Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar 12. mars 2025 11:02 Um þessar mundir fer fram kosning til formanns VR. Þar er í framboði maður sem undirritaður ber ómælda virðingu fyrir. Flosi Eiríksson hefur verið dyggur þjónn í þágu lands og þjóðar í áratugi. Flosi er örlátur á tíma sinn og krafta, og hefur unnið ötullega fyrir hagsmunum okkar í bæjarstjórn, innan íþróttahreyfingarinnar og innan verkalýðshreyfingarinnar, sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi hefur lagt áherslu á að sameina verkalýðshreyfinguna um það sem skiptir máli. Það er nóg komið af deilum innan hreyfingarinnar um mál sem snertir venjulegt fólk lítið sem ekkert, deilur sem snúast fyrst og fremst um persónur innan veggja VR en ekki um hagsmuni vinnandi fólks. Það hefur veikt hreyfinguna, og þar með kaup okkar og kjör. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við sammála um aðalatriðin og það eru aðalatriðin sem ættu að skipta máli. Flosi er sameiningaraflið sem VR nauðsynlega þarf, sem stendur utan karpandi fylkinga, og getur beint kröftum félagsins í skynsamlega verkalýðsbaráttu sem snýst um efnahagsleg kjör félagsmanna. Einhverjir kynnu að segja að „skynsamleg“ verkalýðsbarátta feli í sér veika verkalýðsbaráttu en hér fer því fjarri. Flosi er maður sem setur fram ýtrustu kröfur, er með bein í nefinu, og stendur í lappirnar. Hann gerir það þó án þess að missa sjónar á markmiðinu og án þess að láta koma sér úr jafnvægi. Flosi er með heitt hjarta en kaldan haus — fersk innkoma sem mun hjálpa hreyfingunni að endurheimta fókus á það sem skiptir máli: að vinna af samheldni fyrir bættum kjörum og réttindum í þágu félagsmanna. Þess vegna styð ég Flosa í formanninn og þess vegna ættir þú að gera það líka. Höfundur er lögfræðingur búsettur í Danmörku og fyrrum félagsmaður í VR til margra ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fer fram kosning til formanns VR. Þar er í framboði maður sem undirritaður ber ómælda virðingu fyrir. Flosi Eiríksson hefur verið dyggur þjónn í þágu lands og þjóðar í áratugi. Flosi er örlátur á tíma sinn og krafta, og hefur unnið ötullega fyrir hagsmunum okkar í bæjarstjórn, innan íþróttahreyfingarinnar og innan verkalýðshreyfingarinnar, sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi hefur lagt áherslu á að sameina verkalýðshreyfinguna um það sem skiptir máli. Það er nóg komið af deilum innan hreyfingarinnar um mál sem snertir venjulegt fólk lítið sem ekkert, deilur sem snúast fyrst og fremst um persónur innan veggja VR en ekki um hagsmuni vinnandi fólks. Það hefur veikt hreyfinguna, og þar með kaup okkar og kjör. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við sammála um aðalatriðin og það eru aðalatriðin sem ættu að skipta máli. Flosi er sameiningaraflið sem VR nauðsynlega þarf, sem stendur utan karpandi fylkinga, og getur beint kröftum félagsins í skynsamlega verkalýðsbaráttu sem snýst um efnahagsleg kjör félagsmanna. Einhverjir kynnu að segja að „skynsamleg“ verkalýðsbarátta feli í sér veika verkalýðsbaráttu en hér fer því fjarri. Flosi er maður sem setur fram ýtrustu kröfur, er með bein í nefinu, og stendur í lappirnar. Hann gerir það þó án þess að missa sjónar á markmiðinu og án þess að láta koma sér úr jafnvægi. Flosi er með heitt hjarta en kaldan haus — fersk innkoma sem mun hjálpa hreyfingunni að endurheimta fókus á það sem skiptir máli: að vinna af samheldni fyrir bættum kjörum og réttindum í þágu félagsmanna. Þess vegna styð ég Flosa í formanninn og þess vegna ættir þú að gera það líka. Höfundur er lögfræðingur búsettur í Danmörku og fyrrum félagsmaður í VR til margra ára.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar