Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 14:30 UN Women stendur fyrir herferðinn March Forward sem fer af stað með viðburði í Sjálfstæðissalnum klukkan 15 í dag. UN Women UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað heimsherferðinni „March Forward“ til að hvetja fólk til að taka afstöðu til gegn bakslagi mannréttinda kvenna og hinsegin fólks. Herferðinni verður ýtt úr vör í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, á viðburði í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Kynnar á viðburðinum verða Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson. Á dagskrá viðburðarins munu Domus Vox, Karlakórinn Fóstbræður, Kvennakór Reykjavíkur og Skólakór Kársness syngja saman og hefur sérstakur tónlistargjörningur verið skapaður í tilefni dagsins. Erindi og hugvekjur verða fluttar og meðal ræðumanna verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Guðrún Ágústsdóttir rauðsokka, Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundur og Grace Achieng athafnakona. Lesa má um dagskrána nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Viðburðurinn hefst klukkan 15, húsið opnar 14:30 og stendur dagskráin yfir til 17. Vísir verður með beint streymi frá viðburðinum sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Fimmtíu ár frá tímamótum „March Forward er alþjóðlegt átak sem leitt er af UN Women á Íslandi og er markmið þess að skapa hreyfingu sem sameinar fólk til að taka afstöðu gegn bakslaginu sem orðið hefur í jafnréttismálum á heimsvísu og þeirri alvarlegu afturför kynjajafnréttis sem á sér stað í heiminum,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Átakið fer fram á tímamótum í baráttu fyrir jafnrétti og er hluti af mikilvægu afmælisári þar sem fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975, þrjátíu ár eru frá samþykkt Peking-sáttmálans og fimmtán ár eru frá stofnun UN Women. Allar þrettán landsnefndir UN Women taka þátt í átakinu, sem og höfuðstöðvar UN Women í New York og landsskrifstofur UN Women um allan heim. „Ísland er það land í heiminum sem er næst því að ná fullkomnu kynjajafnrétti og það er okkar markmið að Ísland haldi þeirri vegferð áfram og verði fyrsta landið í sögu mannkyns þar sem konur og hinsegin fólk býr við jafnan rétt, öryggi og tækifæri. Þetta er ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi leiðir þessa heimsherferð og með stuðningi íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í tilkynningu. Mannréttindi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Sjá meira
Kynnar á viðburðinum verða Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson. Á dagskrá viðburðarins munu Domus Vox, Karlakórinn Fóstbræður, Kvennakór Reykjavíkur og Skólakór Kársness syngja saman og hefur sérstakur tónlistargjörningur verið skapaður í tilefni dagsins. Erindi og hugvekjur verða fluttar og meðal ræðumanna verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Guðrún Ágústsdóttir rauðsokka, Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundur og Grace Achieng athafnakona. Lesa má um dagskrána nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Viðburðurinn hefst klukkan 15, húsið opnar 14:30 og stendur dagskráin yfir til 17. Vísir verður með beint streymi frá viðburðinum sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Fimmtíu ár frá tímamótum „March Forward er alþjóðlegt átak sem leitt er af UN Women á Íslandi og er markmið þess að skapa hreyfingu sem sameinar fólk til að taka afstöðu gegn bakslaginu sem orðið hefur í jafnréttismálum á heimsvísu og þeirri alvarlegu afturför kynjajafnréttis sem á sér stað í heiminum,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Átakið fer fram á tímamótum í baráttu fyrir jafnrétti og er hluti af mikilvægu afmælisári þar sem fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975, þrjátíu ár eru frá samþykkt Peking-sáttmálans og fimmtán ár eru frá stofnun UN Women. Allar þrettán landsnefndir UN Women taka þátt í átakinu, sem og höfuðstöðvar UN Women í New York og landsskrifstofur UN Women um allan heim. „Ísland er það land í heiminum sem er næst því að ná fullkomnu kynjajafnrétti og það er okkar markmið að Ísland haldi þeirri vegferð áfram og verði fyrsta landið í sögu mannkyns þar sem konur og hinsegin fólk býr við jafnan rétt, öryggi og tækifæri. Þetta er ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi leiðir þessa heimsherferð og með stuðningi íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í tilkynningu.
Mannréttindi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Sjá meira