Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 12. mars 2025 07:00 Varðstaða um líffræðilega fjölbreytni er eitt brýnasta viðfangsefni umhverfismála í dag og áherslumál hjá nýrri ríkisstjórn. Mikil hnignun hefur orðið í líffræðilegri fjölbreytni á alþjóðavísu. Vistkerfum er raskað, búsvæði tegunda skreppa saman og tegundum í útrýmingarhættu fjölgar hratt. Staða okkar hér á Íslandi hvað varðar líffræðilega fjölbreytni er um margt sérstök. Sérstaðan felst ekki í mikilli tegundafjölbreytni heldur í vistkerfum sem hafa mótast og þróast með þeim virku ferlum, eldvirkninni, jöklunum og veðrinu, sem hafa frá öndverðu einkennt landið. Staðsetning Íslands úti í miðju Atlantshafi gerir okkur að mikilvægum dvalar- og viðkomustað fuglastofna og í hafinu mætast hlýir og kaldir hafstraumar sem skapa aðstæður fyrir auðugt og fjölbreytt sjávarlífríki. Auðlindir náttúrunnar hafa haldið í okkur lífinu frá landnámi og eru enn í dag grundvöllur velmegunar okkar. En náttúran hefur líka látið á sjá og á Íslandi finnast mikið röskuð vistkerfi sem nauðsynlegt er að koma í betra horf. Vaxandi ásókn er í auðlindir og landrými fyrir margvíslegar athafnir. Þessu fylgir álag á lífríki og viðkvæm vistkerfi sem brýnt er að lágmarka eins og kostur er. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í verndun líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu. En það gerist ekki af sjálfu sér heldur kallar á pólitískt frumkvæði og skýra stefnumörkun. Dýpra alþjóðasamstarf og virk þátttaka í alþjóðlegum vísindarannsóknum eru lykilinn að því að hámarka árangur Íslands í þessum efnum. Þess vegna tel ég einboðið að Ísland gerist aðili að IPBES, milliríkjavettvangi vísinda og stefnumótunar um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu, og hef sett af stað vinnu í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem miðar að þessu. IPBES er helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á þessu sviði. Sú ráðgjöf hefur þegar sett mark sitt á alþjóðlega stefnumótun umhverfismála, svo sem hjá samningum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Lykillinn að öflugu starfi IPBES eru skýrslur sem byggjast á heildstæðu mati á viðamiklum vísindagögnum af ýmsum toga. Skýrslurnar hafa fjallað um margvísleg málefni: samspil líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmála, framandi tegundir, sjálfbæra nýtingu, hlutverk líffræðilegrar fjölbreytni við að tryggja fæðuöryggi, samspil við lýðheilsu, hlutverk fyrirtækja og margt fleira. Skýrslurnar hafa reynst notadrjúgar í allri stefnumótun í málaflokknum. Starfsemi IPBES er stýrt af aðildarþjóðum. Þar hafa þær tækifæri til að leggja línurnar en einnig að tryggja aðkomu sinna sérfræðinga að lykilverkefnum. Ísland hefur hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapast tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, meðal annars þegar kemur að málefnum norðurslóða. Með þátttökunni gefst okkur líka tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES færir okkur. Þannig náum við vonandi betri árangri í þeim viðfangsefnum sem brýnust eru hér á landi. Vinna stendur nú yfir við gerð heildstæðrar stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem hefur farið fyrir stýrihópi um málið, mun greina frá stöðu vinnunnar á kynningarfundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. mars kl. 9:30. Fundinum verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Ég hvet öll þau sem hafa áhuga á málaflokknum til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Varðstaða um líffræðilega fjölbreytni er eitt brýnasta viðfangsefni umhverfismála í dag og áherslumál hjá nýrri ríkisstjórn. Mikil hnignun hefur orðið í líffræðilegri fjölbreytni á alþjóðavísu. Vistkerfum er raskað, búsvæði tegunda skreppa saman og tegundum í útrýmingarhættu fjölgar hratt. Staða okkar hér á Íslandi hvað varðar líffræðilega fjölbreytni er um margt sérstök. Sérstaðan felst ekki í mikilli tegundafjölbreytni heldur í vistkerfum sem hafa mótast og þróast með þeim virku ferlum, eldvirkninni, jöklunum og veðrinu, sem hafa frá öndverðu einkennt landið. Staðsetning Íslands úti í miðju Atlantshafi gerir okkur að mikilvægum dvalar- og viðkomustað fuglastofna og í hafinu mætast hlýir og kaldir hafstraumar sem skapa aðstæður fyrir auðugt og fjölbreytt sjávarlífríki. Auðlindir náttúrunnar hafa haldið í okkur lífinu frá landnámi og eru enn í dag grundvöllur velmegunar okkar. En náttúran hefur líka látið á sjá og á Íslandi finnast mikið röskuð vistkerfi sem nauðsynlegt er að koma í betra horf. Vaxandi ásókn er í auðlindir og landrými fyrir margvíslegar athafnir. Þessu fylgir álag á lífríki og viðkvæm vistkerfi sem brýnt er að lágmarka eins og kostur er. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í verndun líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu. En það gerist ekki af sjálfu sér heldur kallar á pólitískt frumkvæði og skýra stefnumörkun. Dýpra alþjóðasamstarf og virk þátttaka í alþjóðlegum vísindarannsóknum eru lykilinn að því að hámarka árangur Íslands í þessum efnum. Þess vegna tel ég einboðið að Ísland gerist aðili að IPBES, milliríkjavettvangi vísinda og stefnumótunar um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu, og hef sett af stað vinnu í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem miðar að þessu. IPBES er helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á þessu sviði. Sú ráðgjöf hefur þegar sett mark sitt á alþjóðlega stefnumótun umhverfismála, svo sem hjá samningum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Lykillinn að öflugu starfi IPBES eru skýrslur sem byggjast á heildstæðu mati á viðamiklum vísindagögnum af ýmsum toga. Skýrslurnar hafa fjallað um margvísleg málefni: samspil líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmála, framandi tegundir, sjálfbæra nýtingu, hlutverk líffræðilegrar fjölbreytni við að tryggja fæðuöryggi, samspil við lýðheilsu, hlutverk fyrirtækja og margt fleira. Skýrslurnar hafa reynst notadrjúgar í allri stefnumótun í málaflokknum. Starfsemi IPBES er stýrt af aðildarþjóðum. Þar hafa þær tækifæri til að leggja línurnar en einnig að tryggja aðkomu sinna sérfræðinga að lykilverkefnum. Ísland hefur hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapast tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, meðal annars þegar kemur að málefnum norðurslóða. Með þátttökunni gefst okkur líka tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES færir okkur. Þannig náum við vonandi betri árangri í þeim viðfangsefnum sem brýnust eru hér á landi. Vinna stendur nú yfir við gerð heildstæðrar stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem hefur farið fyrir stýrihópi um málið, mun greina frá stöðu vinnunnar á kynningarfundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. mars kl. 9:30. Fundinum verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Ég hvet öll þau sem hafa áhuga á málaflokknum til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar