Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 4. mars 2025 15:32 Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum. Röskunin birtist oft í siðblindu og andfélagslegri hegðun. Hægt er að greina eiginleika í fari og hegðun fólks sem gefa vísbendingar um röskunina en greiningar sýna ennfremur að fólk með þessa röskun er undirliggjandi oft vanmáttugt, með minnimáttarkennd og skekkta sjálfsmynd. Athyglisvert er að mun algengara er að karlar séu haldnir þessari geðröskun en konur. Meðferðarúrræði eru oftast samtalsmeðferð. Ef slegin eru inn í Google Scholar leitarvélina orðin „Trump og Narsissism“ þá birtast 18.700 niðurstöður á 0,10 sek., að mestu er um að ræða birtar vísindagreinar, bókarkafla, ritgerðir og bækur um viðfangsefnið. Í mörgum rannsóknanna hefur gögnum verið safnað og þau greind byggt á hegðun, viðtölum, ræðum, samtölum og eða upplifun annarra á samskiptum við Trump. Greinarnar ná til fjölmargra fræðasviða; stjórnunar, leiðtogafræða, samningatækni, stjórnmálafræði, læknisfræði, sálfræði svo nokkur svið séu nefnd. Fróðlegt er að rýna í margar þessar greina en þar er að finna helstu einkenni narsissisma í fari Trump en þar má helst nefna: Sjálfsupphafning, ofmat á eigin mikilvægi og krafa um skilyrðislausa aðdáun. Upptekinn af eigin völdum, velgengni, fegurð og hæfileikum. Ýkir gjörðir sínar, en það sem hann gerir er best, stærst og mest. Upplifir mjög sterkt að hann eigi skilið sérstaka meðferð og forréttindi. Gerir ráð fyrir að hann birtist öðrum sem yfirburðamanneskja. Yfirlæti og sjálfshól einkenna hegðun og tilhneiging til að líta niður á venjulegt fólk. Misnotar sér aðra í eigin þágu. Hefur ekki getu til að finna eða sýna samúð eða samkennd. Verður reiður ef hann fær ekki aðdáun og virðingu. Á mjög erfitt með samskipti og samtöl við aðra og fer fljótt að leiðast. Skortur á einbeitingu og veður úr einu máli í annað. ·Á mjög erfitt að hafa stjórn á skapi sínu, tilfinningum og hegðun. Sorglegt var að sjá nokkur þessara einkenna birtast hjá forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu á fundi hans og Zelensky í Hvíta húsinu í síðustu viku. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt er að semja við fólk með þessa röskun. Ef samningar eiga að nást er það nánast gefin forsenda að narssisistinn upplifi að hann sé sigurvegari viðræðna burt sé frá efnislegum niðurstöðum. Hvort yfir höfuð er mögulegt er að semja við Bandaríkin um lok stríðsins í Úkraínu á eftir að koma í ljós en afar ólíklegt er að tryggingar fáist inn í samninga sem eitthvert hald er í á meðan Trump er við völd. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum. Röskunin birtist oft í siðblindu og andfélagslegri hegðun. Hægt er að greina eiginleika í fari og hegðun fólks sem gefa vísbendingar um röskunina en greiningar sýna ennfremur að fólk með þessa röskun er undirliggjandi oft vanmáttugt, með minnimáttarkennd og skekkta sjálfsmynd. Athyglisvert er að mun algengara er að karlar séu haldnir þessari geðröskun en konur. Meðferðarúrræði eru oftast samtalsmeðferð. Ef slegin eru inn í Google Scholar leitarvélina orðin „Trump og Narsissism“ þá birtast 18.700 niðurstöður á 0,10 sek., að mestu er um að ræða birtar vísindagreinar, bókarkafla, ritgerðir og bækur um viðfangsefnið. Í mörgum rannsóknanna hefur gögnum verið safnað og þau greind byggt á hegðun, viðtölum, ræðum, samtölum og eða upplifun annarra á samskiptum við Trump. Greinarnar ná til fjölmargra fræðasviða; stjórnunar, leiðtogafræða, samningatækni, stjórnmálafræði, læknisfræði, sálfræði svo nokkur svið séu nefnd. Fróðlegt er að rýna í margar þessar greina en þar er að finna helstu einkenni narsissisma í fari Trump en þar má helst nefna: Sjálfsupphafning, ofmat á eigin mikilvægi og krafa um skilyrðislausa aðdáun. Upptekinn af eigin völdum, velgengni, fegurð og hæfileikum. Ýkir gjörðir sínar, en það sem hann gerir er best, stærst og mest. Upplifir mjög sterkt að hann eigi skilið sérstaka meðferð og forréttindi. Gerir ráð fyrir að hann birtist öðrum sem yfirburðamanneskja. Yfirlæti og sjálfshól einkenna hegðun og tilhneiging til að líta niður á venjulegt fólk. Misnotar sér aðra í eigin þágu. Hefur ekki getu til að finna eða sýna samúð eða samkennd. Verður reiður ef hann fær ekki aðdáun og virðingu. Á mjög erfitt með samskipti og samtöl við aðra og fer fljótt að leiðast. Skortur á einbeitingu og veður úr einu máli í annað. ·Á mjög erfitt að hafa stjórn á skapi sínu, tilfinningum og hegðun. Sorglegt var að sjá nokkur þessara einkenna birtast hjá forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu á fundi hans og Zelensky í Hvíta húsinu í síðustu viku. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt er að semja við fólk með þessa röskun. Ef samningar eiga að nást er það nánast gefin forsenda að narssisistinn upplifi að hann sé sigurvegari viðræðna burt sé frá efnislegum niðurstöðum. Hvort yfir höfuð er mögulegt er að semja við Bandaríkin um lok stríðsins í Úkraínu á eftir að koma í ljós en afar ólíklegt er að tryggingar fáist inn í samninga sem eitthvert hald er í á meðan Trump er við völd. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi í Háskólanum í Reykjavík.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun