Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 5. mars 2025 11:01 Þessa dagana er hópur landsmanna að fá boð um að taka þátt í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar með er langþráðum áfanga náð og skimun fyrir þessari algengu tegund krabbameina að hefjast eftir langan undirbúning. Þetta er sögulegur áfangi og afskaplega mikilvægur fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Á hverju ári greinast um 190 einstaklingar með krabbamein í ristli eða endaþarmi hér á landi og að jafnaði má áætla að um einn af hverjum 20 landsmönnum fái þessa gerð krabbameins á lífsleiðinni. Það er til mikils að vinna að skima reglulega fyrir þessu krabbameini, enda eykur það verulega lífslíkur fólks að greina forstig krabbameins eða krabbamein snemma. Með skimunum fækkar þeim sem látast af völdum sjúkdómsins um 15 prósent, sem þýðir að einum af hverjum sex sem ella hefðu látist er forðað frá því að deyja af völdum hans. Við byrjuðum fyrir nokkrum dögum að senda út fyrstu boð í skimun. Ætlunin er að senda boð til um 200 manns í sérstökum prufuhópi. Þetta er gert til þess að prófa allt skimunarferlið áður en við hefjum lýðgrundaðar skimanir fyrir þessari gerð krabbameina af fullum krafti. Í þessum prófunarfasa munum við sjá hvort allt ferlið gengur upp, allt frá því einstaklingur fær boð um skimun og fær sent sýnatökusett allt þar til niðurstaða berst. Þó svo að við tölum um prófanir eru þetta að sjálfsögðu fullgildar skimanir og fólkið fær áreiðanlegar niðurstöður. Skimað hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára Þessi skimun gengur út á að kanna hvort blóð finnist í hægðum, en það getur verið merki um forstig krabbameins eða krabbamein á byrjunarstigi. Í þeim tilvikum sem blóð greinist fær fólk boð um að fara í ristilspeglun til þess að kanna nánar hverjar ástæðurnar eru. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að blóð greinist í hægðum, margar hverjar aðrar og mun saklausari en krabbamein. Í þeim tilvikum sem ekki finnst blóð í hægðasýninu fær fólk boð um skimun aftur að tveimur árum liðnum. Þegar skimunin verður komin á fullt verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Eftir að prófunum lýkur munum við senda boð á þennan hóp í áföngum eftir aldri. Eins og með aðrar krabbameinsskimanir verða boðin send í gegnum Heilsuveru og þangað sendum við líka niðurstöðurnar úr skimuninni. Sjálfspróf send heim Hér á landi hefur verið skimað fyrir leghálskrabbameini í rúmlega 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í 37 ár. Nú bætist við þriðja tegund skimunar með skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hingað til hefur aðeins verið skimað fyrir krabbameini hjá konum, en ristilskimunin verður í boði fyrir alla, óháð kyni. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi verða með öðru sniði en skimanir fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Ólíkt hinum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Svar berst á Heilsuveru innan fjögurra vikna. Góð samvinna og vandaður undirbúningur Undirbúningur fyrir þessa nýju tegund lýðgrundaðrar krabbameinsskimunar hefur verið í gangi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins allt frá árinu 2021 í náinni samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala ásamt faghópi lækna og annarra. Aðdragandinn er þó enn lengri og nær að segja má til síðustu aldamóta. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúninginn, til dæmis greiningu á öllum ferlum tengdum skimuninni, smíði á tölvukerfum, samningum um rannsóknir á sýnum, kaupum á búnaði til sýnatöku og mörgu fleiru. Við hefðum auðvitað gjarnan viljað byrja fyrr, en það er ekkert áhlaupaverk að tryggja að öll umgjörð um algjörlega nýja tegund skimunar sé í lagi og allt kerfið gangi upp. Undirbúningurinn hefur verið afar vandaður og með góðri samvinnu og samhæfingu allra sem þurfa að koma að þessu verkefni erum við nú tilbúin að bretta upp ermar og byrja að skima. Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er hópur landsmanna að fá boð um að taka þátt í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar með er langþráðum áfanga náð og skimun fyrir þessari algengu tegund krabbameina að hefjast eftir langan undirbúning. Þetta er sögulegur áfangi og afskaplega mikilvægur fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Á hverju ári greinast um 190 einstaklingar með krabbamein í ristli eða endaþarmi hér á landi og að jafnaði má áætla að um einn af hverjum 20 landsmönnum fái þessa gerð krabbameins á lífsleiðinni. Það er til mikils að vinna að skima reglulega fyrir þessu krabbameini, enda eykur það verulega lífslíkur fólks að greina forstig krabbameins eða krabbamein snemma. Með skimunum fækkar þeim sem látast af völdum sjúkdómsins um 15 prósent, sem þýðir að einum af hverjum sex sem ella hefðu látist er forðað frá því að deyja af völdum hans. Við byrjuðum fyrir nokkrum dögum að senda út fyrstu boð í skimun. Ætlunin er að senda boð til um 200 manns í sérstökum prufuhópi. Þetta er gert til þess að prófa allt skimunarferlið áður en við hefjum lýðgrundaðar skimanir fyrir þessari gerð krabbameina af fullum krafti. Í þessum prófunarfasa munum við sjá hvort allt ferlið gengur upp, allt frá því einstaklingur fær boð um skimun og fær sent sýnatökusett allt þar til niðurstaða berst. Þó svo að við tölum um prófanir eru þetta að sjálfsögðu fullgildar skimanir og fólkið fær áreiðanlegar niðurstöður. Skimað hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára Þessi skimun gengur út á að kanna hvort blóð finnist í hægðum, en það getur verið merki um forstig krabbameins eða krabbamein á byrjunarstigi. Í þeim tilvikum sem blóð greinist fær fólk boð um að fara í ristilspeglun til þess að kanna nánar hverjar ástæðurnar eru. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að blóð greinist í hægðum, margar hverjar aðrar og mun saklausari en krabbamein. Í þeim tilvikum sem ekki finnst blóð í hægðasýninu fær fólk boð um skimun aftur að tveimur árum liðnum. Þegar skimunin verður komin á fullt verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Eftir að prófunum lýkur munum við senda boð á þennan hóp í áföngum eftir aldri. Eins og með aðrar krabbameinsskimanir verða boðin send í gegnum Heilsuveru og þangað sendum við líka niðurstöðurnar úr skimuninni. Sjálfspróf send heim Hér á landi hefur verið skimað fyrir leghálskrabbameini í rúmlega 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í 37 ár. Nú bætist við þriðja tegund skimunar með skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hingað til hefur aðeins verið skimað fyrir krabbameini hjá konum, en ristilskimunin verður í boði fyrir alla, óháð kyni. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi verða með öðru sniði en skimanir fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Ólíkt hinum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Svar berst á Heilsuveru innan fjögurra vikna. Góð samvinna og vandaður undirbúningur Undirbúningur fyrir þessa nýju tegund lýðgrundaðrar krabbameinsskimunar hefur verið í gangi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins allt frá árinu 2021 í náinni samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala ásamt faghópi lækna og annarra. Aðdragandinn er þó enn lengri og nær að segja má til síðustu aldamóta. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúninginn, til dæmis greiningu á öllum ferlum tengdum skimuninni, smíði á tölvukerfum, samningum um rannsóknir á sýnum, kaupum á búnaði til sýnatöku og mörgu fleiru. Við hefðum auðvitað gjarnan viljað byrja fyrr, en það er ekkert áhlaupaverk að tryggja að öll umgjörð um algjörlega nýja tegund skimunar sé í lagi og allt kerfið gangi upp. Undirbúningurinn hefur verið afar vandaður og með góðri samvinnu og samhæfingu allra sem þurfa að koma að þessu verkefni erum við nú tilbúin að bretta upp ermar og byrja að skima. Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar