Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir og Gunnar Ásgrímsson skrifa 8. mars 2025 15:30 Innan fárra daga munu starfsfólk og stúdentar kjósa sér nýjan leiðtoga til næstu fimm ára. Fyrir okkur er valið augljóst og einfalt: Við munum kjósa Kolbrúnu Pálsdóttur. Kolbrún hefur sýnt í verki hvernig leiðtogi hún er innan Háskólans. Við höfum bæði starfað með henni í stjórn Menntavísindasviðs og séð leiðtogahæfni hennar í verki. Hún er öflugur leiðtogi sem hlustar á mann, tekur málin föstum tökum og leggur áherslu á að stúdentar og starfsfólk fái rödd. Kolbrún ræðir ekki einungis um breytingar, heldur finnur hún leiðir til að koma þeim í framkvæmd. Það sem við viljum vekja sérstaka athygli á er að hve mikill árangur hefur náðst undir forystu Kolbrúnar í því að efla kennaramenntun og fjölga brautskráðum kennurum. Brautryðjandinn Kolbrún Háskóli Íslands stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum næstu árin, við þurfum rektor sem skilur Háskólann og hefur þegar sýnt að hann ræður við að stýra honum í átt að bjartri framtíð. Eitt af því sem einkennir Kolbrúnu er metnaður hennar fyrir því að Háskólinn nái árangri og það hefur nýst Menntavísindasviði ákaflega vel að hafa hana í forystu. Hún hefur ávallt stutt við og rutt veginn fyrir mikilvægum breytingum og nýjungum í kennaramenntun. Á meðal þess má nefna: - Fagháskólanám í leikskólafræðum eflt og boðið á landsvísu. - Raunfærnimat í leikskólakennaranámi innleitt 2021, gerir háskólanemum með starfsreynslu kleift að fá hæfni og þekkingu metna til háskólaeininga. -Breytt kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi í formi háskólamorgna til að auðvelda nám með starfi. -Master of Teaching (MT), nýtt meistaranám án rannsóknartengds lokaverkefnis, í boði frá 2021. -Íslenskubrú ætluð háskólanemum með annað heimamál en íslensku til að fjölga kennurum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Þá átti Kolbrún ríkan þátt í því að jafnréttis- og kynjafræðsla hefur verið fest í sessi í öllum deildum sviðsins. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem kemur breytingum í framkvæmd Við treystum Kolbrúnu því við vitum hvað hún stendur fyrir. Hún vinnur ekki í tómarúmi heldur hlustar hún á fólkið í kringum sig og tekur mið af þeirra ólíku sjónarmiðum og skoðunum. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem nýtir sér kraft fjöldans og lætur hlutina gerist. Kolbrún hefur sýnt að hún er hefur áræði til að hrinda breytingum í framkvæmd, hugmyndaflug til að búa til nýjar lausnir og tryggja að þær skili árangri. Háskólinn þarf rektor sem sér tækifærin og nýtir sér þau. Þess vegna ætlum við að kjósa hana og við hvetjum ykkur til að gera slíkt hið sama. Höfundar eru annars vegar kennaranemi og fyrrum meðlimur sviðsráðs Menntavísindasviðs og hins vegar kennaranemi og formaður sviðsráðs Menntavísindasviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Innan fárra daga munu starfsfólk og stúdentar kjósa sér nýjan leiðtoga til næstu fimm ára. Fyrir okkur er valið augljóst og einfalt: Við munum kjósa Kolbrúnu Pálsdóttur. Kolbrún hefur sýnt í verki hvernig leiðtogi hún er innan Háskólans. Við höfum bæði starfað með henni í stjórn Menntavísindasviðs og séð leiðtogahæfni hennar í verki. Hún er öflugur leiðtogi sem hlustar á mann, tekur málin föstum tökum og leggur áherslu á að stúdentar og starfsfólk fái rödd. Kolbrún ræðir ekki einungis um breytingar, heldur finnur hún leiðir til að koma þeim í framkvæmd. Það sem við viljum vekja sérstaka athygli á er að hve mikill árangur hefur náðst undir forystu Kolbrúnar í því að efla kennaramenntun og fjölga brautskráðum kennurum. Brautryðjandinn Kolbrún Háskóli Íslands stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum næstu árin, við þurfum rektor sem skilur Háskólann og hefur þegar sýnt að hann ræður við að stýra honum í átt að bjartri framtíð. Eitt af því sem einkennir Kolbrúnu er metnaður hennar fyrir því að Háskólinn nái árangri og það hefur nýst Menntavísindasviði ákaflega vel að hafa hana í forystu. Hún hefur ávallt stutt við og rutt veginn fyrir mikilvægum breytingum og nýjungum í kennaramenntun. Á meðal þess má nefna: - Fagháskólanám í leikskólafræðum eflt og boðið á landsvísu. - Raunfærnimat í leikskólakennaranámi innleitt 2021, gerir háskólanemum með starfsreynslu kleift að fá hæfni og þekkingu metna til háskólaeininga. -Breytt kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi í formi háskólamorgna til að auðvelda nám með starfi. -Master of Teaching (MT), nýtt meistaranám án rannsóknartengds lokaverkefnis, í boði frá 2021. -Íslenskubrú ætluð háskólanemum með annað heimamál en íslensku til að fjölga kennurum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Þá átti Kolbrún ríkan þátt í því að jafnréttis- og kynjafræðsla hefur verið fest í sessi í öllum deildum sviðsins. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem kemur breytingum í framkvæmd Við treystum Kolbrúnu því við vitum hvað hún stendur fyrir. Hún vinnur ekki í tómarúmi heldur hlustar hún á fólkið í kringum sig og tekur mið af þeirra ólíku sjónarmiðum og skoðunum. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem nýtir sér kraft fjöldans og lætur hlutina gerist. Kolbrún hefur sýnt að hún er hefur áræði til að hrinda breytingum í framkvæmd, hugmyndaflug til að búa til nýjar lausnir og tryggja að þær skili árangri. Háskólinn þarf rektor sem sér tækifærin og nýtir sér þau. Þess vegna ætlum við að kjósa hana og við hvetjum ykkur til að gera slíkt hið sama. Höfundar eru annars vegar kennaranemi og fyrrum meðlimur sviðsráðs Menntavísindasviðs og hins vegar kennaranemi og formaður sviðsráðs Menntavísindasviðs
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar