 niðurstöður á 0,10 sek., að mestu er um að ræða birtar vísindagreinar, bókarkafla, ritgerðir og bækur um viðfangsefnið. Í mörgum rannsóknanna hefur gögnum verið safnað og þau greind byggt á hegðun, viðtölum, ræðum, samtölum og eða upplifun annarra á samskiptum við Trump. Greinarnar ná til fjölmargra fræðasviða; stjórnunar, leiðtogafræða, samningatækni, stjórnmálafræði, læknisfræði, sálfræði svo nokkur svið séu nefnd. Fróðlegt er að rýna í margar þessar greina en þar er að finna helstu einkenni narsissisma í fari Trump en þar má helst nefna: Sjálfsupphafning, ofmat á eigin mikilvægi og krafa um skilyrðislausa aðdáun. Upptekinn af eigin völdum, velgengni, fegurð og hæfileikum. Ýkir gjörðir sínar, en það sem hann gerir er best, stærst og mest. Upplifir mjög sterkt að hann eigi skilið sérstaka meðferð og forréttindi. Gerir ráð fyrir að hann birtist öðrum sem yfirburðamanneskja. Yfirlæti og sjálfshól einkenna hegðun og tilhneiging til að líta niður á venjulegt fólk. Misnotar sér aðra í eigin þágu. Hefur ekki getu til að finna eða sýna samúð eða samkennd. Verður reiður ef hann fær ekki aðdáun og virðingu. Á mjög erfitt með samskipti og samtöl við aðra og fer fljótt að leiðast. Skortur á einbeitingu og veður úr einu máli í annað. ·Á mjög erfitt að hafa stjórn á skapi sínu, tilfinningum og hegðun. Sorglegt var að sjá nokkur þessara einkenna birtast hjá forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu á fundi hans og Zelensky í Hvíta húsinu í síðustu viku. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt er að semja við fólk með þessa röskun. Ef samningar eiga að nást er það nánast gefin forsenda að narssisistinn upplifi að hann sé sigurvegari viðræðna burt sé frá efnislegum niðurstöðum. Hvort yfir höfuð er mögulegt er að semja við Bandaríkin um lok stríðsins í Úkraínu á eftir að koma í ljós en afar ólíklegt er að tryggingar fáist inn í samninga sem eitthvert hald er í á meðan Trump er við völd. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi í Háskólanum í Reykjavík.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun