Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar 11. mars 2025 16:30 Innleiðing reikning í reikning (RÍR) greiðslulausna á Íslandi hefur verið löng og flókin saga, full af tafsömum viðbrögðum og skorti á samkeppnisvilja. RÍR, sem á ensku kallast Account-to-Account (A2A), felur í sér að greiðslur fara beint af bankareikningi greiðanda yfir á reikning móttakanda, án þess að fara í gegnum milliliði eins og kortafyrirtæki. Í öðrum löndum, sér í lagi í Evrópu, hafa lausnir eins og Swish, Vipps og Blik umbreytt greiðslumarkaði með því að bjóða neytendum og fyrirtækjum ódýrari og skilvirkari leiðir til að stunda viðskipti. Á Íslandi hefur þessi þróun hins vegar staðið í stað, þrátt fyrir augljósan ávinning. Ástæðurnar eru margar, en sú stærsta er sú að bankarnir hafa einfaldlega ekki viljað missa tökin á greiðslumiðluninni. Á síðustu árum hafa fjölmargir aðilar reynt að koma RÍR lausnum í gagnið hér á landi. Þar á meðal var Reiknistofa bankanna, sem var komin langt með slíka lausn um 2019-2020 en hún hvarf á dularfullan hátt af borðinu. Þegar Covid-faraldurinn gekk yfir var allt sett á ís, en eftir það hafa bankarnir sýnt lítinn áhuga á að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Þeir hafa dregið lappirnar með því að tafsa á tæknilegum útfærslum, koma með endalausar réttlætingar og halda áfram að rukka íslensk fyrirtæki um há færslugjöld fyrir kortaviðskipti. Þrátt fyrir að lög og reglugerðir hafi opnað fyrir samkeppni í greiðslumiðlun, hefur hún ekki raunverulega átt sér stað. Bankarnir hafa fundið leiðir til að viðhalda eigin yfirburðum, til dæmis með því að tefja aðgengi þriðja aðila að reikningsupplýsingum og greiðslutengingum. Fyrirtæki eins og Blikk, sem hefur verið að reyna að koma inn sem valkostur, hefur þurft að takast á við ótal hindranir. Þótt PSD2-reglugerðin eigi að tryggja opnara fjármálaumhverfi, hefur hún á Íslandi orðið að hálfgerðum pappírstígri, þar sem bankarnir eru enn með alla þræði í sínum höndum. Það sem gerir þetta sérstaklega áhugavert er ekki bara kostnaðurinn sem fyrirtæki og neytendur bera, heldur einnig þjóðaröryggissjónarmiðin. Greiðslumiðlun á Íslandi er nú nær eingöngu háð Visa og Mastercard, alþjóðlegum fyrirtækjum sem gætu, ef pólitískar eða viðskiptalegar aðstæður breytast, lokað á Ísland með litlum fyrirvara líkt og stefndi í 2008 en varð hjá komið með naumindum. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að nauðsynleg viðskipti eins og kaup á matvöru eða lyfjum séu svo háð erlendum fyrirtækjum. Á Norðurlöndunum tóku bankarnir snemma ákvörðun um að þróa sínar eigin lausnir í samkeppni við kortafyrirtækin. Þeir áttuðu sig á því að ef þeir myndu ekki gera það sjálfir, myndu alþjóðlegir tæknirisar eins og Google Pay og Apple Pay taka við. Í stað þess að verja skammtímatekjur af færslugjöldum, fóru þeir í framfarir sem tryggðu þeim langvarandi stöðu í greiðslumiðlun. Á Íslandi virðist hins vegar ríkja allt önnur hugsun – hér hafa bankarnir kosið að tefja breytingar eins lengi og þeir mögulega geta, í stað þess að taka af skarið og skapa betri lausnir fyrir viðskiptavini sína. Þegar kemur að því að breyta þessu þarf bæði pólitískan vilja og þrýsting frá almenningi og fyrirtækjum. Seðlabankinn hefur formlega vald til að krefjast þess að RÍR greiðslulausnir verði teknar í notkun, en hefur ekki beitt því af nægilegri hörku. Stjórnvöld gætu einnig gripið inn í með því að setja strangari reglur um opna greiðslumiðlun og koma í veg fyrir að bankarnir geti hindrað nýjar lausnir. En það er líka á ábyrgð neytenda og fyrirtækja að krefjast breytinga. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því hve mikið þetta kostar þá og þrýsta á að RÍR verði raunverulegur valkostur. Saga RÍR á Íslandi er því saga um tregðu og hindranir. Það er skýrt að bankarnir hafa ekki hagsmuni af því að hraða þessari þróun og hafa því staðið í vegi fyrir henni á allan mögulegan hátt. En það sem hefur þegar gerst á Norðurlöndunum sýnir að breytingar eru mögulegar. Spurningin er bara hvort Ísland ætli að halda áfram að vera eftirbátur í greiðslumiðlun, eða hvort við stöndum upp og krefjumst þess að fá sama val og aðrar þjóðir. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármálafyrirtæki Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Innleiðing reikning í reikning (RÍR) greiðslulausna á Íslandi hefur verið löng og flókin saga, full af tafsömum viðbrögðum og skorti á samkeppnisvilja. RÍR, sem á ensku kallast Account-to-Account (A2A), felur í sér að greiðslur fara beint af bankareikningi greiðanda yfir á reikning móttakanda, án þess að fara í gegnum milliliði eins og kortafyrirtæki. Í öðrum löndum, sér í lagi í Evrópu, hafa lausnir eins og Swish, Vipps og Blik umbreytt greiðslumarkaði með því að bjóða neytendum og fyrirtækjum ódýrari og skilvirkari leiðir til að stunda viðskipti. Á Íslandi hefur þessi þróun hins vegar staðið í stað, þrátt fyrir augljósan ávinning. Ástæðurnar eru margar, en sú stærsta er sú að bankarnir hafa einfaldlega ekki viljað missa tökin á greiðslumiðluninni. Á síðustu árum hafa fjölmargir aðilar reynt að koma RÍR lausnum í gagnið hér á landi. Þar á meðal var Reiknistofa bankanna, sem var komin langt með slíka lausn um 2019-2020 en hún hvarf á dularfullan hátt af borðinu. Þegar Covid-faraldurinn gekk yfir var allt sett á ís, en eftir það hafa bankarnir sýnt lítinn áhuga á að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Þeir hafa dregið lappirnar með því að tafsa á tæknilegum útfærslum, koma með endalausar réttlætingar og halda áfram að rukka íslensk fyrirtæki um há færslugjöld fyrir kortaviðskipti. Þrátt fyrir að lög og reglugerðir hafi opnað fyrir samkeppni í greiðslumiðlun, hefur hún ekki raunverulega átt sér stað. Bankarnir hafa fundið leiðir til að viðhalda eigin yfirburðum, til dæmis með því að tefja aðgengi þriðja aðila að reikningsupplýsingum og greiðslutengingum. Fyrirtæki eins og Blikk, sem hefur verið að reyna að koma inn sem valkostur, hefur þurft að takast á við ótal hindranir. Þótt PSD2-reglugerðin eigi að tryggja opnara fjármálaumhverfi, hefur hún á Íslandi orðið að hálfgerðum pappírstígri, þar sem bankarnir eru enn með alla þræði í sínum höndum. Það sem gerir þetta sérstaklega áhugavert er ekki bara kostnaðurinn sem fyrirtæki og neytendur bera, heldur einnig þjóðaröryggissjónarmiðin. Greiðslumiðlun á Íslandi er nú nær eingöngu háð Visa og Mastercard, alþjóðlegum fyrirtækjum sem gætu, ef pólitískar eða viðskiptalegar aðstæður breytast, lokað á Ísland með litlum fyrirvara líkt og stefndi í 2008 en varð hjá komið með naumindum. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að nauðsynleg viðskipti eins og kaup á matvöru eða lyfjum séu svo háð erlendum fyrirtækjum. Á Norðurlöndunum tóku bankarnir snemma ákvörðun um að þróa sínar eigin lausnir í samkeppni við kortafyrirtækin. Þeir áttuðu sig á því að ef þeir myndu ekki gera það sjálfir, myndu alþjóðlegir tæknirisar eins og Google Pay og Apple Pay taka við. Í stað þess að verja skammtímatekjur af færslugjöldum, fóru þeir í framfarir sem tryggðu þeim langvarandi stöðu í greiðslumiðlun. Á Íslandi virðist hins vegar ríkja allt önnur hugsun – hér hafa bankarnir kosið að tefja breytingar eins lengi og þeir mögulega geta, í stað þess að taka af skarið og skapa betri lausnir fyrir viðskiptavini sína. Þegar kemur að því að breyta þessu þarf bæði pólitískan vilja og þrýsting frá almenningi og fyrirtækjum. Seðlabankinn hefur formlega vald til að krefjast þess að RÍR greiðslulausnir verði teknar í notkun, en hefur ekki beitt því af nægilegri hörku. Stjórnvöld gætu einnig gripið inn í með því að setja strangari reglur um opna greiðslumiðlun og koma í veg fyrir að bankarnir geti hindrað nýjar lausnir. En það er líka á ábyrgð neytenda og fyrirtækja að krefjast breytinga. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því hve mikið þetta kostar þá og þrýsta á að RÍR verði raunverulegur valkostur. Saga RÍR á Íslandi er því saga um tregðu og hindranir. Það er skýrt að bankarnir hafa ekki hagsmuni af því að hraða þessari þróun og hafa því staðið í vegi fyrir henni á allan mögulegan hátt. En það sem hefur þegar gerst á Norðurlöndunum sýnir að breytingar eru mögulegar. Spurningin er bara hvort Ísland ætli að halda áfram að vera eftirbátur í greiðslumiðlun, eða hvort við stöndum upp og krefjumst þess að fá sama val og aðrar þjóðir. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar