Um ábyrgð sveitarstjórna gagnvart almannahagsmunum Skírnir Garðarsson skrifar 7. mars 2025 11:02 Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum, til farar um land og vötn. Þannig eru nú lög um náttúruvernd og almannahagsmuni borgaranna, sett til að tryggja rétt almennings til frjálsra ferða án þess að eiga á hættu að fá á sig hótanir um lögregluaðgerðir. Ef hins vegar sveitarstjórar, oddvitar eða aðrir heimamenn tak þátt í að hamla og tálma almenningi ferðir um landið er hætta á ferðum. Svoleiðis hegðun hlýtur að teljast brot á almennum hegningarlögum, 225 grein, (brot gegn frjálsræði manna). Þetta hlýtur einnig að teljast brot á lögum nr. 60, 10. apríl 2013 (um almannarétt og náttúruvernd). Undanfarin ár hafa heilu jarðirnar, oft með vatns- eða veiðiréttindum, komist í eigu fjárfesta, útlendra auðmanna, eða braskara. Þá eru oftar en ekki settir upp hengilásar, skilti og jafnvel öryggismyndavélar, til þess eins að fæla sauðsvartann almenning frá, því slíku liði er illa við að borgarar landsins séu að þvælast um. Sums staðar hafa heimamenn, jafnvel sveitarstjórarnir sjálfir, tekið þátt í undirlægjuháttinum, því ekki má styggja þá sem ríkir eru af peningum eða jarðnæði, það er gömul saga og ný. Einni undantekningu man ég þó eftir þegar sveitarstjóri Mýrdalshrepps lét hafa eftir sér að hann gæti ómögulega borið virðingu fyrir útlendum auðmanni sem keypt hafði upp heila jörð í Mýrdalnum og hafði sá formlega óskað eftir því að fá að hafa hana í friði, en á landi auðjöfursins eru mikil vatns- og veiðiréttindi. Rök sveitarstjórans voru skýr, "hvernig á maður að bera virðingu fyrir einhverjum sem maður hefur aldrei séð?. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps á þakkir inni hjá mér og öðrum vegna þess arna. Sömu sögu er ekki að segja um oddvita tveggja sveita fyrir vestan norðan, nefnilega Dalabyggðar og Langanesbyggðar, en báðir hafa sýnd af sér hreinan undirlæjuhátt gagnvart frekjudöllum sem hafa horn í síðu almennings. Rök oddvitanna eru "að braskararnir verði í skjóli auðs síns að hafa sína hentisemi" og að þeir "verði að fá að hafa sínar skoðanir í friði", eins og oddviti Langanesbyggðar orðar það snilldarlega í skilaboðum til undirritaðs nýverið. Svona lagað gengur ekki og má segja að þarna sé um að ræða algert rugl, en svona pótindátar eru náttúrulega bara að sýna almenningi köldu hliðina. Ég hvet almenning til að kynna sér réttindi sín og fara að dæmi sveitarstjóra Mýrdalshrepps, sem reyndar er einhver sá óhræddasti og beinskeyttasti sveitarstjórnarmaður sem ég veit að nefna. Góða ferð um lönd og strönd góðir hálsar. Höfundur er prestur og áhugamaður um útivist, (þó ekki strangar fjallgöngur). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum, til farar um land og vötn. Þannig eru nú lög um náttúruvernd og almannahagsmuni borgaranna, sett til að tryggja rétt almennings til frjálsra ferða án þess að eiga á hættu að fá á sig hótanir um lögregluaðgerðir. Ef hins vegar sveitarstjórar, oddvitar eða aðrir heimamenn tak þátt í að hamla og tálma almenningi ferðir um landið er hætta á ferðum. Svoleiðis hegðun hlýtur að teljast brot á almennum hegningarlögum, 225 grein, (brot gegn frjálsræði manna). Þetta hlýtur einnig að teljast brot á lögum nr. 60, 10. apríl 2013 (um almannarétt og náttúruvernd). Undanfarin ár hafa heilu jarðirnar, oft með vatns- eða veiðiréttindum, komist í eigu fjárfesta, útlendra auðmanna, eða braskara. Þá eru oftar en ekki settir upp hengilásar, skilti og jafnvel öryggismyndavélar, til þess eins að fæla sauðsvartann almenning frá, því slíku liði er illa við að borgarar landsins séu að þvælast um. Sums staðar hafa heimamenn, jafnvel sveitarstjórarnir sjálfir, tekið þátt í undirlægjuháttinum, því ekki má styggja þá sem ríkir eru af peningum eða jarðnæði, það er gömul saga og ný. Einni undantekningu man ég þó eftir þegar sveitarstjóri Mýrdalshrepps lét hafa eftir sér að hann gæti ómögulega borið virðingu fyrir útlendum auðmanni sem keypt hafði upp heila jörð í Mýrdalnum og hafði sá formlega óskað eftir því að fá að hafa hana í friði, en á landi auðjöfursins eru mikil vatns- og veiðiréttindi. Rök sveitarstjórans voru skýr, "hvernig á maður að bera virðingu fyrir einhverjum sem maður hefur aldrei séð?. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps á þakkir inni hjá mér og öðrum vegna þess arna. Sömu sögu er ekki að segja um oddvita tveggja sveita fyrir vestan norðan, nefnilega Dalabyggðar og Langanesbyggðar, en báðir hafa sýnd af sér hreinan undirlæjuhátt gagnvart frekjudöllum sem hafa horn í síðu almennings. Rök oddvitanna eru "að braskararnir verði í skjóli auðs síns að hafa sína hentisemi" og að þeir "verði að fá að hafa sínar skoðanir í friði", eins og oddviti Langanesbyggðar orðar það snilldarlega í skilaboðum til undirritaðs nýverið. Svona lagað gengur ekki og má segja að þarna sé um að ræða algert rugl, en svona pótindátar eru náttúrulega bara að sýna almenningi köldu hliðina. Ég hvet almenning til að kynna sér réttindi sín og fara að dæmi sveitarstjóra Mýrdalshrepps, sem reyndar er einhver sá óhræddasti og beinskeyttasti sveitarstjórnarmaður sem ég veit að nefna. Góða ferð um lönd og strönd góðir hálsar. Höfundur er prestur og áhugamaður um útivist, (þó ekki strangar fjallgöngur).
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar